Afgreiða jólainnkaupin á einu bretti á Singles Day Netgíró 11. nóvember 2021 11:45 Brynja Dan eigandi afsláttarsíðunnar 1111.is Einn af stóru netverslunardögum ársins er í dag, Singles Day eða Dagur einhleypra. „Við erum alltaf að stækka og þróa síðuna okkar en viðmótið er komið til að vera. Að því sögðu verður nýjung á henni sem verður skemmtileg viðbót þetta árið,“ segir Brynja Dan, eigandi afsláttarsíðunnar 1111.is en þar er nú hægt að gera dúndurkaup hjá yfir 300 fyrirtækjum. Einn af stóru netverslunardögum ársins er í dag, Singles Day eða Dagur einhleypra sem margir nota til þess að kaupa jólagjafir á góðu verði. „Það er hægt að klára jólainnkaupin eða svo gott sem á einu bretti, og njóta svo aðventunnar í rólegheitum,“ segir Brynja. „Þarna er hægt að finna allt milli himins og jarðar, þú getur keypt þér rúm, verkfæri, barnavörur, fatnað, upplifanir, hótelgistingu, mat, snyrtivörur, kynlífstæki og allt þar á milli. Úrvalið er endalaust og eitthvað sem við erum mjög stolt af. Nú er þetta í 7. skiptið sem við höldum Singles Day hér á Íslandi en Alibaba risinn fór af stað með þetta ári fyrr svo þetta er því í 8. skipti í heiminum sem dagurinn er haldinn,“ segir Brynja og bætir við Íslendingar séu orðnir mjög sjóaðir í netverslun og kunni að nýta sér afsláttardaga eins og Singles Day. Eflir innlenda verslun „Ég vona að markaðssetningin og vinnan sé að skila sér, að við séum farin að gera ráð fyrir þessum degi eins og útsölu í janúar. Það bíða alltaf fleiri og fleiri spennir eftir því að síðan opni á miðnætti þann 11.11 til að sjá hvaða verslanir eru með og hvað er í boði. Þetta eflir innlenda verslun og innlenda netverslun og við erum enn ekki hætt að gefa gjafir á jólunum svo það er gaman að geta gefið þá kannski örlítið veglegra eða eitthvað sem virkilega vantar heldur en að kaupa bara eitthvað. svo ég mæli með að fólk sé skipulagt og nýti sér tilboðin vel. Það er allur gangur á því hve mikla afslætti verslanir bjóða, sumir eru með flatan afslátt en aðrir með mismunandi afslátt eftir því hver varan er en allir með flotta afslætti og tilboð í þennan sólahring,“ segir Brynja. 50 heppnir kaupendur fá endurgreitt „Netgíró stendur alltaf þétt við bakið á okkur og í ár munu þau aftur endurgreiða 50 heppnum aðilum sem versla á Singles Day í gegnum 1111.is . Ég hef fengið það skemmtilega verkefni hingað til að hringja í fólk og tilkynna því að það fái kaupin endurgreidd og það er fátt jafn gaman eins og að gefa og létta undir með fólki í þessum mjög svo stressandi mánuði þar sem útgjöldin eru mikil á flestum heimilum,“ segir Brynja. Verslun Jól Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
„Við erum alltaf að stækka og þróa síðuna okkar en viðmótið er komið til að vera. Að því sögðu verður nýjung á henni sem verður skemmtileg viðbót þetta árið,“ segir Brynja Dan, eigandi afsláttarsíðunnar 1111.is en þar er nú hægt að gera dúndurkaup hjá yfir 300 fyrirtækjum. Einn af stóru netverslunardögum ársins er í dag, Singles Day eða Dagur einhleypra sem margir nota til þess að kaupa jólagjafir á góðu verði. „Það er hægt að klára jólainnkaupin eða svo gott sem á einu bretti, og njóta svo aðventunnar í rólegheitum,“ segir Brynja. „Þarna er hægt að finna allt milli himins og jarðar, þú getur keypt þér rúm, verkfæri, barnavörur, fatnað, upplifanir, hótelgistingu, mat, snyrtivörur, kynlífstæki og allt þar á milli. Úrvalið er endalaust og eitthvað sem við erum mjög stolt af. Nú er þetta í 7. skiptið sem við höldum Singles Day hér á Íslandi en Alibaba risinn fór af stað með þetta ári fyrr svo þetta er því í 8. skipti í heiminum sem dagurinn er haldinn,“ segir Brynja og bætir við Íslendingar séu orðnir mjög sjóaðir í netverslun og kunni að nýta sér afsláttardaga eins og Singles Day. Eflir innlenda verslun „Ég vona að markaðssetningin og vinnan sé að skila sér, að við séum farin að gera ráð fyrir þessum degi eins og útsölu í janúar. Það bíða alltaf fleiri og fleiri spennir eftir því að síðan opni á miðnætti þann 11.11 til að sjá hvaða verslanir eru með og hvað er í boði. Þetta eflir innlenda verslun og innlenda netverslun og við erum enn ekki hætt að gefa gjafir á jólunum svo það er gaman að geta gefið þá kannski örlítið veglegra eða eitthvað sem virkilega vantar heldur en að kaupa bara eitthvað. svo ég mæli með að fólk sé skipulagt og nýti sér tilboðin vel. Það er allur gangur á því hve mikla afslætti verslanir bjóða, sumir eru með flatan afslátt en aðrir með mismunandi afslátt eftir því hver varan er en allir með flotta afslætti og tilboð í þennan sólahring,“ segir Brynja. 50 heppnir kaupendur fá endurgreitt „Netgíró stendur alltaf þétt við bakið á okkur og í ár munu þau aftur endurgreiða 50 heppnum aðilum sem versla á Singles Day í gegnum 1111.is . Ég hef fengið það skemmtilega verkefni hingað til að hringja í fólk og tilkynna því að það fái kaupin endurgreidd og það er fátt jafn gaman eins og að gefa og létta undir með fólki í þessum mjög svo stressandi mánuði þar sem útgjöldin eru mikil á flestum heimilum,“ segir Brynja.
Verslun Jól Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira