Ætla að banna helstu mannréttindasamtök Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 14:55 Fangaklefi í rússnesku gúlagi. Alþjóðlega minningarfélagið var stofnað á lokaárum Sovétríkjanna og rannsakaði síðar örlög fólks sem var kúgað í tíð þeirra. Vísir/Getty Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að hæstiréttur leysti upp ein helstu mannréttindasamtök landsins. Þau afhjúpuðu meðal annars voðaverk hersins í Téténíustríðunum og rannsaka kúgun andófsfólks í Sovétríkjunum. Stjórnvöld í Kreml hafa skilgreint Alþjóðlega minningarfélagið, sem rannsakar og minnist andófsfólks sem var myrt og fangelsað í Sovétríkjunum, og Mannréttindaminningarmiðstöðina, sem rannsakar mannréttindabrot í samtínum, sem erlenda útsendara. Þeim ber því skylda til að setja fyrirvara við allt efni sem þau birta opinberlega og þurfa að sæta ströngum reglum um fjármál sín. Nú saka saksóknarar mannréttindasamtökin um að dylja vísvitandi og kerfisbundið stöðu sína sem útsendarar erlendra ríkja að mati stjórnvalda með því að slá ekki alla þá varnagla sem þeim bar. Því beri að leysa félagið upp þrátt fyrir að forsvarsmenn þess fullyrði að þeir hafi lagt sig í lima við að fylgja öllum reglum og kvöðum. Vladímír Pútín forseti hefur hert tök sín í Rússlandi og gengið sífellt harðar gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki. Alræðishneigð hans minnir marga á ógnarstjórn Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það kom það erlendum mannréttindasamtökum á óvart að stjórn hans skyldi reiða til höggs gegn Alþjóðlega minningarfélaginu. Þau voru fyrst skilgreind sem útsendarar útlendinga árið 2014 og systursamtök þeirra tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þau sætt ítrekuðum rassíum lögreglu og sektum fyrir meint brot á lögunum. Tanya Lokshina, talskona Mannréttindavaktarinnar, segir tilburði rússneskra stjórnvalda til að banna starfsemina „svívirðilega árás á slagæð borgaralegs samfélags í Rússlandi“. Evrópskir erindrekar hafa lýst yfir áhyggjum, að sögn Washington Post. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði rússnesk stjórnvöld um að misnota lög um erlenda útsendara til þess að áreita, brennimerkja og þagga niður í félagasamtökum í landinu. Málið gegn samtökunum verður næst tekið fyrir um miðjan desember. Rússland Mannréttindi Sovétríkin Tengdar fréttir Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml hafa skilgreint Alþjóðlega minningarfélagið, sem rannsakar og minnist andófsfólks sem var myrt og fangelsað í Sovétríkjunum, og Mannréttindaminningarmiðstöðina, sem rannsakar mannréttindabrot í samtínum, sem erlenda útsendara. Þeim ber því skylda til að setja fyrirvara við allt efni sem þau birta opinberlega og þurfa að sæta ströngum reglum um fjármál sín. Nú saka saksóknarar mannréttindasamtökin um að dylja vísvitandi og kerfisbundið stöðu sína sem útsendarar erlendra ríkja að mati stjórnvalda með því að slá ekki alla þá varnagla sem þeim bar. Því beri að leysa félagið upp þrátt fyrir að forsvarsmenn þess fullyrði að þeir hafi lagt sig í lima við að fylgja öllum reglum og kvöðum. Vladímír Pútín forseti hefur hert tök sín í Rússlandi og gengið sífellt harðar gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki. Alræðishneigð hans minnir marga á ógnarstjórn Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það kom það erlendum mannréttindasamtökum á óvart að stjórn hans skyldi reiða til höggs gegn Alþjóðlega minningarfélaginu. Þau voru fyrst skilgreind sem útsendarar útlendinga árið 2014 og systursamtök þeirra tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þau sætt ítrekuðum rassíum lögreglu og sektum fyrir meint brot á lögunum. Tanya Lokshina, talskona Mannréttindavaktarinnar, segir tilburði rússneskra stjórnvalda til að banna starfsemina „svívirðilega árás á slagæð borgaralegs samfélags í Rússlandi“. Evrópskir erindrekar hafa lýst yfir áhyggjum, að sögn Washington Post. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði rússnesk stjórnvöld um að misnota lög um erlenda útsendara til þess að áreita, brennimerkja og þagga niður í félagasamtökum í landinu. Málið gegn samtökunum verður næst tekið fyrir um miðjan desember.
Rússland Mannréttindi Sovétríkin Tengdar fréttir Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34