Breytt verklag á göngudeild Covid og símtölum fækkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:59 Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. vísir/Egill Aðalsteinsson Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær og segir yfirlæknir á Landspítalanum það mikil vonbrigði. Fækki smituðum ekki á næstu sólarhringum þurfi að endurskoða aðgerðir. Spítalinn hefur breytt verklagi á göngudeild Covid og fækkað símtölum til fólks í einangrun. Metfjöldi eða tvö hundruð og sex greindust með kórónuveiruna í gær. Innan við helmingur þeirra í sóttkví, eða 46 prósent. Innlögnum á Landspítalann vegna covid hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar eru tuttugu og fimm inniliggjandi og þar af fjórir á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum hefur áhyggjur af þróuninni nú þegar liðnir eru fjórir sólarhringar frá því að harðari samkomutakmarkanir tóku gildi. „Ef þetta á að virka eins og við höfðum búist við myndi maður vilja sjá fækkun á nýjum tilfellum núna á næstu sólarhringum. Þess vegna eru þetta talsverð vonbrigði þessi mikla greining núna. Ef ekki verður lát á þessu á næstu fimm til sjö dögum virðist þetta ekki duga,“ segir Már sem telur að þá þurfi að endurskoða og herða aðgerðir. Verklagi hefur verið breytt á göngudeild Covid til þess að fækka símtölunum til fólks í einangrun. Már bendir á að smituðum hafi fjölgað mikið og erfiðara sé að fá fólk til þess að sinna úthringingum. Álagið hafi því verið orðið gríðarlegt. Nú verður fólk beðið um að fylla út spurningalista um líðan og hringt er í þá sem þarf að athuga með eða svara ekki. Hann bendir á að verklagið, sem tekið var upp í byrjun faraldursins, hafi verið gagnrýnt í ljósi mikils álags á spítalanum og þar sem fólk veikist síður nú þegar þjóðin er að mestu bólusett. Már segir þó enn nauðsynlegt að fylgjast með fólki til þess að unnt sé að grípa snemma inn í veikindi. „Okkar mestu vandræði í dag eru þeir sem eru ógreindir í heimahúsi og eru orðnir alvarlega veikir og hafa ekki notið þessarar snemmíhlutunar,“ segir Már og bætir við að slík tilvik komi reglulega upp. „Ég ætla ekki að segja á hverjum degi en það hefur verið talsvert um að fólk hafi annað hvort fundist heima eða komi vegna bráðra veikinda á bráðmóttöku og greinist þannig. Þannig það eru einstaklingar þarna úti sem eru oftar en ekki óbólusettir sem hafa greinst þannig,“ segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Metfjöldi eða tvö hundruð og sex greindust með kórónuveiruna í gær. Innan við helmingur þeirra í sóttkví, eða 46 prósent. Innlögnum á Landspítalann vegna covid hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar eru tuttugu og fimm inniliggjandi og þar af fjórir á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum hefur áhyggjur af þróuninni nú þegar liðnir eru fjórir sólarhringar frá því að harðari samkomutakmarkanir tóku gildi. „Ef þetta á að virka eins og við höfðum búist við myndi maður vilja sjá fækkun á nýjum tilfellum núna á næstu sólarhringum. Þess vegna eru þetta talsverð vonbrigði þessi mikla greining núna. Ef ekki verður lát á þessu á næstu fimm til sjö dögum virðist þetta ekki duga,“ segir Már sem telur að þá þurfi að endurskoða og herða aðgerðir. Verklagi hefur verið breytt á göngudeild Covid til þess að fækka símtölunum til fólks í einangrun. Már bendir á að smituðum hafi fjölgað mikið og erfiðara sé að fá fólk til þess að sinna úthringingum. Álagið hafi því verið orðið gríðarlegt. Nú verður fólk beðið um að fylla út spurningalista um líðan og hringt er í þá sem þarf að athuga með eða svara ekki. Hann bendir á að verklagið, sem tekið var upp í byrjun faraldursins, hafi verið gagnrýnt í ljósi mikils álags á spítalanum og þar sem fólk veikist síður nú þegar þjóðin er að mestu bólusett. Már segir þó enn nauðsynlegt að fylgjast með fólki til þess að unnt sé að grípa snemma inn í veikindi. „Okkar mestu vandræði í dag eru þeir sem eru ógreindir í heimahúsi og eru orðnir alvarlega veikir og hafa ekki notið þessarar snemmíhlutunar,“ segir Már og bætir við að slík tilvik komi reglulega upp. „Ég ætla ekki að segja á hverjum degi en það hefur verið talsvert um að fólk hafi annað hvort fundist heima eða komi vegna bráðra veikinda á bráðmóttöku og greinist þannig. Þannig það eru einstaklingar þarna úti sem eru oftar en ekki óbólusettir sem hafa greinst þannig,“ segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira