Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 12:00 Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. Vísir Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19. Alls greindust 176 með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur utan sóttkvíar. 82 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. 91 er fullbólusettur, bólusetning er hafin hjá sjö og sjötíu eru óbólusettir. Á vefnum Covid.is segir að tuttugu séu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. „Þessa viku og síðustu höfum við verið að fresta stærri aðgerðum eins og hjartaaðgerðum og aðgerðum sem krefjast innlagnar á gjörgæsludeild eftir uppskurð. En ef það er minnsta svigrúm tökum við inn aðgerðir sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að fólk þurfi enn og aftur að hlaupa aðeins hraðar. „Starfsfólkið á gjörgæslum er að taka mikið af aukavöktum og tvöfaldar vaktir þannig að það eru allir að reyna að láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Theódór segir að umgangspestir hafi verið að leggjast þungt á ung börn. Komi til alvarlegra veikinda sé lítið svigrúm á gjörgæsludeildum. „Litlu börnin okkar eru líka að veikjast og fá umgangsspestir. Þau fá stundum öndunarfærasýkingar og lungnabólgu í kjölfarið. Gjörgæslur eru sá staðir sem þau fara á verði þau alvarlega veik. Við höfum í haust verið að fá inn börn sem eru með alvarlegar öndunarfærasýkingar og börn sem þurfa að fara í öndunarvél. Ástandið getur því fljótt orðið mjög viðkvæmt,“ segir hann. Theódór segir spítalann hafa verið yfirfullan í mörg ár og beinir orðum sínum til stjórnvalda. „Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi í huga að það er langvarandi erfitt ástand á Landspítalanum. Það þarf að hafa í huga við allar ákvarðanir vegna Covid-19 að svigrúm spítalans til að taka við aukaálagi er mjög lítið,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
Alls greindust 176 með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur utan sóttkvíar. 82 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. 91 er fullbólusettur, bólusetning er hafin hjá sjö og sjötíu eru óbólusettir. Á vefnum Covid.is segir að tuttugu séu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. „Þessa viku og síðustu höfum við verið að fresta stærri aðgerðum eins og hjartaaðgerðum og aðgerðum sem krefjast innlagnar á gjörgæsludeild eftir uppskurð. En ef það er minnsta svigrúm tökum við inn aðgerðir sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að fólk þurfi enn og aftur að hlaupa aðeins hraðar. „Starfsfólkið á gjörgæslum er að taka mikið af aukavöktum og tvöfaldar vaktir þannig að það eru allir að reyna að láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Theódór segir að umgangspestir hafi verið að leggjast þungt á ung börn. Komi til alvarlegra veikinda sé lítið svigrúm á gjörgæsludeildum. „Litlu börnin okkar eru líka að veikjast og fá umgangsspestir. Þau fá stundum öndunarfærasýkingar og lungnabólgu í kjölfarið. Gjörgæslur eru sá staðir sem þau fara á verði þau alvarlega veik. Við höfum í haust verið að fá inn börn sem eru með alvarlegar öndunarfærasýkingar og börn sem þurfa að fara í öndunarvél. Ástandið getur því fljótt orðið mjög viðkvæmt,“ segir hann. Theódór segir spítalann hafa verið yfirfullan í mörg ár og beinir orðum sínum til stjórnvalda. „Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi í huga að það er langvarandi erfitt ástand á Landspítalanum. Það þarf að hafa í huga við allar ákvarðanir vegna Covid-19 að svigrúm spítalans til að taka við aukaálagi er mjög lítið,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01