Arnór gerir athugasemdir við vinnubrögð Auðnast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2021 14:00 Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálstofnunar í annað skiptið sumarið 2020. Vísir/vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, gerir athugasemdir við áhættumat mannauðsfyrirtækisins Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar. Í áhættumatinu, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, fær Menntamálastofnun falleinkunn í sjö af ellefu áhættuþáttum. Þá segist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór segir í tilkynningu til fjölmiðla að við fyrstu sýn virðist honum sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Þá spili fjöldi þátta inn í slæma starfsánægju. Stofnunin starfi innan þröngra fjárheimilda og upplýsingagjöf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Yfirlýsingu Arnórs má sjá að neðan. Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk. Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í áhættumatinu, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, fær Menntamálastofnun falleinkunn í sjö af ellefu áhættuþáttum. Þá segist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór segir í tilkynningu til fjölmiðla að við fyrstu sýn virðist honum sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Þá spili fjöldi þátta inn í slæma starfsánægju. Stofnunin starfi innan þröngra fjárheimilda og upplýsingagjöf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Yfirlýsingu Arnórs má sjá að neðan. Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk.
Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk.
Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02
Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05