Handboltaævintýrið á Ísafirði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2021 10:01 Kátir Harðarmenn eftir sigurinn á ÍR-ingum. hörður Ísafjörður hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að vera einn af höfuðstöðum handboltans á Íslandi. En það gæti verið að breytast. Á toppi Grill 66 deildar karla situr Hörður frá Ísafirði með fullt hús stiga. Á laugardaginn gerðu Harðarmenn góða ferð í Austurbergið og unnu þar ÍR-inga í miklum markaleik, 36-37. Nokkrir eftirmálar urðu að leiknum en allir skildu sáttir að lokum án þess að frekar verði farið út í þá sálma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá Herði á síðustu árum. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar. Þeir fengu hins vegar boð um að taka sæti í Grill 66 deildinni og þáðu það. Á síðasta tímabili enduðu Harðarmenn í 8. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en fóru í umspil um sæti í Olís-deildinni. Þar vegldu þeir Víkingum, sem enduðu í 2. sæti deildarinnar og unnu sextán af átján leikjum sínum, verulega undir uggum. Víkingur vann að lokum í oddaleik en Hörður var búinn að koma sér á handboltakortið. Ísfirðingar nýttu sér meðbyrinn og fengu til sín fjóra sterka leikmenn í sumar; spænsku skyttuna Mikel Amilibia Arrista, ungverska horna- og miðjumanninn Levente Morvai og hina japönsku Sigeru Hikawa og Kenya Kasahara. Sá síðastnefndi mætti galvaskur til leiks til Ísafjarðar eftir að hafa spilað með japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ólympíufarinn Kenya Kasahara.getty/Dean Mouhtaropoulos Kasahara er reyndur kappi og lykilmaður í japanska landsliðinu sem hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum undir stjórn Dags Sigurðssonar. Arrista lék á sínum tíma fjölda leikja fyrir yngri landslið Spánar og Morvai þótti mikið efni. Ísfirðingar voru því ekki að kaupa köttinn í sekknum fyrir tímabilið. Fyrir hjá Herði voru þrír Lettar, Roland Lebedevs, Endijs Kusners og Guntis Pilpuks, og Argentínumaðurinn Tadeo Ulises Salduna. Til viðbótar við þessa erlendu leikmenn er lið Harðar byggt upp á heimastrákum eins og Jóni Ómari Gíslasyni, Þráni Ágústi Arnaldssyni, Daníel Wale Adeleye, Antoni Frey Traustasyni, Axel Sveinssyni, Ásgeiri Óla Kristjánssyni, Stefáni Frey Jónssyni og unglingalandsliðsmanninum Sudario Eidi Carneiro. Fyrirliði Harðar er Óli Björn Vilhjálmsson sem hefur spilað lengi fyrir vestan. Einn af lykilmönnunum í uppgangi Harðar er þjálfarinn Carlos Martin Santos en það urðu vatnaskil þegar hann var ráðinn til félagsins fyrir tveimur árum. Mikil ánægja er með störf Spánverjans fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfarar hann alla yngri flokka félagsins. Þjálfari Harðar, Carlos Martin Santos, ásamt Gunnari Inga Hákonarsyni.hörður Harðarmenn hafa einnig bætt í umgjörðina í kringum liðið, ráðið til sín styrktarþjálfara og fjárfest í tveimur litlum rútum sem félagið ferðast í útileikina. Mikið er um ferðalög hjá Harðarmönnum enda eru öll liðin í Grill 66 deildinni fyrir utan þá, ungmennalið Selfyssinga og Þórsara stödd á höfuðborgarsvæðinu. Handboltaáhuginn hefur aukist fyrir vestan og iðkendur í yngri flokkum Harðar eru um áttatíu talsins og forráðamenn félagsins stefna á að fjölga þeim. Sem fyrr sagði hefur Hörður unnið alla fimm leiki sína í Grill 66 deildinni og markmiðið er skýrt, að Ísafjörður eignist lið í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn. Og miðað við byrjunina