Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2021 23:13 Flóðin ollu gífurlegu tjóni í Bresku-Kólumbíu. AP/Jonathan Hayward Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi. Minnst einn er dáinn en fjölmargra er saknað og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC). Reuters fréttaveitan segir mögulegt að engar aðrar náttúruhamfarir hafi valdið eins kostnaðarsömu tjóni í sögu Kanada. Vatn er nú að hörfa en aðstæður er samt erfiðar fyrir björgunarsveitir og er takmarkað aðgengi að fjölda bæja í fylkinu. Neyðarástandi hefur veri lýst yfir og ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að koma íbúum til hjálpar og aðstoða við endurbyggingu. Verið er að kalla út hermenn og senda til aðstoðar við íbúa og á verkefni hersins að standa yfir í minnst 30 daga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 4 sem sýnir meðal annars bændur á sæsleðum koma kúm til bjargar í flóðunum. Skógareldar gera flóðin verri Í frétt CBC segir að umfangsmiklir skógareldar í Bresku-Kólumbíu að undanförnu eigi stóran þátt í flóðunum. Rigningin hefur verið gífurleg frá síðustu helgi og þá mikil á svæðum þar sem skógar- og gróðureldar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Sú jörð dregur í sig mun minna vatn en eðlilegt getur talist og þá sérstaklega í kjölfar þurrka, eins og hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Til marks um það bendir CBC á að í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þar sem miklir skógar- og gróðureldar hafa einnig logað, flæddi einnig mikið vegna sama óveðurs. Bob Freitag, sérfræðingur sem CBC ræddi við, segir að efni frá brunnum trjám sem eru að grotna niður skilji nokkurs konar vax-húð á jörðinni. Vatn renni á henni í stað þess að sökkva í jörðina og tekur með sér mjög mikið efni. Þannig myndist mikil og stórhættuleg flóð. Kanada Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Minnst einn er dáinn en fjölmargra er saknað og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC). Reuters fréttaveitan segir mögulegt að engar aðrar náttúruhamfarir hafi valdið eins kostnaðarsömu tjóni í sögu Kanada. Vatn er nú að hörfa en aðstæður er samt erfiðar fyrir björgunarsveitir og er takmarkað aðgengi að fjölda bæja í fylkinu. Neyðarástandi hefur veri lýst yfir og ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að koma íbúum til hjálpar og aðstoða við endurbyggingu. Verið er að kalla út hermenn og senda til aðstoðar við íbúa og á verkefni hersins að standa yfir í minnst 30 daga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 4 sem sýnir meðal annars bændur á sæsleðum koma kúm til bjargar í flóðunum. Skógareldar gera flóðin verri Í frétt CBC segir að umfangsmiklir skógareldar í Bresku-Kólumbíu að undanförnu eigi stóran þátt í flóðunum. Rigningin hefur verið gífurleg frá síðustu helgi og þá mikil á svæðum þar sem skógar- og gróðureldar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Sú jörð dregur í sig mun minna vatn en eðlilegt getur talist og þá sérstaklega í kjölfar þurrka, eins og hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Til marks um það bendir CBC á að í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þar sem miklir skógar- og gróðureldar hafa einnig logað, flæddi einnig mikið vegna sama óveðurs. Bob Freitag, sérfræðingur sem CBC ræddi við, segir að efni frá brunnum trjám sem eru að grotna niður skilji nokkurs konar vax-húð á jörðinni. Vatn renni á henni í stað þess að sökkva í jörðina og tekur með sér mjög mikið efni. Þannig myndist mikil og stórhættuleg flóð.
Kanada Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45