Forseti norska þingsins til rannsóknar hjá lögreglu og segir af sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 23:31 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og Eva Kristin Hansen, forseti norska þingsins á fundi í norska þinginu. Hansen hefur sagt af sér eftir að upp komst að hún hafði misnotað aðgang sinn að íbúð í eigu norska þingsins. Getty/Britta Pedersen Lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn í Noregi að beiðni ríkissaksóknara. Eva Kristin Hansen, forseti þingsins, hefur staðfest að hún sé þeirra á meðal og hefur sagt af sér. „Það hefur verið tilkynnt að lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn eftir umfjöllun fjölmiðla. Ég er ein af þeim,“ sagði Hansen í yfirlýsingu. „Ég tel það ekki boða gott að þingforseti sé starfandi á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Ég hef þess vegna rætt við formann flokksins míns og þingflokksformann og greint þeim frá því að ég ætli að stíga til hliðar sem forseti þingsins.“ Þetta staðfesti Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. „Ég veit að þetta mál er henni þungbært og að henni þykir fyrir þessu. Samt sem áður tel ég það rétt metið hjá henni að stíga til hliðar sem forseti þingsins,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við norska ríkisútvarpið. Lögreglan rannsakar þingmennina vegna meintrar misnotkunar á íbúðum í eigu þingsins. Norska þingið á 143 íbúðir í Osló sem þingmönnum, sem búa meira en fjörutíu kílómetra frá þinghúsinu, er heimilt að nota sem annað heimili á meðan á þingsetu stendur. Ástæða þess að Hansen er til skoðunar, og líklega hinir sex líka, er sú að Hansen á sjálf íbúð í Ski, rétt fyrir utan Osló. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að nota íbúð þingsins sem sitt annað heimili. Lögheimili Hansen var til ársins 2017 skráð í Þrándheimi, en hún er þingmaður þess svæðis. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn búa í þessum íbúðum ef lögheimili þeirra er meira en 40 km í burtu frá þinghúsinu. Fjölskyldumeðlimir þeirra mega svo að sjálfsögðu búa þar líka, svo lengi sem þingmaðurinn býr þar á sama tíma. Þingmaðurinn greiðir hvorki leigu á meðan hann býr þar né nokkur önnur útgjöld sem fylgja heimilishaldi, eins og fyrir rafmagn, vatn, hita eða net og sjónvarp. Að sögn Hansen lánaði hún kollega sínum úr þinginu íbúðina sína, þá sem er samt í eigu þingsins, vegna hjónabandsvandræða kollegans. Það er á skjön við reglur þingsins um íbúðirnar. Noregur Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
„Það hefur verið tilkynnt að lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn eftir umfjöllun fjölmiðla. Ég er ein af þeim,“ sagði Hansen í yfirlýsingu. „Ég tel það ekki boða gott að þingforseti sé starfandi á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Ég hef þess vegna rætt við formann flokksins míns og þingflokksformann og greint þeim frá því að ég ætli að stíga til hliðar sem forseti þingsins.“ Þetta staðfesti Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. „Ég veit að þetta mál er henni þungbært og að henni þykir fyrir þessu. Samt sem áður tel ég það rétt metið hjá henni að stíga til hliðar sem forseti þingsins,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við norska ríkisútvarpið. Lögreglan rannsakar þingmennina vegna meintrar misnotkunar á íbúðum í eigu þingsins. Norska þingið á 143 íbúðir í Osló sem þingmönnum, sem búa meira en fjörutíu kílómetra frá þinghúsinu, er heimilt að nota sem annað heimili á meðan á þingsetu stendur. Ástæða þess að Hansen er til skoðunar, og líklega hinir sex líka, er sú að Hansen á sjálf íbúð í Ski, rétt fyrir utan Osló. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að nota íbúð þingsins sem sitt annað heimili. Lögheimili Hansen var til ársins 2017 skráð í Þrándheimi, en hún er þingmaður þess svæðis. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn búa í þessum íbúðum ef lögheimili þeirra er meira en 40 km í burtu frá þinghúsinu. Fjölskyldumeðlimir þeirra mega svo að sjálfsögðu búa þar líka, svo lengi sem þingmaðurinn býr þar á sama tíma. Þingmaðurinn greiðir hvorki leigu á meðan hann býr þar né nokkur önnur útgjöld sem fylgja heimilishaldi, eins og fyrir rafmagn, vatn, hita eða net og sjónvarp. Að sögn Hansen lánaði hún kollega sínum úr þinginu íbúðina sína, þá sem er samt í eigu þingsins, vegna hjónabandsvandræða kollegans. Það er á skjön við reglur þingsins um íbúðirnar.
Noregur Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira