Hingað til hefur tennisfólk geta fengið leyfi til að fara á klósettið í miðjum leik ef náttúran kallar. Tennisleikir geta dregist á langinn og tekið margra klukkutíma.
ATP calls time on toilet breaks in new guidelines for men s tennis https://t.co/ztDEVH3tcm
— The Guardian (@guardian) November 23, 2021
Síðustu misseri hafa einhverjir tennisspilarar reynt að nýta sér þetta taktískt.
Andy Murray sakaði Grikkjann Stefanos Tsitsipas um óíþróttamannslega framgöngu með því að eyða alltof löngum tíma á klósettinu í leik þeirra.
Heilt yfir hafa langar klósettferðir aukist það mikið að Alþjóðatennissambandið ákvað að taka á þessu með nýjum reglum.
Due to toilet breaks allegedly becoming a strategy in tennis, the ATP has announced that toilet breaks in 2022 will be limited to three minutes.
— Darren Rovell (@darrenrovell) November 22, 2021
Official rule is that the player can take a MAXIMUM of three minutes after he enters the toilet.
Fyrst var tilkynnt að sambandið ætlaði að skoða þessi mál betur og niðurstaða þeirra rannsóknar eru nýjar reglur sem taka gildi strax á næsta ári.
Nú má tennisfólk aðeins fara einu sinni á klósettið í hverjum leik og mega aðeins vera í þrjár mínútur inni á klósetti. Klukkan fer í gang um leið og þeir fara inn á klósettið.
Sérstök viðurlög verða ef leikmenn taka sér lengri tíma á setunni en þessar þrjár mínútur.