Kaffi og grobbsögur það besta við Himnaríki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 07:00 Það er allur gangur á því hvenær og auðvitað hvort menn komast til himnaríkis, ef þeir á annað borð trúa á slíkt fyrirbæri. En á Siglufirði er að finna Himnaríki, sem er óneitanlega raunverulegt og það er opið hverjum þeim sem vill kíkja við í kaffi, laga bílinn sinn eða hreinlega spjalla um þjóðmálin. Og yfir þessu Himnaríki ríkir enginn guð, heldur hann Guðni, fyrrverandi lögga í bænum sem varð að láta af störfum eftir vinnuslys. „Eftir það fór ég að leita mér að einhverju bara við að vera. Gekk illa að fá vinnu á almennum markaði, menn eru ekkert æstir í að ráða gamla kalla, öryrkja, í almenna vinnu. Þannig að ég ákvað bara að búa mér hana til sjálfur og búa mér til stað sjálfur til að vera á og á eftir mér kom alveg halarófa af mönnum í svipaðri stöðu,“ segir Guðni Sveinsson, fyrrverandi lögreglumaður. Henda lærum og sviðakjömmum í Guðna Hjá Guðna í Himnaríki er ýmislegt hægt að gera. „Fyrst og fremst drekka kaffi, segja grobbsögur og tala um bíla og veðrið. Og spekúlera í stjórnmálum og þjóðmálum bara almennt,“ segir Guðni. Guðni býður mönnum einnig upp á bæði aðstöðu og aðstoð við bílaviðgerðir og það endurgjaldslaust. Þeir verða aðeins að greiða fyrir þá hluti sem þarf að kaupa til viðgerðanna, varaparta, lakk og slíkt, og auðvitað að mæta með góða skapið. „En þeir koma í staðinn með kaffipakka, henda í mig læri eða einhverjum sviðakjamma eða eitthvað skilurðu, en eins og ég segi; þetta á bara að vera skemmtilegt.“ Hundurinn Guðna, eins og Siglfirðingar gætu margir hverjir komist að orði, fær oft að fylgja honum niður á verkstæði.vísir/óttar Staðurinn ber nafn með rentu Þar er sérstakt áhugamál Guðna að taka við gömlum Suzuki bílum og gera þá að frábærum fjallajeppum, sem komast allan fjandann, eins og Guðni kemst að orði. Þeir eru nefnilega þannig gerðir að það er auðvelt að breyta þeim og svo eru þeir svo léttir að þeir fljóta gjarnan ofan á snjó í færð sem þyngri jeppar komast alls ekki. „Í mínum huga er þetta þá bara Himnaríki, fyrir mann sem hefur gaman að bílum og gaman að gömlu dóti og hefur gaman af að bjarga gömlu dóti og gera upp gamla bíla, að þá finnst mér þessi staður bera þetta nafn með rentu og réttu,“ segir Guðni. Fjallabyggð Bílar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Og yfir þessu Himnaríki ríkir enginn guð, heldur hann Guðni, fyrrverandi lögga í bænum sem varð að láta af störfum eftir vinnuslys. „Eftir það fór ég að leita mér að einhverju bara við að vera. Gekk illa að fá vinnu á almennum markaði, menn eru ekkert æstir í að ráða gamla kalla, öryrkja, í almenna vinnu. Þannig að ég ákvað bara að búa mér hana til sjálfur og búa mér til stað sjálfur til að vera á og á eftir mér kom alveg halarófa af mönnum í svipaðri stöðu,“ segir Guðni Sveinsson, fyrrverandi lögreglumaður. Henda lærum og sviðakjömmum í Guðna Hjá Guðna í Himnaríki er ýmislegt hægt að gera. „Fyrst og fremst drekka kaffi, segja grobbsögur og tala um bíla og veðrið. Og spekúlera í stjórnmálum og þjóðmálum bara almennt,“ segir Guðni. Guðni býður mönnum einnig upp á bæði aðstöðu og aðstoð við bílaviðgerðir og það endurgjaldslaust. Þeir verða aðeins að greiða fyrir þá hluti sem þarf að kaupa til viðgerðanna, varaparta, lakk og slíkt, og auðvitað að mæta með góða skapið. „En þeir koma í staðinn með kaffipakka, henda í mig læri eða einhverjum sviðakjamma eða eitthvað skilurðu, en eins og ég segi; þetta á bara að vera skemmtilegt.“ Hundurinn Guðna, eins og Siglfirðingar gætu margir hverjir komist að orði, fær oft að fylgja honum niður á verkstæði.vísir/óttar Staðurinn ber nafn með rentu Þar er sérstakt áhugamál Guðna að taka við gömlum Suzuki bílum og gera þá að frábærum fjallajeppum, sem komast allan fjandann, eins og Guðni kemst að orði. Þeir eru nefnilega þannig gerðir að það er auðvelt að breyta þeim og svo eru þeir svo léttir að þeir fljóta gjarnan ofan á snjó í færð sem þyngri jeppar komast alls ekki. „Í mínum huga er þetta þá bara Himnaríki, fyrir mann sem hefur gaman að bílum og gaman að gömlu dóti og hefur gaman af að bjarga gömlu dóti og gera upp gamla bíla, að þá finnst mér þessi staður bera þetta nafn með rentu og réttu,“ segir Guðni.
Fjallabyggð Bílar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira