Byrgjum eineltisbrunninn Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 11:00 Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings. Barn sem verður fyrir einelti getur talið sig lítils virði og ekki eiga neitt gott skilið. Eineltið getur því gert viðkomandi berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi og jafnvel sjúkdómum. Forvarnir gegn einelti eru því forvarnir gegn svo mörgu öðru. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum, svo og frístundaheimilum og dagforeldrum upp á verkefni sem miðar að því að búa börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Verkefnið nefnist Vinátta - Fri for Mobberi, er danskt að uppruna og er byggt á rannsóknum. Fjólublái bangsinn Blær sem er táknmynd Vináttu býr nú í meira en 65% leikskóla landsins ásamt hjálparböngsunum litlu sem börnin eiga. Blær hjálpar til við að byggja upp samkennd, kenna börnunum umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, virðingu fyrir hverjum og einum, umhyggju og hugrekki til að setja sér mörk og bregðast við órétti. Til þess notar Blær fjölbreytt Vináttu námsefni frá Barnaheillum. Nú hefur Blær jafnframt tekið sér bólfestu í um 30% grunnskóla. Blær brúar því bilið milli leik- og grunnskóla í fjölmörgum sveitarfélögum og skólahverfum. Samkvæmt Vináttu er einelti samfélagslegt, félagslegt og menningarlegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þarf ávallt að vinna með hópinn sem heild. Öll börn eiga rétt á að tilheyra hópi, tilheyra samfélagi og að vera virt að eigin verðleikum. Jarðvegur skapast fyrir einelti þegar eitt eða fleiri börn óttast að þau verði útundan í hópnum, útundan í leik, ekki tekið mark á tillögum þeirra eða skoðunum. Því skapast togstreita og valdabarátta innan hópsins, barátta um vinsældir. Þessi togstreita getur jafnvel varað árum saman og stuðlað að goggunarröð og útilokun. Ýmislegt er notað sem fóður eða réttlæting fyrir útilokun eða einelti og fer það algjörlega eftir hentugleika, stað og stund, hver sem er getur orðið skotspónn hverju sinni. Vinátta er í senn námsefni og verkfæri til að brjóta upp slæm samskiptamynstur og aðferðir við að koma í veg fyrir útilokun og einelti. Mörg þúsund kennarar og aðrir starfsmenn skóla hafa sótt námskeið um Vináttu á vegum Barnaheilla undanfarin ár og innleitt hugmyndafræðina í skólastarfið. Það hefur sannarlega skilað sér. Börnin sýna hvert öðru meiri tillitssemi og umhyggju. Þau hughreysta félaga sína oftar og hafa frumkvæði að því að grípa inn í ef þau verða vitni að ranglæti. Þau öðlast hugrekki og kjark til að skipta sér af – segja „stopp“ og þau taka stundum sjálf ábyrgð á að miðla málum þegar kemur upp ósætti. Allir þessir starfsmenn skóla eiga sannarlega þakkir skilið. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla og samfélagsins alls í Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings. Barn sem verður fyrir einelti getur talið sig lítils virði og ekki eiga neitt gott skilið. Eineltið getur því gert viðkomandi berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi og jafnvel sjúkdómum. Forvarnir gegn einelti eru því forvarnir gegn svo mörgu öðru. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum, svo og frístundaheimilum og dagforeldrum upp á verkefni sem miðar að því að búa börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Verkefnið nefnist Vinátta - Fri for Mobberi, er danskt að uppruna og er byggt á rannsóknum. Fjólublái bangsinn Blær sem er táknmynd Vináttu býr nú í meira en 65% leikskóla landsins ásamt hjálparböngsunum litlu sem börnin eiga. Blær hjálpar til við að byggja upp samkennd, kenna börnunum umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, virðingu fyrir hverjum og einum, umhyggju og hugrekki til að setja sér mörk og bregðast við órétti. Til þess notar Blær fjölbreytt Vináttu námsefni frá Barnaheillum. Nú hefur Blær jafnframt tekið sér bólfestu í um 30% grunnskóla. Blær brúar því bilið milli leik- og grunnskóla í fjölmörgum sveitarfélögum og skólahverfum. Samkvæmt Vináttu er einelti samfélagslegt, félagslegt og menningarlegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þarf ávallt að vinna með hópinn sem heild. Öll börn eiga rétt á að tilheyra hópi, tilheyra samfélagi og að vera virt að eigin verðleikum. Jarðvegur skapast fyrir einelti þegar eitt eða fleiri börn óttast að þau verði útundan í hópnum, útundan í leik, ekki tekið mark á tillögum þeirra eða skoðunum. Því skapast togstreita og valdabarátta innan hópsins, barátta um vinsældir. Þessi togstreita getur jafnvel varað árum saman og stuðlað að goggunarröð og útilokun. Ýmislegt er notað sem fóður eða réttlæting fyrir útilokun eða einelti og fer það algjörlega eftir hentugleika, stað og stund, hver sem er getur orðið skotspónn hverju sinni. Vinátta er í senn námsefni og verkfæri til að brjóta upp slæm samskiptamynstur og aðferðir við að koma í veg fyrir útilokun og einelti. Mörg þúsund kennarar og aðrir starfsmenn skóla hafa sótt námskeið um Vináttu á vegum Barnaheilla undanfarin ár og innleitt hugmyndafræðina í skólastarfið. Það hefur sannarlega skilað sér. Börnin sýna hvert öðru meiri tillitssemi og umhyggju. Þau hughreysta félaga sína oftar og hafa frumkvæði að því að grípa inn í ef þau verða vitni að ranglæti. Þau öðlast hugrekki og kjark til að skipta sér af – segja „stopp“ og þau taka stundum sjálf ábyrgð á að miðla málum þegar kemur upp ósætti. Allir þessir starfsmenn skóla eiga sannarlega þakkir skilið. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla og samfélagsins alls í Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun