Vindur blæs úr ýmsum áttum á næstu dögum Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2021 07:04 Spáð er vestan átta til fimmtán metrar á sekúndu sunnanlands í dag, en annars yfirleitt hægari vindur. Vísir/Vilhelm Á næstu dögum verða lægðir nærri landinu eða yfir því og mun því vindur blása úr ýmsum áttum af mismunandi styrk og úrkoma með köflum fylgja með. Veðrið getur sömuleiðis verið mjög mismunandi milli landshluta. Spáð er vestan átta til fimmtán metrar á sekúndu sunnanlands í dag, en annars yfirleitt hægari vindur. Víða él, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti verður á bilinu núll til fjögur stig. Vetrarfæri er í flestum landshlutum með snjóþekju, hálku eða hálkublettum. Í höfuðborginni féll snjór víða í efri byggðum og í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að þar sé víða hálka eða hálkublettir. Yfirlit: Vetrarfæri er í flestum landshlutum með snjóþekju, hálku eða hálkublettum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 16, 2021 Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði ört vaxandi norðvestanátt í kvöld á Norður- og Austurlandi með snjókomu eða éljum, fimmtán til 23 metrar á sekúndu á þessum slóðum í nótt. Hægari vindur á Suður- og Vesturlandi og léttir til. Kólnandi veður. „Á morgun verður veðrið á landinu tvískipt og mikill munur milli viðkomandi landshluta. Á vestanverðu landinu verður fremur hæg breytileg átt og léttskýjað, hið fallegasta veður. Austantil er hinsvegar útlit fyrir norðvestan hvassviðri eða storm með éljum, en lægir smám saman og léttir til síðdegis á þessum slóðum. Frost 1 til 7 stig á landinu á morgun. Annað kvöld verður verður orðið skaplegt á Norður- og Austurlandi, en þá nálgast úrkomubakki sunnanvert landið og því má reikna með að seint annað kvöld verði slydda eða snjókoma sunnanlands með austan strekkingi og hitinn mjakast uppávið.“ Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur næstu daga Á miðvikudag: Breytileg átt 3-10 m/s og léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Norðvestan 10-18 og lítilsháttar él austanlands, en lægir og léttir til þar síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Gengur í austan 5-13 sunnan- og suðvestanlands um kvöldið með snjókomu eða rigningu og hita kringum frostmark. Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt 3-10, en norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Rigning eða slydda með köflum á suðurhelmingi landsins og hiti 1 til 5 stig. Dálítil él um landið norðanvert og frost 0 til 5, bætir í ofankomu undir kvöld. Á föstudag: Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 m/s. Víða él, en skúrir við suðurströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Norðlæg átt og dálítil él norðantil, en bjart sunnan heiða. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag og mánudag: Vestlæg átt og rigning eða slydda með köflum á vestanverðu landinu, en þurrt austanlands. Hlýnandi veður. Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Sjá meira
Spáð er vestan átta til fimmtán metrar á sekúndu sunnanlands í dag, en annars yfirleitt hægari vindur. Víða él, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti verður á bilinu núll til fjögur stig. Vetrarfæri er í flestum landshlutum með snjóþekju, hálku eða hálkublettum. Í höfuðborginni féll snjór víða í efri byggðum og í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að þar sé víða hálka eða hálkublettir. Yfirlit: Vetrarfæri er í flestum landshlutum með snjóþekju, hálku eða hálkublettum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 16, 2021 Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði ört vaxandi norðvestanátt í kvöld á Norður- og Austurlandi með snjókomu eða éljum, fimmtán til 23 metrar á sekúndu á þessum slóðum í nótt. Hægari vindur á Suður- og Vesturlandi og léttir til. Kólnandi veður. „Á morgun verður veðrið á landinu tvískipt og mikill munur milli viðkomandi landshluta. Á vestanverðu landinu verður fremur hæg breytileg átt og léttskýjað, hið fallegasta veður. Austantil er hinsvegar útlit fyrir norðvestan hvassviðri eða storm með éljum, en lægir smám saman og léttir til síðdegis á þessum slóðum. Frost 1 til 7 stig á landinu á morgun. Annað kvöld verður verður orðið skaplegt á Norður- og Austurlandi, en þá nálgast úrkomubakki sunnanvert landið og því má reikna með að seint annað kvöld verði slydda eða snjókoma sunnanlands með austan strekkingi og hitinn mjakast uppávið.“ Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur næstu daga Á miðvikudag: Breytileg átt 3-10 m/s og léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Norðvestan 10-18 og lítilsháttar él austanlands, en lægir og léttir til þar síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Gengur í austan 5-13 sunnan- og suðvestanlands um kvöldið með snjókomu eða rigningu og hita kringum frostmark. Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt 3-10, en norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Rigning eða slydda með köflum á suðurhelmingi landsins og hiti 1 til 5 stig. Dálítil él um landið norðanvert og frost 0 til 5, bætir í ofankomu undir kvöld. Á föstudag: Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 m/s. Víða él, en skúrir við suðurströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Norðlæg átt og dálítil él norðantil, en bjart sunnan heiða. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag og mánudag: Vestlæg átt og rigning eða slydda með köflum á vestanverðu landinu, en þurrt austanlands. Hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Sjá meira