„Björgvin Páll átti frábæran leik í kvöld. Hann er með góða vörn fyrir framan sig og reyndist okkur erfiður.“
„Ég er svekktastur með fyrri hálfleikinn hjá mínu liði. Við áttum í vandræðum með hraðann í Val en þegar við stilltum upp í vörn var ég sáttur með varnarleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon eftir leik.
Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik og var Gunnar ekki sammála að rautt spjald hafi verið rétt niðurstaða.
„Vendipunkturinn var þegar við misstum Þránd í rautt spjald. Hann var okkar eini línumaður þar sem Einar Ingi Hrafnsson er meiddur. Sóknarleikurinn okkar hrundi við þetta sem Valur nýtti sér.“
„Ég er sannfærður um að Benedikt Gunnar var ekki að henda sér viljandi niður en ég sá ekki Þránd hrinda honum. Ég var mjög hissa að þetta hafi verið rautt spjald. Benedikt lenti illa en ég sá ekki neina hrindingu sem ætti að orsaka rautt spjald,“ sagði Gunnar að lokum.