Sprenging í sölu á vínylplötum Plötubúðin.is 15. nóvember 2021 08:58 Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Plötubúðarinnar segir langt frá því að einungis sérvitringar hlusti á tónlist af vínylplötum. Plötubúðin.is er vefverslun vikunnar á Vísi. Vínylplötur, geisladiskar og kasettur hafa síður en svo sungið sitt síðasta. Plötubúðin.is var opnuð fyrir rétt rúmu ári og stækkaði svo hratt að búið er að opna verslun í Trönuhrauni 6 í Hafnarfirði þar sem hægt er að fletta gegnum allt það nýjasta og eldra í tónlist og kaupa vandaða plötuspilara til að hlusta. Eitt mesta úrval landsins af vínyl „Við erum með fleiri þúsund titla í boði og eitt mesta úrval landsins af nýjum vínyl. Við erum einnig með sérvalinn notaðan vínyl og sérpöntum einnig fyrir viðskiptavini. Vínylplatan hefur verið í vexti í þónokkur ár og síðustu tvö ár hefur orðið algjör sprenging,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Plötubúðarinnar. Hann segir langt því frá að einungis sérvitringar hlusti á tónlist af vínylplötum, viðskiptahópurinn sé mjög breiður og ný tónlist komi sannarlega út á vínyl og geisladiskum. Það jafnast ekkert á við athöfnina að setja plötu á fóninn eða disk í spilarann að sögn Haraldar. Algóritminn ekki eina svarið „Nánast allir tónlistarmenn gefa út á vínyl í dag, einstaka titlar koma ekki út á vínyl eða koma nokkrum mánuðum eftir útgáfu. Mest selda platan á Íslandi um þessar mundir er nýja platan emð ABBA, Voyage. Viðskiptavinahópurinn er á öllum aldri og krakkar í dag fá mörg hver plötuspilara í fermingargjöf. Það er mjög gaman að sjá þann hóp kaupa tónlist á vínyl enda er þetta ekki það sama og að láta algóritma mata sig. Það eru alltaf fleiri og fleiri að átta sig á því að það er ekkert endilega næs. Auðvitað er það snilldartækni en það jafnast ekkert á við athöfnina að setja plötu á fóninn eða disk í spilarann, hljóðgæðin eru miklu betri og upplifunin allt önnur,“ segir Haraldur. Mest selda platan á Íslandi um þessar mundir er nýja platan með ABBA. Hundruðir titla á viku Vikulega bætast hundruðir nýrra titla við úrval Plötubúðarinnar. Haraldur leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og sendir pantanir til að mynda í sérhönnuðum umbúðum svo varan skili sér heil á áfangastað. Sent er um allt land og hægt að fá afhent samdægurs á höfuðborgarsvæðinu með Dropp. „Við erum með yfir hundrað afhendingarstaði ef við teljum með alla afhendingarstaði og póstbox um allt land. Margir kjósa líka að koma við hjá okkur og sækja pantanir til okkar í búðina.“ Nánar má kynna sér úrvalið á Plötubúðin.is Tónlist Verslun Jól Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Vínylplötur, geisladiskar og kasettur hafa síður en svo sungið sitt síðasta. Plötubúðin.is var opnuð fyrir rétt rúmu ári og stækkaði svo hratt að búið er að opna verslun í Trönuhrauni 6 í Hafnarfirði þar sem hægt er að fletta gegnum allt það nýjasta og eldra í tónlist og kaupa vandaða plötuspilara til að hlusta. Eitt mesta úrval landsins af vínyl „Við erum með fleiri þúsund titla í boði og eitt mesta úrval landsins af nýjum vínyl. Við erum einnig með sérvalinn notaðan vínyl og sérpöntum einnig fyrir viðskiptavini. Vínylplatan hefur verið í vexti í þónokkur ár og síðustu tvö ár hefur orðið algjör sprenging,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Plötubúðarinnar. Hann segir langt því frá að einungis sérvitringar hlusti á tónlist af vínylplötum, viðskiptahópurinn sé mjög breiður og ný tónlist komi sannarlega út á vínyl og geisladiskum. Það jafnast ekkert á við athöfnina að setja plötu á fóninn eða disk í spilarann að sögn Haraldar. Algóritminn ekki eina svarið „Nánast allir tónlistarmenn gefa út á vínyl í dag, einstaka titlar koma ekki út á vínyl eða koma nokkrum mánuðum eftir útgáfu. Mest selda platan á Íslandi um þessar mundir er nýja platan emð ABBA, Voyage. Viðskiptavinahópurinn er á öllum aldri og krakkar í dag fá mörg hver plötuspilara í fermingargjöf. Það er mjög gaman að sjá þann hóp kaupa tónlist á vínyl enda er þetta ekki það sama og að láta algóritma mata sig. Það eru alltaf fleiri og fleiri að átta sig á því að það er ekkert endilega næs. Auðvitað er það snilldartækni en það jafnast ekkert á við athöfnina að setja plötu á fóninn eða disk í spilarann, hljóðgæðin eru miklu betri og upplifunin allt önnur,“ segir Haraldur. Mest selda platan á Íslandi um þessar mundir er nýja platan með ABBA. Hundruðir titla á viku Vikulega bætast hundruðir nýrra titla við úrval Plötubúðarinnar. Haraldur leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og sendir pantanir til að mynda í sérhönnuðum umbúðum svo varan skili sér heil á áfangastað. Sent er um allt land og hægt að fá afhent samdægurs á höfuðborgarsvæðinu með Dropp. „Við erum með yfir hundrað afhendingarstaði ef við teljum með alla afhendingarstaði og póstbox um allt land. Margir kjósa líka að koma við hjá okkur og sækja pantanir til okkar í búðina.“ Nánar má kynna sér úrvalið á Plötubúðin.is
Tónlist Verslun Jól Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira