Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Breiðablik 110-105 | Langþráður sigur Njarðvíkinga Atli Arason skrifar 18. nóvember 2021 20:04 Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar unnu í fyrsta skipti í tæpan mánuð er liðið tók á móti nýliðum Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 110-105. Njarðvíkingar voru skrefi á undan í upphafi leiks. Richotti setti snemma tvo þrista og Fotios fékk að bæta við tveimur sniðskotum og heimamenn leiddu 10-7 þegar þrjár mínútur voru liðnar. Mest komst Njarðvík í 5 stiga forystu og það þrisvar í fyrsta leikhluta þangað til að fjórðungurinn var hálfnaður, en þá vöknuðu gestirnir. Með ofboðslega hröðum sóknarleik og skyndisóknum trekk í trekk náðu Blikar forystunni þegar Hilmar Pétursson setur þrist úr horninu, 18-20. Bilic stelur boltanum strax í næstu sókn og nær að bæta í forystu gestanna með auðveldu sniðskoti. Breiðablik gaf þetta forskot ekki eftir það sem eftir lifði fyrsta fjórðungnum sem þeir unnu að lokum með 6 stigum 25-31. Blikar byrja svo annan leikhluta af krafti en þeir komast í 10 stiga forskot með því að skora fyrstu 4 stig leikhlutans þökk sé Everage Lee Richardson. Það var mesta forysta sem Breiðablik hafði í þessum leik. Þeir héldu þessari forystu nokkuð þétt þangað til um miðbik annars leikhluta þegar Njarðvík nær 9-0 kafla. Maciej Baginski kastar þá niður þrist til að minnka muninn niður í 1 stig, 38-39. Leikurinn hélst nokkuð jafn næstu mínúturnar en Fotios Lampropoulos nær að jafna leikinn í 45-45 þegar 4 og hálf mínúta er eftir af öðrum leikhluta. Blikar voru þó betri það sem eftir lifði af leikhlutanum og vinna hann að lokum með einu stigi, 31-32 en Árni Elmar, leikmaður Breiðabliks, átti flotta innkomu af bekknum og skorar sex af síðustu átta stigum Blika í leikhlutanum. Blikar fóru því inn til búningsherbergja í hálfleik með sjö stiga forystu, 56-63. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur sagt einhver vel valin orð við sína menn í hálfleiknum því það var allt annað lið sem kom út í þriðja leikhluta. Varnarleikur Njarðvíkur fór þá að virka vel gegn hröðum sóknarleik Breiðabliks og Njarðvík komst í fyrsta skipti yfir í leiknum frá því í byrjun leiks, í stöðunni 69-67. Hilmar Pétursson setti þrist í næstu sókn Blika en eftir það hættu Blikar að hitta á körfuna. Njarðvík tók 15-0 kafla sem sennilega lagði grunnin af sigri þeirra í kvöld, því allt í einu var staðan orðinn 84-70 fyrir Njarðvík og þrjár mínútur eftir af leikhlutanum. Gestirnir náðu aðeins að laga stöðuna það sem eftir lifði af þriðja fjórðung sem Njarðvík vann þó 30-17. Staðan fyrir loka leikhlutan var því 86-80 í þessum hraða körfuboltaleik. Síðasti leikhluti var jafn og spennandi. Framan af voru Njarðvíkingar með yfirhöndina og héldu forskoti sínu sem var þó ógnað þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá minnkar Sinisa Bilic muninn niður í tvö stig, 102-100. Þegar 20 sekúndur voru eftir var munurinn enn þá tvö stig en Bilic fær þá dæmda á sig klaufalega óíþróttamannslega villu sem sendir Dedrick Basile á vítalínuna og hann gerir enginn mistök og setur bæði vítin sín niður. Njarðvík heldur boltanum og Blikar neyðast til að brjóta aftur á Basile sem setur annað vítaskot sitt niður og lokar þar með leiknum, 110-105. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík tapaði öllum leikhlutunum í kvöld nema þeim þriðja. 15-0 áhlaup þeirra í þriðja leikhluta þar sem varnarleikurinn þeirra náði að loka á öflugan sóknarleik Blika gerði gæfumuninn í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Super Mario Matasovic var frábær í kvöld með 23 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar sem skilaði honum alls 31 framlagspunktum. Sinisa Bilic var stigahæstur hjá Breiðablik með 21 stig, ásamt 6 fráköstum og 3 stoðsendingum. Hvað gerist næst? Fram undan er hlé á deildinni vegna landsleikja. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Vestra þann 3. desember á meðan Breiðablik spilar við Þór AK degi síðar. „Við þurfum kannski smá frí“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.mynd/breiðablik Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var ósáttur við fimmta tapleikinn í röð en aftur tapar Breiðablik í annars mjög jöfnum leik. „Þetta var frekar súrt tap. Við vorum að berjast fyrir því að komast inn í leikinn aftur og sýndum hörku baráttu og karakter. Það er leiðinlegt að tapa ekki með minni mun,“ sagði Pétur í viðtali við Vísi eftir leik. Pétur var ósáttur við nokkra dóma í kvöld en umfram það þá segir Pétur að Blikar hafi tapað leiknum vegna skotnýtingar sem honum fannst ekki nógu góð. „Við skjótum á körfuna en hann fer ekki ofan í. Það er ekki flóknara en það. Svo skora þeir hinu megin. Það voru svo stórir dómar hérna undir lokin sem höfðu mikil áhrif á leikinn en þeir voru ekki alveg að hjálpa okkur,“ svaraði Pétur, aðspurður að því hvers vegna Breiðablik tapaði í kvöld áður en hann bætti við, „það var óíþróttamannsleg villa og nokkrir ruðnings dómar og svo voru líka engir dómar, þar sem við erum að gera eitthvað og fáum ekki neitt dæmt með okkur. Við getum samt ekki stjórnað dómurunum. Þeir sjá um þau mál. Við þurfum bara að vera aggresívir og gera þetta áfram.“ Fram undan er stutt hlé á deildinni sem Pétur telur kærkomið fyrir liðið sitt til að koma endurnærðir inn í næsta leik gegn Þór Akureyri. „Við erum með leikmenn í eldri kantinum og við þurfum kannski smá frí. Við þurfum aðeins að hlaða batteríin og koma tilbúnir í næstu baráttu. Það þýðir ekkert að gefast upp. Við erum búnir að vera inn í leikjum gegn hörku liðum og vonandi förum við að klára þessa leiki þegar sólin fer að lækka á lofti,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks. „Það er eitt að tala og annað að framkvæma“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Skjáskot Benedikt Guðmundsson , þjálfari Njarðvíkur, var feginn að ná í sigur eftir þrjá tapleiki í röð. „Mér líður nokkuð vel. Það er gott að vinna aftur en þetta var erfiður leikur. Þó svo að við höfum verið með forskot, einhver 15 stig, þá eru þau fljót að fara gegn Blikum. Þeir voru að henda allskonar skotum niður og náðu að minnka þetta niður í tvö stig. Við náðum að klára þetta í lokin, sem betur fer,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. Fyrir leik sagði Benedikt að sínir menn yrðu að stöðva hraðan sóknarleik Breiðabliks sem gekk þó ekki nógu vel eftir lengst af leiknum að þriðja leikhluta undanskildum. „Það er eitt að tala og annað að framkvæma. Mér fannst við geta framkvæmt það [stöðva skyndisóknir Breiðabliks] aðeins betur, ásamt ýmsu öðru. Eins ánægður og ég er með sigurinn þá er ég ósáttur með mjög margt sem ég lagði upp með fyrir leik sem við vorum ekki að framkvæma.“ „Til dæmis pikk og ról vörnin, við lögðum upp með að skipta á 'screen-um' þar og mér finnst við ekki gera það nægilega vel. Sem betur fer kom það ekki að sök en við þurfum að laga þetta.“ Njarðvíkingar ætla sér að nýta landsleikjahléið vel í að vinna í sínum leik. „Liðin eru að bæta sinn leik allan veturinn. Það væri nokkuð skrítið ef allt væri bara fullkomið hjá okkur en þá værum við ekkert að æfa og mættum bara í leikina. Auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að laga og við munum klárlega vinna í því þegar landsleikjahléið byrjar strax á morgun,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild karla UMF Njarðvík Breiðablik
