Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 18:58 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar. vísir/sigurjón Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. Nefndin hefur fundað yfir tuttugu sinnum á þeim sex vikum sem liðnar eru frá kosningum. Við vettvangsferð sem farin var í Borgarnes fyrir þremur vikum kom í ljós við yfirferð bunka auðra atkvæða að þar leyndist atkvæði sem hefði átt að teljast gilt og tilheyra Framsóknarflokknum. Nú vill nefndin fara aftur í slíka ferð til að skoða kjörgögnin enn betur. Óljóst hvað eigi að skoða „Við höfum gert þetta tvisvar áður og þurfum að staðfesta ákveðna hluti sem við erum að velta fyrir okkur,“ segir Birgir. Hvaða hlutir eru það? „Nei, við erum svo sem ekkert að fara nánar út í það sko. Við erum hins vegar bara í því að vera að velta fyrir okkur ýmsum öngum á þessu máli og það að fara í Borgarnes einu sinni í viðbót, það er bara partur af því.“ Heimildir fréttastofu herma að þar sé sérstaklega verið að horfa til flokkunar atkvæða og hvernig henni var háttað. Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi.vísir/vilhelm Þar sé mögulega til skoðunar að skoða aftur alla bunka og sjá hvort fleiri bunkar innihaldi atkvæði sem eiga heima annars staðar. Birgir vill ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það. Ég meina, þegar við erum búin að tékka af þessa hluti þá munum við gera fundargerð sem verður síðan birt, eins og við höfum gert í fyrri tilvikum,“ segir hann. Tímapressa á nefndinni Forsætisráðherra hefur gefið það út að stjórnarsáttmáli áframhaldandi ríkisstjórnar muni ekki vera kynntur fyrr en vafa um mögulega uppkosningu hefur verið eytt. Það veltur því á nefndinni hvenær ný ríkisstjórn verður mynduð og þing kallað saman á ný. „Við auðvitað gerum okkur grein fyrir því að verkefni okkar er þess eðlis að því þarf að ljúka eins fljótt og hægt er en á hinn bóginn er mikilvægt fyrir okkur líka að vanda til verka þannig að við viljum ekki skilja eftir einhverja lausa enda þar sem við getum hugsanlega hnýtt þá,“ segir Birgir. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Nefndin hefur fundað yfir tuttugu sinnum á þeim sex vikum sem liðnar eru frá kosningum. Við vettvangsferð sem farin var í Borgarnes fyrir þremur vikum kom í ljós við yfirferð bunka auðra atkvæða að þar leyndist atkvæði sem hefði átt að teljast gilt og tilheyra Framsóknarflokknum. Nú vill nefndin fara aftur í slíka ferð til að skoða kjörgögnin enn betur. Óljóst hvað eigi að skoða „Við höfum gert þetta tvisvar áður og þurfum að staðfesta ákveðna hluti sem við erum að velta fyrir okkur,“ segir Birgir. Hvaða hlutir eru það? „Nei, við erum svo sem ekkert að fara nánar út í það sko. Við erum hins vegar bara í því að vera að velta fyrir okkur ýmsum öngum á þessu máli og það að fara í Borgarnes einu sinni í viðbót, það er bara partur af því.“ Heimildir fréttastofu herma að þar sé sérstaklega verið að horfa til flokkunar atkvæða og hvernig henni var háttað. Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi.vísir/vilhelm Þar sé mögulega til skoðunar að skoða aftur alla bunka og sjá hvort fleiri bunkar innihaldi atkvæði sem eiga heima annars staðar. Birgir vill ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það. Ég meina, þegar við erum búin að tékka af þessa hluti þá munum við gera fundargerð sem verður síðan birt, eins og við höfum gert í fyrri tilvikum,“ segir hann. Tímapressa á nefndinni Forsætisráðherra hefur gefið það út að stjórnarsáttmáli áframhaldandi ríkisstjórnar muni ekki vera kynntur fyrr en vafa um mögulega uppkosningu hefur verið eytt. Það veltur því á nefndinni hvenær ný ríkisstjórn verður mynduð og þing kallað saman á ný. „Við auðvitað gerum okkur grein fyrir því að verkefni okkar er þess eðlis að því þarf að ljúka eins fljótt og hægt er en á hinn bóginn er mikilvægt fyrir okkur líka að vanda til verka þannig að við viljum ekki skilja eftir einhverja lausa enda þar sem við getum hugsanlega hnýtt þá,“ segir Birgir.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum