People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 13:31 Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims af tímaritinu People. Getty/Mike Pont Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. Rudd er 52 ára gamall og hefur leikið í myndum á borð við Ant-Man, I Love You Man, Anchorman, Admission og Clueless. Í viðtali við People segist hann hafa verið kallaður vingjarnlegur og duglegur en kynþokkafullur sé honum framandi titill. „Þegar ég hugsa um sjálfan mig, þá hugsa ég um mig sem eiginmann og faðir. Það er það sem ég er. Ég elska að verja tíma með fjölskyldunni þegar ég er ekki að vinna. Það er það sem ég elska mest,“ segir Rudd sem hefur verið giftur eiginkonu sinni Julie í 18 ár. Saman eiga þau Jack 17 ára og Darby 12 ára. View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Rudd segir eiginkonu sína hafa tekið titlinum vel. Hún hafi bæði hlegið og verið hissa en sagt að þarna hefði People tímaritið rétt fyrir sér. „Það var mjög sætt en hún var örugglega ekki að segja sannleikann en hvað annað átti hún að segja?“ segir leikarinn. Þrátt fyrir að það muni taka tíma að venjast titlinum segist Rudd ætla að njóta hans til hins ýtrasta og fara alla leið. „Ég ætla að taka þetta á kassann. Ég ætla ekki að reyna vera hógvær. Ég ætla að gera láta gera nafnspjöld, þrátt fyrir að allir vinir mínir eigi eftir að gera grín að mér. Ég ætlast til þess af þeim, það er ástæðan fyrir því að þeir eru vinir mínir.“ View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Hann telur að líf sitt eigi eftir að breytast til muna nú þegar hann er kynþokkafyllsti maður í heimi. „Ég vona að mér verði núna boðið í öll þessi kynþokkafullu matarboð með Clooney, Pitt og B Jordan. Ég hugsa að ég muni eyði meiri tíma á snekkjum,“ segir Rudd sem hlakkar til þess sem lífið mun nú hafa upp á að bjóða. Tímaritið People velur kynþokkafyllsta mann heims á hverju ári en fyrirrennarar Rudd eru meðal annars Michael B. Jordan, John Legend, Idris Elba og Blake Shelton. Hollywood Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Idris Elba valinn kynþokkafyllsti karlmaður veraldar Breski leikarinn Idris Elba hefur verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims af bandaríska tímaritinu People. 9. nóvember 2018 11:30 Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Hemsworth tekur við keflinu af Adam Levine. 19. nóvember 2014 17:00 Kynþokkafyllsti maður heims Leikarinn Channing Tatum, sem beraði líkamann í kvikmyndinni Magic Mike á árinu, hefur verið kosinn kynþokkafyllsti núlifandi maðurinn af tímaritinu People. 15. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Rudd er 52 ára gamall og hefur leikið í myndum á borð við Ant-Man, I Love You Man, Anchorman, Admission og Clueless. Í viðtali við People segist hann hafa verið kallaður vingjarnlegur og duglegur en kynþokkafullur sé honum framandi titill. „Þegar ég hugsa um sjálfan mig, þá hugsa ég um mig sem eiginmann og faðir. Það er það sem ég er. Ég elska að verja tíma með fjölskyldunni þegar ég er ekki að vinna. Það er það sem ég elska mest,“ segir Rudd sem hefur verið giftur eiginkonu sinni Julie í 18 ár. Saman eiga þau Jack 17 ára og Darby 12 ára. View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Rudd segir eiginkonu sína hafa tekið titlinum vel. Hún hafi bæði hlegið og verið hissa en sagt að þarna hefði People tímaritið rétt fyrir sér. „Það var mjög sætt en hún var örugglega ekki að segja sannleikann en hvað annað átti hún að segja?“ segir leikarinn. Þrátt fyrir að það muni taka tíma að venjast titlinum segist Rudd ætla að njóta hans til hins ýtrasta og fara alla leið. „Ég ætla að taka þetta á kassann. Ég ætla ekki að reyna vera hógvær. Ég ætla að gera láta gera nafnspjöld, þrátt fyrir að allir vinir mínir eigi eftir að gera grín að mér. Ég ætlast til þess af þeim, það er ástæðan fyrir því að þeir eru vinir mínir.“ View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Hann telur að líf sitt eigi eftir að breytast til muna nú þegar hann er kynþokkafyllsti maður í heimi. „Ég vona að mér verði núna boðið í öll þessi kynþokkafullu matarboð með Clooney, Pitt og B Jordan. Ég hugsa að ég muni eyði meiri tíma á snekkjum,“ segir Rudd sem hlakkar til þess sem lífið mun nú hafa upp á að bjóða. Tímaritið People velur kynþokkafyllsta mann heims á hverju ári en fyrirrennarar Rudd eru meðal annars Michael B. Jordan, John Legend, Idris Elba og Blake Shelton.
Hollywood Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Idris Elba valinn kynþokkafyllsti karlmaður veraldar Breski leikarinn Idris Elba hefur verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims af bandaríska tímaritinu People. 9. nóvember 2018 11:30 Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Hemsworth tekur við keflinu af Adam Levine. 19. nóvember 2014 17:00 Kynþokkafyllsti maður heims Leikarinn Channing Tatum, sem beraði líkamann í kvikmyndinni Magic Mike á árinu, hefur verið kosinn kynþokkafyllsti núlifandi maðurinn af tímaritinu People. 15. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Idris Elba valinn kynþokkafyllsti karlmaður veraldar Breski leikarinn Idris Elba hefur verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims af bandaríska tímaritinu People. 9. nóvember 2018 11:30
Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Hemsworth tekur við keflinu af Adam Levine. 19. nóvember 2014 17:00
Kynþokkafyllsti maður heims Leikarinn Channing Tatum, sem beraði líkamann í kvikmyndinni Magic Mike á árinu, hefur verið kosinn kynþokkafyllsti núlifandi maðurinn af tímaritinu People. 15. nóvember 2012 13:30