á tímabilinu er margt ólíklegra en að það gerist. Íslenski handboltinn Ísafjarðarbær Hörður Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Á toppi Grill 66 deildar karla situr Hörður frá Ísafirði með fullt hús stiga. Á laugardaginn gerðu Harðarmenn góða ferð í Austurbergið og unnu þar ÍR-inga í miklum markaleik, 36-37. Nokkrir eftirmálar urðu að leiknum en allir skildu sáttir að lokum án þess að frekar verði farið út í þá sálma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá Herði á síðustu árum. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar. Þeir fengu hins vegar boð um að taka sæti í Grill 66 deildinni og þáðu það. Á síðasta tímabili enduðu Harðarmenn í 8. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en fóru í umspil um sæti í Olís-deildinni. Þar vegldu þeir Víkingum, sem enduðu í 2. sæti deildarinnar og unnu sextán af átján leikjum sínum, verulega undir uggum. Víkingur vann að lokum í oddaleik en Hörður var búinn að koma sér á handboltakortið. Ísfirðingar nýttu sér meðbyrinn og fengu til sín fjóra sterka leikmenn í sumar; spænsku skyttuna Mikel Amilibia Arrista, ungverska horna- og miðjumanninn Levente Morvai og hina japönsku Sigeru Hikawa og Kenya Kasahara. Sá síðastnefndi mætti galvaskur til leiks til Ísafjarðar eftir að hafa spilað með japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ólympíufarinn Kenya Kasahara.getty/Dean Mouhtaropoulos Kasahara er reyndur kappi og lykilmaður í japanska landsliðinu sem hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum undir stjórn Dags Sigurðssonar. Arrista lék á sínum tíma fjölda leikja fyrir yngri landslið Spánar og Morvai þótti mikið efni. Ísfirðingar voru því ekki að kaupa köttinn í sekknum fyrir tímabilið. Fyrir hjá Herði voru þrír Lettar, Roland Lebedevs, Endijs Kusners og Guntis Pilpuks, og Argentínumaðurinn Tadeo Ulises Salduna. Til viðbótar við þessa erlendu leikmenn er lið Harðar byggt upp á heimastrákum eins og Jóni Ómari Gíslasyni, Þráni Ágústi Arnaldssyni, Daníel Wale Adeleye, Antoni Frey Traustasyni, Axel Sveinssyni, Ásgeiri Óla Kristjánssyni, Stefáni Frey Jónssyni og unglingalandsliðsmanninum Sudario Eidi Carneiro. Fyrirliði Harðar er Óli Björn Vilhjálmsson sem hefur spilað lengi fyrir vestan. Einn af lykilmönnunum í uppgangi Harðar er þjálfarinn Carlos Martin Santos en það urðu vatnaskil þegar hann var ráðinn til félagsins fyrir tveimur árum. Mikil ánægja er með störf Spánverjans fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfarar hann alla yngri flokka félagsins. Þjálfari Harðar, Carlos Martin Santos, ásamt Gunnari Inga Hákonarsyni.hörður Harðarmenn hafa einnig bætt í umgjörðina í kringum liðið, ráðið til sín styrktarþjálfara og fjárfest í tveimur litlum rútum sem félagið ferðast í útileikina. Mikið er um ferðalög hjá Harðarmönnum enda eru öll liðin í Grill 66 deildinni fyrir utan þá, ungmennalið Selfyssinga og Þórsara stödd á höfuðborgarsvæðinu. Handboltaáhuginn hefur aukist fyrir vestan og iðkendur í yngri flokkum Harðar eru um áttatíu talsins og forráðamenn félagsins stefna á að fjölga þeim. Sem fyrr sagði hefur Hörður unnið alla fimm leiki sína í Grill 66 deildinni og markmiðið er skýrt, að Ísafjörður eignist lið í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn. Og miðað við byrjunina á tímabilinu er margt ólíklegra en að það gerist.
Íslenski handboltinn Ísafjarðarbær Hörður Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira