Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2021 23:13 Flóðin ollu gífurlegu tjóni í Bresku-Kólumbíu. AP/Jonathan Hayward Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi. Minnst einn er dáinn en fjölmargra er saknað og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC). Reuters fréttaveitan segir mögulegt að engar aðrar náttúruhamfarir hafi valdið eins kostnaðarsömu tjóni í sögu Kanada. Vatn er nú að hörfa en aðstæður er samt erfiðar fyrir björgunarsveitir og er takmarkað aðgengi að fjölda bæja í fylkinu. Neyðarástandi hefur veri lýst yfir og ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að koma íbúum til hjálpar og aðstoða við endurbyggingu. Verið er að kalla út hermenn og senda til aðstoðar við íbúa og á verkefni hersins að standa yfir í minnst 30 daga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 4 sem sýnir meðal annars bændur á sæsleðum koma kúm til bjargar í flóðunum. Skógareldar gera flóðin verri Í frétt CBC segir að umfangsmiklir skógareldar í Bresku-Kólumbíu að undanförnu eigi stóran þátt í flóðunum. Rigningin hefur verið gífurleg frá síðustu helgi og þá mikil á svæðum þar sem skógar- og gróðureldar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Sú jörð dregur í sig mun minna vatn en eðlilegt getur talist og þá sérstaklega í kjölfar þurrka, eins og hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Til marks um það bendir CBC á að í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þar sem miklir skógar- og gróðureldar hafa einnig logað, flæddi einnig mikið vegna sama óveðurs. Bob Freitag, sérfræðingur sem CBC ræddi við, segir að efni frá brunnum trjám sem eru að grotna niður skilji nokkurs konar vax-húð á jörðinni. Vatn renni á henni í stað þess að sökkva í jörðina og tekur með sér mjög mikið efni. Þannig myndist mikil og stórhættuleg flóð. Kanada Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Minnst einn er dáinn en fjölmargra er saknað og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC). Reuters fréttaveitan segir mögulegt að engar aðrar náttúruhamfarir hafi valdið eins kostnaðarsömu tjóni í sögu Kanada. Vatn er nú að hörfa en aðstæður er samt erfiðar fyrir björgunarsveitir og er takmarkað aðgengi að fjölda bæja í fylkinu. Neyðarástandi hefur veri lýst yfir og ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að koma íbúum til hjálpar og aðstoða við endurbyggingu. Verið er að kalla út hermenn og senda til aðstoðar við íbúa og á verkefni hersins að standa yfir í minnst 30 daga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 4 sem sýnir meðal annars bændur á sæsleðum koma kúm til bjargar í flóðunum. Skógareldar gera flóðin verri Í frétt CBC segir að umfangsmiklir skógareldar í Bresku-Kólumbíu að undanförnu eigi stóran þátt í flóðunum. Rigningin hefur verið gífurleg frá síðustu helgi og þá mikil á svæðum þar sem skógar- og gróðureldar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Sú jörð dregur í sig mun minna vatn en eðlilegt getur talist og þá sérstaklega í kjölfar þurrka, eins og hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Til marks um það bendir CBC á að í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þar sem miklir skógar- og gróðureldar hafa einnig logað, flæddi einnig mikið vegna sama óveðurs. Bob Freitag, sérfræðingur sem CBC ræddi við, segir að efni frá brunnum trjám sem eru að grotna niður skilji nokkurs konar vax-húð á jörðinni. Vatn renni á henni í stað þess að sökkva í jörðina og tekur með sér mjög mikið efni. Þannig myndist mikil og stórhættuleg flóð.
Kanada Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45