Glódís Perla kom inn af bekknum er Bayern lagði Lyon | Ekkert vesen á Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 22:05 Leikmenn Bayern fagna sigrinum að leik loknum. Sven Hoppe/Getty Images Bayern München vann 1-0 sigur á Lyon í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern undir lok leiks. Þá vann Arsenal 3-0 sigur á HB Köge. Stórleikur dagsins í Meistaradeild Evrópu var viðureign Bayern München og Lyon. Gestirnir völtuðu fyrir París Saint-Germain um helgina og höfðu unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni fram að leik kvöldsins. Leikur kvöldsins var stál í stál og lítið um opin marktækifæri. Bayern hafði engan áhuga á að gefa mörg færi á sér og spilaði skipulagðan varnarleik frá upphafi til enda. Til að mynda komst Ada Hegerberg – norska markamaskínan í liði Lyon – ekkert áleiðis í kvöld en hún var að byrja sinn fyrsta leik í hartnær eitt og hálft ár. Staðan var því markalaus í hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks komust Bæjarar yfir. Laura Benkarth varið meistaralega í marki Bayern um miðbik síðari hálfleiks og skömmu síðar komust heimakonur yfir. Cascarino sold the cameraman but there's no fooling Benkarth https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/Re3asMFFZe— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Saki Kumagai, fyrrum leikmaður Lyon, skallaði þá hornspyrnu Carolin Simon í netið og kom Bayern 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins þó Lyon hafi sótt í sig veðrið undir lok leiks. Besta færi gestanna kom þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. SAKI KUMAGAI SCORES AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/cC4SuIAsqh— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Allt kom þó fyrir ekki og Bayern varð fyrsta liðið til að leggja Lyon á leiktíðinni. Eins og svo oft áður var það fast leikatriði sem sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi þegar stórlið á borð við Bayern og Lyon mætast. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern til að múra fyrir markið þegar tíu mínútur lifðu leiks. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum. HEART-IN-MOUTH MOMENT https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/iPjnUtWzwo— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Lyon er sem fyrr á toppi D-riðils með níu stig á meðan Bayern er í 2. sæti með sjö stig. Þar á eftir kemur Benfica með þrjú stig. Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Häcken reka lestina með þrjú stig. Í Lundúnum var HB Köge í heimsókn hjá Arsenal. Catilin Foord kom Skyttunum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Arsenal dágóða stund að ganga frá leiknum en Carlotte Wubben-Moy tryggði sigurinn með öðru marki Arsenal á 83. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Vivianne Miedema þriðja marki Arsenal við og lokatölur því 3-0 heimakonum í vil. Arsenal call on Miedema to extend their lead https://t.co/Zcw69GCoct https://t.co/6u2zLMlA3D pic.twitter.com/jjiyt1bBiN— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan í C-riðli er þannig að Barcelona er með 12 stig eða fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Arsenal kemur þar á eftir með 9 stig, Hoffenheim er með 3 stig og Köge er án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Stórleikur dagsins í Meistaradeild Evrópu var viðureign Bayern München og Lyon. Gestirnir völtuðu fyrir París Saint-Germain um helgina og höfðu unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni fram að leik kvöldsins. Leikur kvöldsins var stál í stál og lítið um opin marktækifæri. Bayern hafði engan áhuga á að gefa mörg færi á sér og spilaði skipulagðan varnarleik frá upphafi til enda. Til að mynda komst Ada Hegerberg – norska markamaskínan í liði Lyon – ekkert áleiðis í kvöld en hún var að byrja sinn fyrsta leik í hartnær eitt og hálft ár. Staðan var því markalaus í hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks komust Bæjarar yfir. Laura Benkarth varið meistaralega í marki Bayern um miðbik síðari hálfleiks og skömmu síðar komust heimakonur yfir. Cascarino sold the cameraman but there's no fooling Benkarth https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/Re3asMFFZe— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Saki Kumagai, fyrrum leikmaður Lyon, skallaði þá hornspyrnu Carolin Simon í netið og kom Bayern 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins þó Lyon hafi sótt í sig veðrið undir lok leiks. Besta færi gestanna kom þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. SAKI KUMAGAI SCORES AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/cC4SuIAsqh— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Allt kom þó fyrir ekki og Bayern varð fyrsta liðið til að leggja Lyon á leiktíðinni. Eins og svo oft áður var það fast leikatriði sem sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi þegar stórlið á borð við Bayern og Lyon mætast. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern til að múra fyrir markið þegar tíu mínútur lifðu leiks. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum. HEART-IN-MOUTH MOMENT https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/iPjnUtWzwo— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Lyon er sem fyrr á toppi D-riðils með níu stig á meðan Bayern er í 2. sæti með sjö stig. Þar á eftir kemur Benfica með þrjú stig. Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Häcken reka lestina með þrjú stig. Í Lundúnum var HB Köge í heimsókn hjá Arsenal. Catilin Foord kom Skyttunum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Arsenal dágóða stund að ganga frá leiknum en Carlotte Wubben-Moy tryggði sigurinn með öðru marki Arsenal á 83. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Vivianne Miedema þriðja marki Arsenal við og lokatölur því 3-0 heimakonum í vil. Arsenal call on Miedema to extend their lead https://t.co/Zcw69GCoct https://t.co/6u2zLMlA3D pic.twitter.com/jjiyt1bBiN— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan í C-riðli er þannig að Barcelona er með 12 stig eða fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Arsenal kemur þar á eftir með 9 stig, Hoffenheim er með 3 stig og Köge er án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn