Hægja á framleiðslu PS5 vegna skorts Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 13:14 Playstation 5 Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Sony hafa neyðst til að taka þá ákvörðun að hægja á framleiðslu PlaystStation 5 leikjatölvunnar. Það er vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum og vandræða við flutninga. Samkvæmt frétt Bloomberg (áskriftarvefur) er nú áætlað að Sony framleiði um fimmtán milljónir tölva á uppgjörsárinu sem endar í mars 2022, en áður var ætlunin að gera sextán milljónir. Sjá einnig: Stórt stökk fram á við í grafík og hraða Fjárfestum Sony var samkvæmt Bloomberg nýlega tilkynnt að skortur á svokölluðum hálfleiðurum hefði versnað og fyrirtækið hefði einnig lent í vandræðum með vöruflutninga. Sony seldi færri leikjatölvur á síðasta ársfjórðungi en til stóð. Skorturinn á hálfleiðurum hefur komið niður á fjölmörgum fyrirtækjum í fjölmörgum geirum iðnaðar. Bílaframleiðendur og tæknifyrirtæki hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á skortinum. Meðal annarra hefur Apple þurft að draga úr framleiðslumarkmiðum fyrirtækisins. Sjá einnig: Skortur sagður koma niður á framleiðslu iPhone 13 Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir PS5 leikjatölvum. Sala þeirra hófst fyrir rúmu ári síðan en enn fá færri tölvur en vilja. Setið er um tölvunar þegar þær berast í verslanir og biðlistar enn langir. Forsvarsmenn Sony hafa varað við því að fyrirtækið muni ekki anna eftirspurn út árið 2022. Sony Leikjavísir Skipaflutningar Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samkvæmt frétt Bloomberg (áskriftarvefur) er nú áætlað að Sony framleiði um fimmtán milljónir tölva á uppgjörsárinu sem endar í mars 2022, en áður var ætlunin að gera sextán milljónir. Sjá einnig: Stórt stökk fram á við í grafík og hraða Fjárfestum Sony var samkvæmt Bloomberg nýlega tilkynnt að skortur á svokölluðum hálfleiðurum hefði versnað og fyrirtækið hefði einnig lent í vandræðum með vöruflutninga. Sony seldi færri leikjatölvur á síðasta ársfjórðungi en til stóð. Skorturinn á hálfleiðurum hefur komið niður á fjölmörgum fyrirtækjum í fjölmörgum geirum iðnaðar. Bílaframleiðendur og tæknifyrirtæki hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á skortinum. Meðal annarra hefur Apple þurft að draga úr framleiðslumarkmiðum fyrirtækisins. Sjá einnig: Skortur sagður koma niður á framleiðslu iPhone 13 Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir PS5 leikjatölvum. Sala þeirra hófst fyrir rúmu ári síðan en enn fá færri tölvur en vilja. Setið er um tölvunar þegar þær berast í verslanir og biðlistar enn langir. Forsvarsmenn Sony hafa varað við því að fyrirtækið muni ekki anna eftirspurn út árið 2022.
Sony Leikjavísir Skipaflutningar Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira