Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. nóvember 2021 16:48 Jarðvísindamenn eiga von á jökulhlaupi á allra næstu dögum. Eldgos er möguleg afleiðing slíks hlaups. Vísir/Vilhelm Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. Björn Oddsson er jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum og sat fundinn ásamt fleiri vísindamönnum. Niðurstaðan er sú að hlaups sé að vænta. „Í Grímsvötnum safnast fyrir bræðsluvatn undir íshellu sem liggur þarna yfir. Það er GPS-mælitæki sem er ofan á íshellunni sem sýnir stöðuna á vatninu. Þegar vatn safnast saman þá rýs hellan. Síðustu mánuði og eitt til tvö ár hefur íshellan verið með mjög háa stöðu. Mikið vatn er í Grímsvötnum og það er metið að sé um einn rúmkílómetri sem er þar fyrir,“ segir Björn. Nú hafi farið að berast merki frá GPS-stöðinni um að íshellan sé farin að síga sem bendi til þess að vatn sé að renna undan henni og í átt að Skeiðárjökli. „Það má búast við því að hefjist hlaup úr Grímsvötnum á næstu dögum,“ segir Björn. „Við höfum séð þetta áður, eins og síðasta sumar, að það koma merki frá tækjum en þá var það þess eðlis að það var farið að bráðna undan GPS-tækinu. En nú erum við með tvö tæki þarna upp frá og þau sýna sama ferlið. Svo það er staðfest að íshellan er sannarlega að síga.“ Björn segir að hlaupið eitt og sér muni sennilega ekki hafa sérstaklega mikil áhrif á mannvirki. „Vatnið rennur í Gígjuhvísl og síðan undir brúna á þjóðveginum þar. Það þarf að fylgjast vel með þróuninni og hvernig vatnsstaðan er þar þegar hlaupið kemur undan. Dæmin hafa sýnt að eldgos geta fylgt slíkum jökulhlaupum. Það er þá fylgst með jarðskjálftamælum og öðru í Grímsvötnum. Ef eitthvað bendir til þess að þessum atburðum myndi fylgja eldgos þá skiptum við um gír og tökum á þeim atburði ef af honum verður.“ Aðspurður um líkur á eldgosi segir Björn: „Það er hvorki líklegt né ólíklegt en möguleiki og þess vegna verðum við að vera tilbúin að bregðast við því.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Björn Oddsson er jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum og sat fundinn ásamt fleiri vísindamönnum. Niðurstaðan er sú að hlaups sé að vænta. „Í Grímsvötnum safnast fyrir bræðsluvatn undir íshellu sem liggur þarna yfir. Það er GPS-mælitæki sem er ofan á íshellunni sem sýnir stöðuna á vatninu. Þegar vatn safnast saman þá rýs hellan. Síðustu mánuði og eitt til tvö ár hefur íshellan verið með mjög háa stöðu. Mikið vatn er í Grímsvötnum og það er metið að sé um einn rúmkílómetri sem er þar fyrir,“ segir Björn. Nú hafi farið að berast merki frá GPS-stöðinni um að íshellan sé farin að síga sem bendi til þess að vatn sé að renna undan henni og í átt að Skeiðárjökli. „Það má búast við því að hefjist hlaup úr Grímsvötnum á næstu dögum,“ segir Björn. „Við höfum séð þetta áður, eins og síðasta sumar, að það koma merki frá tækjum en þá var það þess eðlis að það var farið að bráðna undan GPS-tækinu. En nú erum við með tvö tæki þarna upp frá og þau sýna sama ferlið. Svo það er staðfest að íshellan er sannarlega að síga.“ Björn segir að hlaupið eitt og sér muni sennilega ekki hafa sérstaklega mikil áhrif á mannvirki. „Vatnið rennur í Gígjuhvísl og síðan undir brúna á þjóðveginum þar. Það þarf að fylgjast vel með þróuninni og hvernig vatnsstaðan er þar þegar hlaupið kemur undan. Dæmin hafa sýnt að eldgos geta fylgt slíkum jökulhlaupum. Það er þá fylgst með jarðskjálftamælum og öðru í Grímsvötnum. Ef eitthvað bendir til þess að þessum atburðum myndi fylgja eldgos þá skiptum við um gír og tökum á þeim atburði ef af honum verður.“ Aðspurður um líkur á eldgosi segir Björn: „Það er hvorki líklegt né ólíklegt en möguleiki og þess vegna verðum við að vera tilbúin að bregðast við því.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45