Vanur gagnrýni á störf sín og óttast ekki framhaldið Stefán Árni Pálsson skrifar 9. nóvember 2021 10:31 Sigmar Guðmundsson er kominn inn á þing fyrir Viðreisn. Eftir að hafa unnið á RÚV og gert mögulega allt sem hægt er að gera í fjölmiðlum, er hann á leið á þing fyrir Viðreisn. En hvers vegna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi fór Sindri Sindrason í morgunkaffi til Sigmars Guðmundssonar á fallegt heimili hans og Júlíönu Einarsdóttur í Hlíðunum. Sigmar vaknar vanalega eldsnemma morguns. „Ég byrjaði á RÚV árið 1998 og svo allt í einu gerðist það í vor að mér stóð til boða að söðla um. Ég var búinn að gera rosalega margt af því sem hægt er að gera í útvarpi og sjónvarpi, búinn að stýra allskonar sjónvarpsþáttum, útvarpsþáttum, skemmtiþáttum, viðtalsþáttum vísindaþáttum og spurningaþáttum. Ég var búinn að gera mjög mikið. Mér fannst ég á þessum tíma í stöðunni, ætla ég að vera á Ríkisútvarpinu út ævina eða langar mig að prófa eitthvað nýtt,“ segir Sigmar. „Ég hafði aldrei velt því fyrir mér að fara í pólitík. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á pólitík en svo bauðst mér þetta, fékk bara fyrirspurn frá uppstillingarnefnd hjá Viðreisn. Það er hrikalega gaman að vinna á fjölmiðli og þetta var því spurningin á ég að sleppa því og prófa hitt. Svo er þetta mikil óvissa, nærðu inn á þing? Það var ein spurningin.“ Eins og áður segir var Sigmar lengi á RÚV og meðal annars lengi í Kastljósinu. Hann segist hafa orðið vanur að fá yfir sig töluverða gagnrýni í því starfi. „En sú gagnrýni er ekki eins óvægin og í pólitíkinni. Það er bara eitthvað af þessu sem maður tók inn í jöfnuna og ég kvíði því ekkert. Það er bara partur af þessu en mér finnst reyndar stundum umræðan á netinu vera aðeins of.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Viðreisn Alþingi Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi fór Sindri Sindrason í morgunkaffi til Sigmars Guðmundssonar á fallegt heimili hans og Júlíönu Einarsdóttur í Hlíðunum. Sigmar vaknar vanalega eldsnemma morguns. „Ég byrjaði á RÚV árið 1998 og svo allt í einu gerðist það í vor að mér stóð til boða að söðla um. Ég var búinn að gera rosalega margt af því sem hægt er að gera í útvarpi og sjónvarpi, búinn að stýra allskonar sjónvarpsþáttum, útvarpsþáttum, skemmtiþáttum, viðtalsþáttum vísindaþáttum og spurningaþáttum. Ég var búinn að gera mjög mikið. Mér fannst ég á þessum tíma í stöðunni, ætla ég að vera á Ríkisútvarpinu út ævina eða langar mig að prófa eitthvað nýtt,“ segir Sigmar. „Ég hafði aldrei velt því fyrir mér að fara í pólitík. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á pólitík en svo bauðst mér þetta, fékk bara fyrirspurn frá uppstillingarnefnd hjá Viðreisn. Það er hrikalega gaman að vinna á fjölmiðli og þetta var því spurningin á ég að sleppa því og prófa hitt. Svo er þetta mikil óvissa, nærðu inn á þing? Það var ein spurningin.“ Eins og áður segir var Sigmar lengi á RÚV og meðal annars lengi í Kastljósinu. Hann segist hafa orðið vanur að fá yfir sig töluverða gagnrýni í því starfi. „En sú gagnrýni er ekki eins óvægin og í pólitíkinni. Það er bara eitthvað af þessu sem maður tók inn í jöfnuna og ég kvíði því ekkert. Það er bara partur af þessu en mér finnst reyndar stundum umræðan á netinu vera aðeins of.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Viðreisn Alþingi Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Sjá meira