Merkileg dráttarvél gefin á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2021 20:30 Kristján Helgi við Cantaur dráttarvélina, sem hann hefur gert upp síðustu sjö ár. Vélin er ágerð 1934. Ein merkilegasta dráttarvél landsins er nú komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri en það var Kristján Helgi Bjartmarsson, sem er mikill eljumaður og fagurkerri, sem færði safninu vélina að gjöf. Vélin, sem er gangfær er snúið í gang. Centaur dráttarvélin er frá Mælifelli í Skagafirði uppgerð af Kristjáni Helga Bjartmarssyni, sem afhenti Landbúnaðarsafninu gripinn formlega um helgina að viðstöddu fjölmenni á Hvanneyri. Vélin, sem er árgerð 1934 var fyrst notaður á bænum Jódísarstöðum í Eyjafirði en svo keypti pabbi Kristjáns Helga, séra Bjartmar Kristjánsson á Mælifelli vélina og eftir að hann var búin að nota hana til fjölda ára gaf hann Centaurinn til Þjóðminjasafnsins til varðveislu, enda þótti þetta mjög merkileg vél. 2014 samdi Kristján Helgi við Þjóðminjasafnið um að gera vélina upp og tók það hann sjö ár að koma henni í toppstand og nú er hún sem sagt komin til endanlegrar varðveislu á Hvanneyri. Það komu sex svona dráttarvélar til landsins en hlutverk þeirra var að leysa hestinn af hólmi. „Þessi vél átti sem sagt að geta dregið allt, sem hesturinn hafði dregið áður.Ég man mjög vel eftir þessari vél úr minni barnæsku. Mér þótti þetta abbarat afskaplega spennandi. Pabbi var mjög lagin við vélar,“ segir Kristján Mikil ánægja er hjá Þjóðminjasafninu með að nú sé búið að gera dráttarvélina upp og að hún sé komin í örugga höfn á Hvanneyri. „Þetta er í rauninni dæmi um það, sem við stöndum nú frammi fyrir við safnið í dag að söfnin eru yfirfull af hlutum, sem við safnmenn kunnum ekkert á, vitum lítið um og erum gjörsamlega ráðalaus með. Hefði vélin ekki verið undir hatti Þjóðminjasafnsins þá væri engin Centaur til og þar með þá dottinn sá hlekkur úr landbúnaðarsögunni þó hann hafi ekkert verið mjög stór en þá er þetta ansi merkilegur þáttur í sögunni“ sagði Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafninu meðal annars í ávarpi sínu. Áður en Kristján afhenti vélina formlega fór hann með eina stutta stöku. Ljúfu Skjónu leysti af, lauk þar hennar vanda. Séra Bjartmar seinna gaf, safni þennan fjanda. Mikil ánægja er með að dráttarvélin sé komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Á myndinni frá vinstri eru þau Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður safnsins, Kristján Helgi, Ragnhildur Helga Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafni ÍslandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Menning Söfn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Centaur dráttarvélin er frá Mælifelli í Skagafirði uppgerð af Kristjáni Helga Bjartmarssyni, sem afhenti Landbúnaðarsafninu gripinn formlega um helgina að viðstöddu fjölmenni á Hvanneyri. Vélin, sem er árgerð 1934 var fyrst notaður á bænum Jódísarstöðum í Eyjafirði en svo keypti pabbi Kristjáns Helga, séra Bjartmar Kristjánsson á Mælifelli vélina og eftir að hann var búin að nota hana til fjölda ára gaf hann Centaurinn til Þjóðminjasafnsins til varðveislu, enda þótti þetta mjög merkileg vél. 2014 samdi Kristján Helgi við Þjóðminjasafnið um að gera vélina upp og tók það hann sjö ár að koma henni í toppstand og nú er hún sem sagt komin til endanlegrar varðveislu á Hvanneyri. Það komu sex svona dráttarvélar til landsins en hlutverk þeirra var að leysa hestinn af hólmi. „Þessi vél átti sem sagt að geta dregið allt, sem hesturinn hafði dregið áður.Ég man mjög vel eftir þessari vél úr minni barnæsku. Mér þótti þetta abbarat afskaplega spennandi. Pabbi var mjög lagin við vélar,“ segir Kristján Mikil ánægja er hjá Þjóðminjasafninu með að nú sé búið að gera dráttarvélina upp og að hún sé komin í örugga höfn á Hvanneyri. „Þetta er í rauninni dæmi um það, sem við stöndum nú frammi fyrir við safnið í dag að söfnin eru yfirfull af hlutum, sem við safnmenn kunnum ekkert á, vitum lítið um og erum gjörsamlega ráðalaus með. Hefði vélin ekki verið undir hatti Þjóðminjasafnsins þá væri engin Centaur til og þar með þá dottinn sá hlekkur úr landbúnaðarsögunni þó hann hafi ekkert verið mjög stór en þá er þetta ansi merkilegur þáttur í sögunni“ sagði Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafninu meðal annars í ávarpi sínu. Áður en Kristján afhenti vélina formlega fór hann með eina stutta stöku. Ljúfu Skjónu leysti af, lauk þar hennar vanda. Séra Bjartmar seinna gaf, safni þennan fjanda. Mikil ánægja er með að dráttarvélin sé komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Á myndinni frá vinstri eru þau Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður safnsins, Kristján Helgi, Ragnhildur Helga Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafni ÍslandsMagnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Menning Söfn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira