Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 07:00 Raquelita Rós Aguilar er forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Isavia og var á dögunum valin „Digital Leader of the Year“ á Nordic Women in Tech Awards í Kaupmannahöfn en sú hátíð er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð tæknikvenna á Norðurlöndunum. Raquelita sá lengi fyrir sér að framtíðin hennar myndi einkennast af lágum launum og jafnvel tveimur til þremur störfum í einu til að ná endum saman. En Raquelita hvetur konur til að láta hvorki áföll, bakgrunn né aldur stöðva sig í því að láta draumana rætast. Vísir/Vilhelm Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. Í stað þess að mæta spariklædd á Nordic Women in Tech Awards, sem er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð tæknikvenna á Norðurlöndunum, sat hún ein í sóttkví á Hótel Natura og fylgdist með hátíðinni á streymi. Þetta var að kvöldi 11.nóvember síðastliðinn, en Raquelita var ein fimm kvenna á Norðurlöndunum sem var tilnefnd til verðlauna í flokknum „Digital Leader of the Year.“ „Ég fékk svo senda rauðvínsflösku frá góðri vinkonu minni rétt áður en athöfnin byrjaði og átti að skála fyrir sjálfri mér, sama hver myndi vinna,“ segir Raquelita. En viðurkennir að þegar tilkynna átti um verðlaunahafann í hennar flokki, byrjaði hjartað að hamast ótt og títt. „Svo var nafnið mitt kallað og ég bjóst ekki við að ég yrði svona glöð því að mér þótti tilnefningin ein og sér meira en nóg. En núna, eftir að hafa unnið þá finnst mér það eiginlega skemmtilegra!“ Hamingjuóskum rigndi yfir hana og á hótelið fékk hún sent bæði súkkulaði og kampavín. „Ég er virkilega stolt af þessum árangri og vona að ég sé hvatning fyrir aðrar konur í tækni, og konur almennt. Minn árangur var ekki einu sinni draumur fyrir tíu til tólf árum síðan,“ segir hinn nýkrýndi verðlaunahafi. Starfsferill Raquelitu er framúrskarandi góður en einnig svo sannarlega saga sem getur hvatt konur á öllum aldri til að hræðast það ekki, að þreifa fyrir sér í hinum ört stækkandi tæknigeira. Hélt að láglaunastörf yrðu framtíðin Raquelita er fædd árið 1984. Faðir hennar var ættaður frá Filipseyjum en starfaði í bandaríska hernum sem þá var í Keflavík. Hann lést úr krabbameini þegar Raquelita var fimm ára gömul en foreldrar hennar höfðu þá þegar skilið og móðir hennar tekið saman við annan mann, sem Raquelita hefur æ síðan kallað pabba. Að vera á framabraut í tæknigeiranum þarf augljóslega enga tengingu við tæknilegt umhverfi í uppeldi eða æsku. Því Raquelita ólst upp á Suðureyri frá eins árs og þar til hún varð þrettán ára. „Pabbi er sjómaður og ég ólst upp við sjómannslíf, fjörulykt, krufningu marhnúta, náttúruna og frelsið,“ segir Raquelita um æskuna. Raquelita á eina eldri systur og einn eldri bróður og segir hún að systkinin hafi verið kannski þrjú af fimm einstaklingum á Suðureyri sem voru af erlendu bergi brotnar á þessum tíma. Að sögn Raquelitu hefur hún alla tíð alist upp við mikla ást og umhyggju, ekki síst af hálfu stórfjölskyldu stjúpföður síns. Fjölskyldan fluttist síðan til Hafnarfjarðar þar sem Raquelita kláraði grunnskóla. En ýmislegt fylgdi uppvextinum líka sem Raquelita segir að börn ættu hvorki að sjá né heyra. Sérstaklega á unglingsaldrinum. Að heiman flutti hún því 16 ára, ákveðin í að sjá um sig sjálf. Rétt fyrir þrítugt fékk Raquelita loks hvatningu sem hún hafði ekki kynnst áður. Ég hélt að framtíð mín yrði alltaf láglaunastarf, jafnvel eitt til þrjú störf í einu og að peningar yrðu alltaf vandamál fyrir mig því að ég ætti enga,“ segir Raquelita og bætir við: „Svo loks þegar ég var í kringum þrítugt þá fékk rétta hvatningu þar sem að kærastan mín, sem nú er eiginkona mín, og foreldrar hennar sögðu við mig að menntun væri máttur og að ég ætti ekki að sætta mig við hvað sem er. Gömul tugga ekki satt? En það hafði enginn sagt þetta við mig áður á svona einfaldan hátt þar sem að afsakanir komu ekki til greina.“ Raquelita ólst upp á Suðureyri til þrettán ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan í Hafnarfjörð. Raquelita segir æskuna hafa í senn einkennst af ást og kærleika en einnig hlutum sem börn eiga hvorki að sjá né heyra. Rétt undir þrítugt fékk Raquelita hvatningu sem hún hafði aldrei áður kynnst: Að menntun væri máttur og að hún gæti gert hvað sem er.Vísir/Vilhelm Byrjaði á því að skítfalla en svo…. Veturinn 2012 til 2013 ákvað Raquelita fyrir alvöru að hefja nám en til þess að geta það, þurfti hún að byrja í kvöldnámi í FS til að ná þeim einingafjölda sem til þurfti til að fá inngöngu í Háskólabrú Keilis. Raquelita ákvað að velja tölvunarfræðina án þess að hafa nokkra þekkingu á því sviði. En hún taldi námið praktískt og vænlegt til framtíðar. Byrjunin gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. „Eftir ömurlegt ár í HÍ þar sem að ég skítféll í hverju fagi á eftir öðru ákvað ég að segja mig úr náminu þar og fór yfir í HR í tölvunarfræði,“ segir Raquelita en bætir við: „Þar fann ég mig loksins og áhuginn á tækni, notendaupplifun, þarfagreiningu og mannlega þættinum í tölvunarfræði heillaði mig alltaf meir og meir.“ Raquelita viðurkennir að háskólanámið hafi tekið á. En að yfirstíga áskoranirnar gerði hana líka sterkari. Ég ákvað að hlaupa áfram eins og ég gæti og gera allt til að komast í háskólanám. Í þessum hlaupaham fann ég sjálfa mig og hversu öflug ég raunverulega væri. Og sama hversu oft ég skítféll í námi, eða átti erfitt með að læra þá fór þessi kraftur aldrei og jókst svo bara með árunum,“ segir Raquelita. Samhliða náminu, fékk Raquelita sitt fyrsta starf innan tæknigeirans, en það var að vera viðmótsprófari hjá Stokki Software. „Eftir að hafa unnið með námi fyrstu önnina mína hjá HR ákvað ég að færa mig meira út í fjarnám. Ástæðan var einfaldlega sú að ég vildi gefa starfsframanum mínum meira vægi en náminu enda var ég að fá ómetanlega reynslu hjá Stokki sem að ég fékk ekki úr náminu,“ segir Raquelita. Að uppgötva sína eigin styrkleika Að fara í nám var áskorun fyrir Raquelita, rétt að verða þrítug og að byggja upp fjölskyldu. Hún byrjaði á því að skítfalla en smátt og smátt óx henni ásmeginn því það að takast á við áskoranir gerða hana sterkari. Í fyrsta starfinu sínu í tæknigeiranum uppgötvaði Raquelita í hverju styrkleikarnir hennar liggja og eftir það þyrsti hana í að læra meira, geta meira og verða betri í dag en í gær.Vísir/Vilhelm Fljótlega vann Raquelita sig upp í það starf að vera gæða- og verkefnastjóri hjá Stokki og í því starfi segir Raquelita að hún hafi fljótt farið að átta sig á sínum eigin styrkleikum. „Skipulagni, yfirsýn, stýring teyma, vöruþróun, greiningarvinna, hópavinna, fá skilning fyrir þörfum og kröfum, notendaupplifun og notendahegðun. Loksins fann ég hvað ég væri góð í!“ Að upplifa styrkleika sína gerði það að verkum að Raquelita fór að þyrsta í að læra meira, vita meira, kunna meira og verða betri í dag en í gær. Árið 2018 gerðist Raquelita rekstrarstjóri hjá Stokki og útskrifaðist úr tölvunarfræðinni. Þá kom stóra tækifærið: „Mánuði eftir útskrift gáfu eigendur Stokks mér einstakt tækifæri sem ég mun alltaf vera þakklát fyrir. Þeir buðu mér starf framkvæmdastjóra sem ég þáði með gleði enda var Stokkur orðið eins og barnið mitt og mig langaði ekkert heitar en að gefa mig alla í að láta fyrirtækið blómstra og halda áfram að verða betri í mínu starfi.“ Stokkur var þó ekki eina „barnið“ að hugsa um því samhliða starfi og námi, var Raquelita líka að byggja upp heimili og fjölskyldu og að takast á við bæði gleði og sorg. Eiginkona Raquelitu er Birna Guðmundsdóttir, rannsóknarlögregla í kynferðisbrotum. Þær giftu sig árið 2014 en höfðu þá búið saman í sex ár. Raquelita og Birna eiga fjögur börn. Natan Ivik, sem Raquelita gekk með og er fæddur árið 2005. Nóa, sem Raquelita fæddi andvana árið 2015. Alex, sem Birna gekk með og er fæddur árið 2016. Karen, sem Birna gekk einnig með og er fædd árið 2020. Fyrsti vinnudagurinn: Leið eins og heima hjá sér Raquelita gegndi framkvæmdastjórastarfinu hjá Stokki í þrjú ár. Síðasta vor sá hún spennandi starf auglýst hjá Isavia: Forstöðumaður Stafrænnar þróunar. Þótt Raquelita væri ekki formlega í atvinnuleit, ákvað hún að sækja um, þó ekki væri nema til þess að sjá hvar hún stæði í atvinnulífinu. „Eftir fyrsta viðtalið hjá ISAVIA var ekki aftur snúið. Þetta er glæný staða, glæný deild og mér var boðið að koma og taka þátt í að breyta einu stærsta fyrirtæki á Íslandi og leiða stafræna þróun hjá ISAVIA,“ segir Raquelita þegar hún rifjar upp fiðringinn sem hún fann strax fyrir nýja starfinu. En eins og svo margir kannast við er eins og einhver efi nái svo oft að læðast að, þegar einhverjar breytingar eru í vændum. „Úff! Var ég tilbúin til að fara úr kraftmiklu og öruggu vinnuumhverfi sem ég var búin að sérhæfa mig í, frá fólkinu mínu, frá sýninni minni fyrir Stokk og færa mig yfir í mótað og íhaldsamt umhverfi?“ spurði Raquelita sjálfa sig. Satt best að segja hafði Raquelita áhyggjur að því að á stórum vinnustað eins og ISAVIA gæti ástríðan hennar fyrir stafrænum málum fjarað út. En eftir nokkrar vangaveltur áttaði Raquelita að fyrst og fremst snýst málið um að hafa trú á sjálfum sér, það er ekkert annað sem getur breytt manni úr ytra umhverfinu. Raquelita ákvað því að láta slag standa og viti menn: ISAVIA kom mér virkilega á óvart sem vinnustaður. Mikið af kraftmiklu fólki, nýjum hugmyndum, mikil leikgleði og vilji til að bæta sig. Hjá ISAVIA hef ég bara fundið fyrir miklum vilja og fögnuði yfir stafrænni þróun. Og þar finn ég líka fyrir almennu trausti og stuðningi frá öllum. Ekki síst frá forstjóra ISAVIA sem augljóslega ætlar sér langt með okkur,“ segir Raquelita og bætir við: „Á fyrsta deginum mínum hjá ISAVIA leið mér eins og heima hjá mér. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, opin, hreinskilin, jákvæð, lausnamiðuð, „creative” og hamingjusöm.“ Raquelita vann sig upp hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokkur og endaði þar sem framkvæmdastjóri. Í dag er hún forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA og segir þann vinnustað hreint út sagt frábæran. Raquelita er stolt af viðurkenningunni sem hún hlaut á dögunum á Nordic Women in Tech Awards og vonar að sagan hennar hvetji aðrar konur, óháð aldri, menntun eða fyrri störfum, til að hræðast ekki tæknigeirann. Hann hafi upp á svo margt að bjóða og mikilvægt sé fyrir þróun tækninnar að fleiri konur komi að borði.Vísir/Vilhelm Konur geta gert allt sem þær vilja! Fjórða iðnbyltingin og sjálfvirknivæðingin er á fullri ferð. Störf munu tapast en ný störf verða til. Raquelita segir konur alls ekki eiga að hræðast tæknigeirann. „Konur þurfa ekkert endilega að fara í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði ef þær vilja vinna í tæknigeiranum en ég myndi hvetja þær til að taka valnámskeiðin úr tölvunarfræði ef þær eru á annarri námsbraut,“ segir Raquelita og útskýrir að gott er að hafa grunnþekkingu í til dæmis þróun hugbúnaðar því það ferli nær allt frá því að greina þarfir, yfir í notendaupplifun, yfir í hönnun og loks forritun. Hún segir þó tölvunarfræðina ekki eina kostinn þegar fólk hefur áhuga á framtíðarstörfum í tæknigeiranum. Því tæknin þurfi fjölbreytileika og mismunandi sýn á hlutina til þess að geta þróast. „Það sem er mikilvægast af öllu er nefnilega mannlegi þátturinn. Tæknin á alltaf að koma síðast,“ segir Raquelita. Sem dæmi nefnir Raquelita starfið sitt hjá ISAVIA: „Í starfi mínu sem forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá ISAVIA er mesta áskorunin breytingastjórnun, fólkið og menningin. Tæknin og stafvæðing er í raun einfaldi parturinn af heildar ferlinu í stafrænni umbreytingu. Til að ég geti sinnt mínu starfi vel, fundið rétta hæfni í teymið, byggt upp stafræna þróun og gert eitthvað gagn þá þarf ég fyrst og fremst að skilja reksturinn, fólkið og þarfirnar. Ég þarf að skilja innviði fyrirtækisins, menninguna, vandamálin, ferlana og hvernig best er að nálgast hvern og einn. Þannig get ég tekið þátt í að greina ný tekjutækifæri og bestað ferla með réttri tæknilausn hverju sinni. Í svona starfi tel ég vera mikill kostur að hafa djúpa þekkingu af hugbúnaðarþróun og þannig haft skilning á hugsanlegum flækjustigum sem fylgir hverri einustu lausn sem er innleidd.“ Þannig segir Raquelita starfið sitt ekki bara byggja á tæknilausnum heldur líka verkefnastýringu, ferlagreiningu, notendaupplifun, viðskipta- og markaðsfræði, rekstur og stjórnun, sálfræði, leiðtogahæfni og mannlegum samskiptum. „Konur ættu því alls ekki að vera að spá í því hvort að tæknigeirinn sé karllægur eða eitthvað slíkt, það bara skiptir engu máli, karlar eru alls ekki góðir í öllu. Fjölbreytileiki og tækifærin í tækniheiminum fyrir konur eru gífurlega mikil og við þurfum að fá fleiri konur inn í tæknitengd nám, og sérstaklega í leiðtogastöður sem krefst þess að hafa fjölbreytta og einstaka hæfni,“ segir Raquelita. En hvers vegna er svona mikilvægt að fjölga konum í tæknigeiranum? Af hverju þurfum við fleiri konur í tækni spyr örugglega bara einhver sem er með hrútalykt,“ segir Raquelita og bætir við: „Vegna þess að tækniheimurinn er að breytast og kröfurnar eru þess eðlis að við þurfum að geta blandað saman stafrænum lausnum við mannlega þáttinn á snjallan hátt. Þess vegna þurfum við meiri fjölbreytileika inn í þessi störf og þann fjölbreytileika náum við að stórum hluta með konum.“ Raquelita hvetur konur til að hræðast ekki framtíð tækninnar. Heimurinn sé að breytast og kröfurnar breytist samhliða. Að hafa hugrekkið og kraftinn í það að ögra sjálfum sér er það sem hefur hjálpað Raquelita mest. Það er þessi kraftur sem hefur komið mér áfram síðustu sex árin í tækni og stafrænum málum og gefið mér tækifæri sem ég vissi ekki að væru til. Það er þessi kraftur sem segir mér að ég er bara rétt að byrja ferilinn minn og að ég mun bara verða betri með hverjum degi því að ég get alltaf bætt mig. Það er þessi kraftur sem ég ætla að nota til að sýna öðrum konum að þær geta haft hvaða bakgrunn sem er, verið á hvaða aldri sem er, lent í hvaða áföllum sem er, en það á ekkert að stoppa þær í að mennta sig eða sækjast eftir þeim störfum sem þeim langar. Akkúrat ekkert!“ Tækni Starfsframi Skóla - og menntamál Góðu ráðin Jafnréttismál Tengdar fréttir „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“ „Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct. 11. október 2021 07:00 Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20. september 2021 07:00 Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í stað þess að mæta spariklædd á Nordic Women in Tech Awards, sem er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð tæknikvenna á Norðurlöndunum, sat hún ein í sóttkví á Hótel Natura og fylgdist með hátíðinni á streymi. Þetta var að kvöldi 11.nóvember síðastliðinn, en Raquelita var ein fimm kvenna á Norðurlöndunum sem var tilnefnd til verðlauna í flokknum „Digital Leader of the Year.“ „Ég fékk svo senda rauðvínsflösku frá góðri vinkonu minni rétt áður en athöfnin byrjaði og átti að skála fyrir sjálfri mér, sama hver myndi vinna,“ segir Raquelita. En viðurkennir að þegar tilkynna átti um verðlaunahafann í hennar flokki, byrjaði hjartað að hamast ótt og títt. „Svo var nafnið mitt kallað og ég bjóst ekki við að ég yrði svona glöð því að mér þótti tilnefningin ein og sér meira en nóg. En núna, eftir að hafa unnið þá finnst mér það eiginlega skemmtilegra!“ Hamingjuóskum rigndi yfir hana og á hótelið fékk hún sent bæði súkkulaði og kampavín. „Ég er virkilega stolt af þessum árangri og vona að ég sé hvatning fyrir aðrar konur í tækni, og konur almennt. Minn árangur var ekki einu sinni draumur fyrir tíu til tólf árum síðan,“ segir hinn nýkrýndi verðlaunahafi. Starfsferill Raquelitu er framúrskarandi góður en einnig svo sannarlega saga sem getur hvatt konur á öllum aldri til að hræðast það ekki, að þreifa fyrir sér í hinum ört stækkandi tæknigeira. Hélt að láglaunastörf yrðu framtíðin Raquelita er fædd árið 1984. Faðir hennar var ættaður frá Filipseyjum en starfaði í bandaríska hernum sem þá var í Keflavík. Hann lést úr krabbameini þegar Raquelita var fimm ára gömul en foreldrar hennar höfðu þá þegar skilið og móðir hennar tekið saman við annan mann, sem Raquelita hefur æ síðan kallað pabba. Að vera á framabraut í tæknigeiranum þarf augljóslega enga tengingu við tæknilegt umhverfi í uppeldi eða æsku. Því Raquelita ólst upp á Suðureyri frá eins árs og þar til hún varð þrettán ára. „Pabbi er sjómaður og ég ólst upp við sjómannslíf, fjörulykt, krufningu marhnúta, náttúruna og frelsið,“ segir Raquelita um æskuna. Raquelita á eina eldri systur og einn eldri bróður og segir hún að systkinin hafi verið kannski þrjú af fimm einstaklingum á Suðureyri sem voru af erlendu bergi brotnar á þessum tíma. Að sögn Raquelitu hefur hún alla tíð alist upp við mikla ást og umhyggju, ekki síst af hálfu stórfjölskyldu stjúpföður síns. Fjölskyldan fluttist síðan til Hafnarfjarðar þar sem Raquelita kláraði grunnskóla. En ýmislegt fylgdi uppvextinum líka sem Raquelita segir að börn ættu hvorki að sjá né heyra. Sérstaklega á unglingsaldrinum. Að heiman flutti hún því 16 ára, ákveðin í að sjá um sig sjálf. Rétt fyrir þrítugt fékk Raquelita loks hvatningu sem hún hafði ekki kynnst áður. Ég hélt að framtíð mín yrði alltaf láglaunastarf, jafnvel eitt til þrjú störf í einu og að peningar yrðu alltaf vandamál fyrir mig því að ég ætti enga,“ segir Raquelita og bætir við: „Svo loks þegar ég var í kringum þrítugt þá fékk rétta hvatningu þar sem að kærastan mín, sem nú er eiginkona mín, og foreldrar hennar sögðu við mig að menntun væri máttur og að ég ætti ekki að sætta mig við hvað sem er. Gömul tugga ekki satt? En það hafði enginn sagt þetta við mig áður á svona einfaldan hátt þar sem að afsakanir komu ekki til greina.“ Raquelita ólst upp á Suðureyri til þrettán ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan í Hafnarfjörð. Raquelita segir æskuna hafa í senn einkennst af ást og kærleika en einnig hlutum sem börn eiga hvorki að sjá né heyra. Rétt undir þrítugt fékk Raquelita hvatningu sem hún hafði aldrei áður kynnst: Að menntun væri máttur og að hún gæti gert hvað sem er.Vísir/Vilhelm Byrjaði á því að skítfalla en svo…. Veturinn 2012 til 2013 ákvað Raquelita fyrir alvöru að hefja nám en til þess að geta það, þurfti hún að byrja í kvöldnámi í FS til að ná þeim einingafjölda sem til þurfti til að fá inngöngu í Háskólabrú Keilis. Raquelita ákvað að velja tölvunarfræðina án þess að hafa nokkra þekkingu á því sviði. En hún taldi námið praktískt og vænlegt til framtíðar. Byrjunin gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. „Eftir ömurlegt ár í HÍ þar sem að ég skítféll í hverju fagi á eftir öðru ákvað ég að segja mig úr náminu þar og fór yfir í HR í tölvunarfræði,“ segir Raquelita en bætir við: „Þar fann ég mig loksins og áhuginn á tækni, notendaupplifun, þarfagreiningu og mannlega þættinum í tölvunarfræði heillaði mig alltaf meir og meir.“ Raquelita viðurkennir að háskólanámið hafi tekið á. En að yfirstíga áskoranirnar gerði hana líka sterkari. Ég ákvað að hlaupa áfram eins og ég gæti og gera allt til að komast í háskólanám. Í þessum hlaupaham fann ég sjálfa mig og hversu öflug ég raunverulega væri. Og sama hversu oft ég skítféll í námi, eða átti erfitt með að læra þá fór þessi kraftur aldrei og jókst svo bara með árunum,“ segir Raquelita. Samhliða náminu, fékk Raquelita sitt fyrsta starf innan tæknigeirans, en það var að vera viðmótsprófari hjá Stokki Software. „Eftir að hafa unnið með námi fyrstu önnina mína hjá HR ákvað ég að færa mig meira út í fjarnám. Ástæðan var einfaldlega sú að ég vildi gefa starfsframanum mínum meira vægi en náminu enda var ég að fá ómetanlega reynslu hjá Stokki sem að ég fékk ekki úr náminu,“ segir Raquelita. Að uppgötva sína eigin styrkleika Að fara í nám var áskorun fyrir Raquelita, rétt að verða þrítug og að byggja upp fjölskyldu. Hún byrjaði á því að skítfalla en smátt og smátt óx henni ásmeginn því það að takast á við áskoranir gerða hana sterkari. Í fyrsta starfinu sínu í tæknigeiranum uppgötvaði Raquelita í hverju styrkleikarnir hennar liggja og eftir það þyrsti hana í að læra meira, geta meira og verða betri í dag en í gær.Vísir/Vilhelm Fljótlega vann Raquelita sig upp í það starf að vera gæða- og verkefnastjóri hjá Stokki og í því starfi segir Raquelita að hún hafi fljótt farið að átta sig á sínum eigin styrkleikum. „Skipulagni, yfirsýn, stýring teyma, vöruþróun, greiningarvinna, hópavinna, fá skilning fyrir þörfum og kröfum, notendaupplifun og notendahegðun. Loksins fann ég hvað ég væri góð í!“ Að upplifa styrkleika sína gerði það að verkum að Raquelita fór að þyrsta í að læra meira, vita meira, kunna meira og verða betri í dag en í gær. Árið 2018 gerðist Raquelita rekstrarstjóri hjá Stokki og útskrifaðist úr tölvunarfræðinni. Þá kom stóra tækifærið: „Mánuði eftir útskrift gáfu eigendur Stokks mér einstakt tækifæri sem ég mun alltaf vera þakklát fyrir. Þeir buðu mér starf framkvæmdastjóra sem ég þáði með gleði enda var Stokkur orðið eins og barnið mitt og mig langaði ekkert heitar en að gefa mig alla í að láta fyrirtækið blómstra og halda áfram að verða betri í mínu starfi.“ Stokkur var þó ekki eina „barnið“ að hugsa um því samhliða starfi og námi, var Raquelita líka að byggja upp heimili og fjölskyldu og að takast á við bæði gleði og sorg. Eiginkona Raquelitu er Birna Guðmundsdóttir, rannsóknarlögregla í kynferðisbrotum. Þær giftu sig árið 2014 en höfðu þá búið saman í sex ár. Raquelita og Birna eiga fjögur börn. Natan Ivik, sem Raquelita gekk með og er fæddur árið 2005. Nóa, sem Raquelita fæddi andvana árið 2015. Alex, sem Birna gekk með og er fæddur árið 2016. Karen, sem Birna gekk einnig með og er fædd árið 2020. Fyrsti vinnudagurinn: Leið eins og heima hjá sér Raquelita gegndi framkvæmdastjórastarfinu hjá Stokki í þrjú ár. Síðasta vor sá hún spennandi starf auglýst hjá Isavia: Forstöðumaður Stafrænnar þróunar. Þótt Raquelita væri ekki formlega í atvinnuleit, ákvað hún að sækja um, þó ekki væri nema til þess að sjá hvar hún stæði í atvinnulífinu. „Eftir fyrsta viðtalið hjá ISAVIA var ekki aftur snúið. Þetta er glæný staða, glæný deild og mér var boðið að koma og taka þátt í að breyta einu stærsta fyrirtæki á Íslandi og leiða stafræna þróun hjá ISAVIA,“ segir Raquelita þegar hún rifjar upp fiðringinn sem hún fann strax fyrir nýja starfinu. En eins og svo margir kannast við er eins og einhver efi nái svo oft að læðast að, þegar einhverjar breytingar eru í vændum. „Úff! Var ég tilbúin til að fara úr kraftmiklu og öruggu vinnuumhverfi sem ég var búin að sérhæfa mig í, frá fólkinu mínu, frá sýninni minni fyrir Stokk og færa mig yfir í mótað og íhaldsamt umhverfi?“ spurði Raquelita sjálfa sig. Satt best að segja hafði Raquelita áhyggjur að því að á stórum vinnustað eins og ISAVIA gæti ástríðan hennar fyrir stafrænum málum fjarað út. En eftir nokkrar vangaveltur áttaði Raquelita að fyrst og fremst snýst málið um að hafa trú á sjálfum sér, það er ekkert annað sem getur breytt manni úr ytra umhverfinu. Raquelita ákvað því að láta slag standa og viti menn: ISAVIA kom mér virkilega á óvart sem vinnustaður. Mikið af kraftmiklu fólki, nýjum hugmyndum, mikil leikgleði og vilji til að bæta sig. Hjá ISAVIA hef ég bara fundið fyrir miklum vilja og fögnuði yfir stafrænni þróun. Og þar finn ég líka fyrir almennu trausti og stuðningi frá öllum. Ekki síst frá forstjóra ISAVIA sem augljóslega ætlar sér langt með okkur,“ segir Raquelita og bætir við: „Á fyrsta deginum mínum hjá ISAVIA leið mér eins og heima hjá mér. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, opin, hreinskilin, jákvæð, lausnamiðuð, „creative” og hamingjusöm.“ Raquelita vann sig upp hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokkur og endaði þar sem framkvæmdastjóri. Í dag er hún forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA og segir þann vinnustað hreint út sagt frábæran. Raquelita er stolt af viðurkenningunni sem hún hlaut á dögunum á Nordic Women in Tech Awards og vonar að sagan hennar hvetji aðrar konur, óháð aldri, menntun eða fyrri störfum, til að hræðast ekki tæknigeirann. Hann hafi upp á svo margt að bjóða og mikilvægt sé fyrir þróun tækninnar að fleiri konur komi að borði.Vísir/Vilhelm Konur geta gert allt sem þær vilja! Fjórða iðnbyltingin og sjálfvirknivæðingin er á fullri ferð. Störf munu tapast en ný störf verða til. Raquelita segir konur alls ekki eiga að hræðast tæknigeirann. „Konur þurfa ekkert endilega að fara í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði ef þær vilja vinna í tæknigeiranum en ég myndi hvetja þær til að taka valnámskeiðin úr tölvunarfræði ef þær eru á annarri námsbraut,“ segir Raquelita og útskýrir að gott er að hafa grunnþekkingu í til dæmis þróun hugbúnaðar því það ferli nær allt frá því að greina þarfir, yfir í notendaupplifun, yfir í hönnun og loks forritun. Hún segir þó tölvunarfræðina ekki eina kostinn þegar fólk hefur áhuga á framtíðarstörfum í tæknigeiranum. Því tæknin þurfi fjölbreytileika og mismunandi sýn á hlutina til þess að geta þróast. „Það sem er mikilvægast af öllu er nefnilega mannlegi þátturinn. Tæknin á alltaf að koma síðast,“ segir Raquelita. Sem dæmi nefnir Raquelita starfið sitt hjá ISAVIA: „Í starfi mínu sem forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá ISAVIA er mesta áskorunin breytingastjórnun, fólkið og menningin. Tæknin og stafvæðing er í raun einfaldi parturinn af heildar ferlinu í stafrænni umbreytingu. Til að ég geti sinnt mínu starfi vel, fundið rétta hæfni í teymið, byggt upp stafræna þróun og gert eitthvað gagn þá þarf ég fyrst og fremst að skilja reksturinn, fólkið og þarfirnar. Ég þarf að skilja innviði fyrirtækisins, menninguna, vandamálin, ferlana og hvernig best er að nálgast hvern og einn. Þannig get ég tekið þátt í að greina ný tekjutækifæri og bestað ferla með réttri tæknilausn hverju sinni. Í svona starfi tel ég vera mikill kostur að hafa djúpa þekkingu af hugbúnaðarþróun og þannig haft skilning á hugsanlegum flækjustigum sem fylgir hverri einustu lausn sem er innleidd.“ Þannig segir Raquelita starfið sitt ekki bara byggja á tæknilausnum heldur líka verkefnastýringu, ferlagreiningu, notendaupplifun, viðskipta- og markaðsfræði, rekstur og stjórnun, sálfræði, leiðtogahæfni og mannlegum samskiptum. „Konur ættu því alls ekki að vera að spá í því hvort að tæknigeirinn sé karllægur eða eitthvað slíkt, það bara skiptir engu máli, karlar eru alls ekki góðir í öllu. Fjölbreytileiki og tækifærin í tækniheiminum fyrir konur eru gífurlega mikil og við þurfum að fá fleiri konur inn í tæknitengd nám, og sérstaklega í leiðtogastöður sem krefst þess að hafa fjölbreytta og einstaka hæfni,“ segir Raquelita. En hvers vegna er svona mikilvægt að fjölga konum í tæknigeiranum? Af hverju þurfum við fleiri konur í tækni spyr örugglega bara einhver sem er með hrútalykt,“ segir Raquelita og bætir við: „Vegna þess að tækniheimurinn er að breytast og kröfurnar eru þess eðlis að við þurfum að geta blandað saman stafrænum lausnum við mannlega þáttinn á snjallan hátt. Þess vegna þurfum við meiri fjölbreytileika inn í þessi störf og þann fjölbreytileika náum við að stórum hluta með konum.“ Raquelita hvetur konur til að hræðast ekki framtíð tækninnar. Heimurinn sé að breytast og kröfurnar breytist samhliða. Að hafa hugrekkið og kraftinn í það að ögra sjálfum sér er það sem hefur hjálpað Raquelita mest. Það er þessi kraftur sem hefur komið mér áfram síðustu sex árin í tækni og stafrænum málum og gefið mér tækifæri sem ég vissi ekki að væru til. Það er þessi kraftur sem segir mér að ég er bara rétt að byrja ferilinn minn og að ég mun bara verða betri með hverjum degi því að ég get alltaf bætt mig. Það er þessi kraftur sem ég ætla að nota til að sýna öðrum konum að þær geta haft hvaða bakgrunn sem er, verið á hvaða aldri sem er, lent í hvaða áföllum sem er, en það á ekkert að stoppa þær í að mennta sig eða sækjast eftir þeim störfum sem þeim langar. Akkúrat ekkert!“
Tækni Starfsframi Skóla - og menntamál Góðu ráðin Jafnréttismál Tengdar fréttir „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“ „Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct. 11. október 2021 07:00 Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20. september 2021 07:00 Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00
Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00
Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“ „Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct. 11. október 2021 07:00
Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20. september 2021 07:00
Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00