Telur Ronaldo helsta vandamál næsta þjálfara Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2021 07:01 Er Ronaldo að skapa fleiri vandamál en hann leysir? EPA-EFE/Peter Powell Endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United var með stærri félagaskiptum sumarsins í knattspyrnuheiminum. Endurkoman hefur þó ekki verið neinn dans á rósum enda gengi liðsins verið upp og ofan. Jonathan Wilson, blaðamaður hjá The Guardian, telur Ronaldo hafa verið eitt helsta vandamál Man United það sem af er tímabili og telur að næsti þjálfari liðsins verði í alveg sömu vandræðum og forveri hans, Ole Gunnar Solskjær. Wilson telur að það þurfi fleiri breytingar en aðeins á hliðarlínunni ef Man Utd ætlar sér að ná árangri í vetur. Hann telur að ákvörðunin að fá Solskjær inn á sínum tíma hafi verið góð en að ráða hann til lengri tíma hafi verið heldur vitlaust. This is a Manchester United squad that has been expensively assembled, but it lacks coherence and whoever is appointed will have to face that first of all and that means sales as well as signings. But the biggest problem is Ronaldo.By @jonawils https://t.co/OOPPtXHygW— Guardian sport (@guardian_sport) November 21, 2021 Hann nefnir skort á skipulagi og þekkingu hjá forráðamönnum félagsins sem eina helstu ástæðu slaks gengis félagsins á undanförnum misserum. Wilson telur téðan skort hafa verið ástæðuna fyrir endurkomu Ronaldo, endurkomu sem í flækti málin töluvert fyrir Solskjær. „Allt í einu var ekki hægt að sitja aftarlega og beita skyndisóknum því Ronaldo varð að vera í byrjunarliðinu. Með frábæra miðju líkt og Ronaldo hafði hjá Real er hægt að bæta upp fyrir það að Ronaldo nennir – eða getur – ekki að pressa andstæðinga sína. Með Scott McTominay, Fred eða Nemanja Matic á miðri miðjunni verður það erfiðara,“ segir í grein Wilson á Guardian. „Þetta er rándýr leikmannahópur sem virðist skorta allt jafnvægi og hver sá sem tekur við þarf að þarf að horfast í augu við það. Það þarf að fá inn nýja leikmenn sem og að selja aðra. Af hverju var Paul Pogba ekki seldur meðan enn var hægt að fá aur fyrir hann? Af hverju eru Donny van de Beek, Eric Bailly, Juan Mata, Alex Telles og Diogo Dalot hjá félaginu fyrst þeir fá aldrei að spila? Að ógleymdu stærsta vandamálinu, Ronaldo.“ Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.EPA-EFE/Peter Powell Síðan Ronaldo færði sig um set frá Madríd til Torínó á Ítalíu hafa fjórir af þjálfurum hans fengið sparkið. Max Allegri, Maurizio Sarri, Andrea Pirlo og nú Ole Gunnar Solskjær. Wilson vill meina að það sé ekki tilviljun. „Hvernig kemur þú Ronaldo fyrir í nútímakerfi. Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll mörkin hans, að það er eflaust ekki hægt. Á meðan hann er hjá félaginu þá þarf þjálfarinn, sama hver það er, að bæta upp fyrir veru hans. Það vinnur gegn heildsteyptri hugmyndafræði en slík hugmyndafræði er nákvæmlega það sem Man United þarf. Með þennan leikmannahóp og þessa stjórn eru hins vegar litlar líkur á að það gerist í náinni framtíð,“ segir Wilson að endingu í grein sinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Jonathan Wilson, blaðamaður hjá The Guardian, telur Ronaldo hafa verið eitt helsta vandamál Man United það sem af er tímabili og telur að næsti þjálfari liðsins verði í alveg sömu vandræðum og forveri hans, Ole Gunnar Solskjær. Wilson telur að það þurfi fleiri breytingar en aðeins á hliðarlínunni ef Man Utd ætlar sér að ná árangri í vetur. Hann telur að ákvörðunin að fá Solskjær inn á sínum tíma hafi verið góð en að ráða hann til lengri tíma hafi verið heldur vitlaust. This is a Manchester United squad that has been expensively assembled, but it lacks coherence and whoever is appointed will have to face that first of all and that means sales as well as signings. But the biggest problem is Ronaldo.By @jonawils https://t.co/OOPPtXHygW— Guardian sport (@guardian_sport) November 21, 2021 Hann nefnir skort á skipulagi og þekkingu hjá forráðamönnum félagsins sem eina helstu ástæðu slaks gengis félagsins á undanförnum misserum. Wilson telur téðan skort hafa verið ástæðuna fyrir endurkomu Ronaldo, endurkomu sem í flækti málin töluvert fyrir Solskjær. „Allt í einu var ekki hægt að sitja aftarlega og beita skyndisóknum því Ronaldo varð að vera í byrjunarliðinu. Með frábæra miðju líkt og Ronaldo hafði hjá Real er hægt að bæta upp fyrir það að Ronaldo nennir – eða getur – ekki að pressa andstæðinga sína. Með Scott McTominay, Fred eða Nemanja Matic á miðri miðjunni verður það erfiðara,“ segir í grein Wilson á Guardian. „Þetta er rándýr leikmannahópur sem virðist skorta allt jafnvægi og hver sá sem tekur við þarf að þarf að horfast í augu við það. Það þarf að fá inn nýja leikmenn sem og að selja aðra. Af hverju var Paul Pogba ekki seldur meðan enn var hægt að fá aur fyrir hann? Af hverju eru Donny van de Beek, Eric Bailly, Juan Mata, Alex Telles og Diogo Dalot hjá félaginu fyrst þeir fá aldrei að spila? Að ógleymdu stærsta vandamálinu, Ronaldo.“ Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.EPA-EFE/Peter Powell Síðan Ronaldo færði sig um set frá Madríd til Torínó á Ítalíu hafa fjórir af þjálfurum hans fengið sparkið. Max Allegri, Maurizio Sarri, Andrea Pirlo og nú Ole Gunnar Solskjær. Wilson vill meina að það sé ekki tilviljun. „Hvernig kemur þú Ronaldo fyrir í nútímakerfi. Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll mörkin hans, að það er eflaust ekki hægt. Á meðan hann er hjá félaginu þá þarf þjálfarinn, sama hver það er, að bæta upp fyrir veru hans. Það vinnur gegn heildsteyptri hugmyndafræði en slík hugmyndafræði er nákvæmlega það sem Man United þarf. Með þennan leikmannahóp og þessa stjórn eru hins vegar litlar líkur á að það gerist í náinni framtíð,“ segir Wilson að endingu í grein sinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira