Óskar Örn: „KR á stóran sess í mínu hjarta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 19:31 Óskar Örn Hauksson segir það hafa verið eitt af því erfiðasta sem hann hefur gert að yfirgefa KR. Mynd/Skjáskot Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Stjörnuna og mun því leika með Garðarbæjarliðinu á komandi leiktíð í Pepsi Max deild karla eftir 15 ára veru hjá KR. Óskar segir að þetta hafi verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hefur tekið. „Ég held að þetta hafi bara tekið eðlilegan tíma. Það var að mörgu að hyggja og þetta varð bara niðurstaðan eftir mikla umhugsun,“ sagði Óskar Örn í samtali við Stöð 2, aðspurður að því hvort að samningaferlið við Stjörnuna hafi tekið langan tíma. Hann segir það hafa verið erfitt að kveðja KR eftir öll þessi ár hjá félaginu. „Já, það er bara með því erfiðara sem ég hef gert.“ „Ég er bara stoltur af því að geta valið á milli tveggja góðra liða. Valið var mitt og ég bara stend og fell með því.“ En hvað var það sem heillaði Óskar við Stjörnuna? „Í fyrsta lagi vildu þeir bara mikið fá mig. Ég þekki Gústa og spilaði með honum fyrsta tímabilið mitt með KR þannig að við förum langt aftur. Ég þekki Jökul sem er með honum og svo er bara kraftur í mönnum þarna í kring og aðstaðan tip-top.“ „Þeir eru að fara í flottustu höll á landinu og það er allt til alls og góður grunnur þarna fyrir. Þannig að ég held að það sé góður grunnur fyrir því að gera gott mót.“ Eins og áður segir skrifaði Óskar undir tveggja ára samning við Garðarbæjarliðið, en það þýðir að hann verður orðinn 39 ára þegar samningur hans rennur út. Hann segist þó vera í góðu standi og að aldur sé í raun bara tala. „Jú, það er bara mjög gott. Ég held að bara til vitnis um það þá gat ég valið á milli þessara tveggja öflugu liða. Ég er bara í toppstandi og ætla bara að sýna það næsta sumar.“ „Ég var nú bara að lesa frétt um að Dani Alves sé á leið aftur í Barcelona, hann er að verða fertugur eða eitthvað,“ sagði Óskar léttur. „Þannig að þetta er bara orðið breytt. Í fyrsta lagi finnst mér bara gaman í fótbolta og ég held að maður fari bara langt á því. Svo þarf maður bara að hugsa um sig og nenna því. Þá getur maður held ég spilað helvíti lengi.“ Að lokum ítrekaði Óskar það að hann skilur við sitt gamla félag með söknuð í hjarta, og enn fremur að engin leiðindi hafi orðið þegar hann tók þessa ákvörðun. „Já það er klárt. KR á bara stóran sess í mínu hjarta og þetta er bara búið að vera erfitt.“ „Ég fer bara í góðu og allir sáttir og góðir vinir.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Óskar Örn Hauksson Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
„Ég held að þetta hafi bara tekið eðlilegan tíma. Það var að mörgu að hyggja og þetta varð bara niðurstaðan eftir mikla umhugsun,“ sagði Óskar Örn í samtali við Stöð 2, aðspurður að því hvort að samningaferlið við Stjörnuna hafi tekið langan tíma. Hann segir það hafa verið erfitt að kveðja KR eftir öll þessi ár hjá félaginu. „Já, það er bara með því erfiðara sem ég hef gert.“ „Ég er bara stoltur af því að geta valið á milli tveggja góðra liða. Valið var mitt og ég bara stend og fell með því.“ En hvað var það sem heillaði Óskar við Stjörnuna? „Í fyrsta lagi vildu þeir bara mikið fá mig. Ég þekki Gústa og spilaði með honum fyrsta tímabilið mitt með KR þannig að við förum langt aftur. Ég þekki Jökul sem er með honum og svo er bara kraftur í mönnum þarna í kring og aðstaðan tip-top.“ „Þeir eru að fara í flottustu höll á landinu og það er allt til alls og góður grunnur þarna fyrir. Þannig að ég held að það sé góður grunnur fyrir því að gera gott mót.“ Eins og áður segir skrifaði Óskar undir tveggja ára samning við Garðarbæjarliðið, en það þýðir að hann verður orðinn 39 ára þegar samningur hans rennur út. Hann segist þó vera í góðu standi og að aldur sé í raun bara tala. „Jú, það er bara mjög gott. Ég held að bara til vitnis um það þá gat ég valið á milli þessara tveggja öflugu liða. Ég er bara í toppstandi og ætla bara að sýna það næsta sumar.“ „Ég var nú bara að lesa frétt um að Dani Alves sé á leið aftur í Barcelona, hann er að verða fertugur eða eitthvað,“ sagði Óskar léttur. „Þannig að þetta er bara orðið breytt. Í fyrsta lagi finnst mér bara gaman í fótbolta og ég held að maður fari bara langt á því. Svo þarf maður bara að hugsa um sig og nenna því. Þá getur maður held ég spilað helvíti lengi.“ Að lokum ítrekaði Óskar það að hann skilur við sitt gamla félag með söknuð í hjarta, og enn fremur að engin leiðindi hafi orðið þegar hann tók þessa ákvörðun. „Já það er klárt. KR á bara stóran sess í mínu hjarta og þetta er bara búið að vera erfitt.“ „Ég fer bara í góðu og allir sáttir og góðir vinir.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Óskar Örn Hauksson
Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira