„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2021 22:05 Guðmundur Guðbrandsson er umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er nú á lokametrunum í Glasgow og þar hafa fulltrúar ríkja heimsins mætt til að ræða aðgerðir í loftslagsmálum, og hvað þurfi að gera til að stemma í stigu við hlýnun jarðar. Guðmundur Ingi ræddi það sem komið hefur fram á ráðstefnunni í beinni útsendingu frá Glasgow í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hann loforðin sem hingað til hafi borist ekki tryggja nægilegan góðan árangur. „Fyrir ráðstefnuna bentu loforð ríkja heimsins til að hlýnun jarðar yrði um 2,7 gráður og eftir þau loforð sem hér hafa komið fram virðist þetta stefna í kannski 2,4 gráðu hlýnun sem er ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki. Við viljum fara undir tvær gráðurnar og Ísland hefur nú lagt áherslu á það ásamt öðrum ríkjum að við séum í 1,5,“ sagði Guðmundur. Bindur hann þó vonir við að árangur náist. „Við vonumst enn þá til að þetta geti batnað en allavega að það verði skýr skilaboð frá ráðstefnunni um það að við höldum áfram að lækka þetta.“ Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. Aðspurður um hvort að yfirvöld hér á landi myndu taka þátt í þessu sagði Guðmundur að það yrði að koma í ljós eftir að ný ríkisstjórn er mynduð. „Núna eru viðræður í gangi um nýja ríkisstjórn og við verðum að sjá hvað ný ríkisstjórn ber í skauti sér, það verður að ráðast af því.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. 10. nóvember 2021 12:52 Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er nú á lokametrunum í Glasgow og þar hafa fulltrúar ríkja heimsins mætt til að ræða aðgerðir í loftslagsmálum, og hvað þurfi að gera til að stemma í stigu við hlýnun jarðar. Guðmundur Ingi ræddi það sem komið hefur fram á ráðstefnunni í beinni útsendingu frá Glasgow í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hann loforðin sem hingað til hafi borist ekki tryggja nægilegan góðan árangur. „Fyrir ráðstefnuna bentu loforð ríkja heimsins til að hlýnun jarðar yrði um 2,7 gráður og eftir þau loforð sem hér hafa komið fram virðist þetta stefna í kannski 2,4 gráðu hlýnun sem er ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki. Við viljum fara undir tvær gráðurnar og Ísland hefur nú lagt áherslu á það ásamt öðrum ríkjum að við séum í 1,5,“ sagði Guðmundur. Bindur hann þó vonir við að árangur náist. „Við vonumst enn þá til að þetta geti batnað en allavega að það verði skýr skilaboð frá ráðstefnunni um það að við höldum áfram að lækka þetta.“ Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. Aðspurður um hvort að yfirvöld hér á landi myndu taka þátt í þessu sagði Guðmundur að það yrði að koma í ljós eftir að ný ríkisstjórn er mynduð. „Núna eru viðræður í gangi um nýja ríkisstjórn og við verðum að sjá hvað ný ríkisstjórn ber í skauti sér, það verður að ráðast af því.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. 10. nóvember 2021 12:52 Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. 10. nóvember 2021 12:52
Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18
Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05
Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?