Njarðvíkingar unnu í fyrsta skipti í tæpan mánuð er liðið tók á móti nýliðum Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 110-105. Njarðvíkingar voru skrefi á undan í upphafi leiks. Richotti setti snemma tvo þrista og Fotios fékk að bæta við tveimur sniðskotum og heimamenn leiddu 10-7 þegar þrjár mínútur voru liðnar. Mest komst Njarðvík í 5 stiga forystu og það þrisvar í fyrsta leikhluta þangað til að fjórðungurinn var hálfnaður, en þá vöknuðu gestirnir. Með ofboðslega hröðum sóknarleik og skyndisóknum trekk í trekk náðu Blikar forystunni þegar Hilmar Pétursson setur þrist úr horninu, 18-20. Bilic stelur boltanum strax í næstu sókn og nær að bæta í forystu gestanna með auðveldu sniðskoti. Breiðablik gaf þetta forskot ekki eftir það sem eftir lifði fyrsta fjórðungnum sem þeir unnu að lokum með 6 stigum 25-31. Blikar byrja svo annan leikhluta af krafti en þeir komast í 10 stiga forskot með því að skora fyrstu 4 stig leikhlutans þökk sé Everage Lee Richardson. Það var mesta forysta sem Breiðablik hafði í þessum leik. Þeir héldu þessari forystu nokkuð þétt þangað til um miðbik annars leikhluta þegar Njarðvík nær 9-0 kafla. Maciej Baginski kastar þá niður þrist til að minnka muninn niður í 1 stig, 38-39. Leikurinn hélst nokkuð jafn næstu mínúturnar en Fotios Lampropoulos nær að jafna leikinn í 45-45 þegar 4 og hálf mínúta er eftir af öðrum leikhluta. Blikar voru þó betri það sem eftir lifði af leikhlutanum og vinna hann að lokum með einu stigi, 31-32 en Árni Elmar, leikmaður Breiðabliks, átti flotta innkomu af bekknum og skorar sex af síðustu átta stigum Blika í leikhlutanum. Blikar fóru því inn til búningsherbergja í hálfleik með sjö stiga forystu, 56-63. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur sagt einhver vel valin orð við sína menn í hálfleiknum því það var allt annað lið sem kom út í þriðja leikhluta. Varnarleikur Njarðvíkur fór þá að virka vel gegn hröðum sóknarleik Breiðabliks og Njarðvík komst í fyrsta skipti yfir í leiknum frá því í byrjun leiks, í stöðunni 69-67. Hilmar Pétursson setti þrist í næstu sókn Blika en eftir það hættu Blikar að hitta á körfuna. Njarðvík tók 15-0 kafla sem sennilega lagði grunnin af sigri þeirra í kvöld, því allt í einu var staðan orðinn 84-70 fyrir Njarðvík og þrjár mínútur eftir af leikhlutanum. Gestirnir náðu aðeins að laga stöðuna það sem eftir lifði af þriðja fjórðung sem Njarðvík vann þó 30-17. Staðan fyrir loka leikhlutan var því 86-80 í þessum hraða körfuboltaleik. Síðasti leikhluti var jafn og spennandi. Framan af voru Njarðvíkingar með yfirhöndina og héldu forskoti sínu sem var þó ógnað þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá minnkar Sinisa Bilic muninn niður í tvö stig, 102-100. Þegar 20 sekúndur voru eftir var munurinn enn þá tvö stig en Bilic fær þá dæmda á sig klaufalega óíþróttamannslega villu sem sendir Dedrick Basile á vítalínuna og hann gerir enginn mistök og setur bæði vítin sín niður. Njarðvík heldur boltanum og Blikar neyðast til að brjóta aftur á Basile sem setur annað vítaskot sitt niður og lokar þar með leiknum, 110-105. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík tapaði öllum leikhlutunum í kvöld nema þeim þriðja. 15-0 áhlaup þeirra í þriðja leikhluta þar sem varnarleikurinn þeirra náði að loka á öflugan sóknarleik Blika gerði gæfumuninn í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Super Mario Matasovic var frábær í kvöld með 23 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar sem skilaði honum alls 31 framlagspunktum. Sinisa Bilic var stigahæstur hjá Breiðablik með 21 stig, ásamt 6 fráköstum og 3 stoðsendingum. Hvað gerist næst? Fram undan er hlé á deildinni vegna landsleikja. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Vestra þann 3. desember á meðan Breiðablik spilar við Þór AK degi síðar. „Við þurfum kannski smá frí“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.mynd/breiðablik Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var ósáttur við fimmta tapleikinn í röð en aftur tapar Breiðablik í annars mjög jöfnum leik. „Þetta var frekar súrt tap. Við vorum að berjast fyrir því að komast inn í leikinn aftur og sýndum hörku baráttu og karakter. Það er leiðinlegt að tapa ekki með minni mun,“ sagði Pétur í viðtali við Vísi eftir leik. Pétur var ósáttur við nokkra dóma í kvöld en umfram það þá segir Pétur að Blikar hafi tapað leiknum vegna skotnýtingar sem honum fannst ekki nógu góð. „Við skjótum á körfuna en hann fer ekki ofan í. Það er ekki flóknara en það. Svo skora þeir hinu megin. Það voru svo stórir dómar hérna undir lokin sem höfðu mikil áhrif á leikinn en þeir voru ekki alveg að hjálpa okkur,“ svaraði Pétur, aðspurður að því hvers vegna Breiðablik tapaði í kvöld áður en hann bætti við, „það var óíþróttamannsleg villa og nokkrir ruðnings dómar og svo voru líka engir dómar, þar sem við erum að gera eitthvað og fáum ekki neitt dæmt með okkur. Við getum samt ekki stjórnað dómurunum. Þeir sjá um þau mál. Við þurfum bara að vera aggresívir og gera þetta áfram.“ Fram undan er stutt hlé á deildinni sem Pétur telur kærkomið fyrir liðið sitt til að koma endurnærðir inn í næsta leik gegn Þór Akureyri. „Við erum með leikmenn í eldri kantinum og við þurfum kannski smá frí. Við þurfum aðeins að hlaða batteríin og koma tilbúnir í næstu baráttu. Það þýðir ekkert að gefast upp. Við erum búnir að vera inn í leikjum gegn hörku liðum og vonandi förum við að klára þessa leiki þegar sólin fer að lækka á lofti,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks. „Það er eitt að tala og annað að framkvæma“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Skjáskot Benedikt Guðmundsson , þjálfari Njarðvíkur, var feginn að ná í sigur eftir þrjá tapleiki í röð. „Mér líður nokkuð vel. Það er gott að vinna aftur en þetta var erfiður leikur. Þó svo að við höfum verið með forskot, einhver 15 stig, þá eru þau fljót að fara gegn Blikum. Þeir voru að henda allskonar skotum niður og náðu að minnka þetta niður í tvö stig. Við náðum að klára þetta í lokin, sem betur fer,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. Fyrir leik sagði Benedikt að sínir menn yrðu að stöðva hraðan sóknarleik Breiðabliks sem gekk þó ekki nógu vel eftir lengst af leiknum að þriðja leikhluta undanskildum. „Það er eitt að tala og annað að framkvæma. Mér fannst við geta framkvæmt það [stöðva skyndisóknir Breiðabliks] aðeins betur, ásamt ýmsu öðru. Eins ánægður og ég er með sigurinn þá er ég ósáttur með mjög margt sem ég lagði upp með fyrir leik sem við vorum ekki að framkvæma.“ „Til dæmis pikk og ról vörnin, við lögðum upp með að skipta á 'screen-um' þar og mér finnst við ekki gera það nægilega vel. Sem betur fer kom það ekki að sök en við þurfum að laga þetta.“ Njarðvíkingar ætla sér að nýta landsleikjahléið vel í að vinna í sínum leik. „Liðin eru að bæta sinn leik allan veturinn. Það væri nokkuð skrítið ef allt væri bara fullkomið hjá okkur en þá værum við ekkert að æfa og mættum bara í leikina. Auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að laga og við munum klárlega vinna í því þegar landsleikjahléið byrjar strax á morgun,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“