Táningur byrjaði óvænt hjá Liverpool í gær og fékk hrós frá Klopp og Thiago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 11:30 Tyler Morton reynir langa sendingu í leiknum og svo sést hann með knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp eftir leik. Getty/Daniel Chesterton Jürgen Klopp henti ungum leikmann sínum út í djúpu laugina í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Porto á Anfield. Hinn nítján ára gamli Tyler Morton var inn á miðjunni með þeim Thiago og Alex Oxlade-Chamberlain. Morton hafi spilað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni fjórum dögum fyrr þegar hann kom inn á sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok á móti Arsenal. Tyler Morton's remarkable rise continues but Ibrahima Konate coincidence unwelcome#LFC https://t.co/nnDKWdLVRY— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 25, 2021 Nú var strákurinn kominn í byrjunarliðið og hann spilaði allan leikinn. Hann fékk líka nóg af hrósi eftir leikinn. „Hann stóð sig einstaklega vel,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við BT Sport eftir leikinn. „Hann er góður leikmaður. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd að hann gat skilað frammistöðu eins og þessari,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði seinna mark Liverpool eftir að Morton hafði brotið upp leikinn með frábærri sendingu fram völlinn. Thiago skoraði fyrra mark leiksins og hann var ánægður með að spila við hlið táningsins á miðju Liverpool. "I said who is this player? Because he was training amazingly with us."Thiago Alcantara says that Liverpool youngster Tyler Morton will have a bright and great future pic.twitter.com/qdo0luEJ7P— Football Daily (@footballdaily) November 25, 2021 „Sumir leikmenn, sem spila vanalega ekki hjá okkur, áttu stórkostlegan leik,“ sagði Thiago og hélt áfram: „Þessi vegna erum við mjög ánægðir því það er mikill metnaður og hungur í öllum í liðinu,“ sagði Thiago. „Ég elska að æfa og spila með ungum leikmönnum sem hafa mikið hungur í upphafi ferils síns og get um leið gefið þeim góð ráð til að verða betri og búa sér til bjartari framtíð,“ sagði Thiago. „Við erum mjög ánægðir með Tyler. Hann er frábær leikmaður. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og átti skilið að vera hluti af liðinu í kvöld,“ sagði Thiago. „Hann stóð sig stórkostlega og ég held að hann eigi eftir að eiga frábæran feril hér hjá Liverpool sem og í fótboltanum. Við erum ánægðir með að hafa hann hjá okkur og það var frábært að spila með honum í kvöld,“ sagði Thiago. Liverpool's Tyler Morton will make his #UCL debut against Porto.Morton, 19, will be making his second debut in just five days - he was handed his first #PL appearance as a second-half substitute in #LFC's 4-0 win over #AFC on Saturday.https://t.co/PL7nN3pjt2— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 24, 2021 Enski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Tyler Morton var inn á miðjunni með þeim Thiago og Alex Oxlade-Chamberlain. Morton hafi spilað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni fjórum dögum fyrr þegar hann kom inn á sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok á móti Arsenal. Tyler Morton's remarkable rise continues but Ibrahima Konate coincidence unwelcome#LFC https://t.co/nnDKWdLVRY— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 25, 2021 Nú var strákurinn kominn í byrjunarliðið og hann spilaði allan leikinn. Hann fékk líka nóg af hrósi eftir leikinn. „Hann stóð sig einstaklega vel,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við BT Sport eftir leikinn. „Hann er góður leikmaður. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd að hann gat skilað frammistöðu eins og þessari,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði seinna mark Liverpool eftir að Morton hafði brotið upp leikinn með frábærri sendingu fram völlinn. Thiago skoraði fyrra mark leiksins og hann var ánægður með að spila við hlið táningsins á miðju Liverpool. "I said who is this player? Because he was training amazingly with us."Thiago Alcantara says that Liverpool youngster Tyler Morton will have a bright and great future pic.twitter.com/qdo0luEJ7P— Football Daily (@footballdaily) November 25, 2021 „Sumir leikmenn, sem spila vanalega ekki hjá okkur, áttu stórkostlegan leik,“ sagði Thiago og hélt áfram: „Þessi vegna erum við mjög ánægðir því það er mikill metnaður og hungur í öllum í liðinu,“ sagði Thiago. „Ég elska að æfa og spila með ungum leikmönnum sem hafa mikið hungur í upphafi ferils síns og get um leið gefið þeim góð ráð til að verða betri og búa sér til bjartari framtíð,“ sagði Thiago. „Við erum mjög ánægðir með Tyler. Hann er frábær leikmaður. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og átti skilið að vera hluti af liðinu í kvöld,“ sagði Thiago. „Hann stóð sig stórkostlega og ég held að hann eigi eftir að eiga frábæran feril hér hjá Liverpool sem og í fótboltanum. Við erum ánægðir með að hafa hann hjá okkur og það var frábært að spila með honum í kvöld,“ sagði Thiago. Liverpool's Tyler Morton will make his #UCL debut against Porto.Morton, 19, will be making his second debut in just five days - he was handed his first #PL appearance as a second-half substitute in #LFC's 4-0 win over #AFC on Saturday.https://t.co/PL7nN3pjt2— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 24, 2021
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira