Kaffi og grobbsögur það besta við Himnaríki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 07:00 Það er allur gangur á því hvenær og auðvitað hvort menn komast til himnaríkis, ef þeir á annað borð trúa á slíkt fyrirbæri. En á Siglufirði er að finna Himnaríki, sem er óneitanlega raunverulegt og það er opið hverjum þeim sem vill kíkja við í kaffi, laga bílinn sinn eða hreinlega spjalla um þjóðmálin. Og yfir þessu Himnaríki ríkir enginn guð, heldur hann Guðni, fyrrverandi lögga í bænum sem varð að láta af störfum eftir vinnuslys. „Eftir það fór ég að leita mér að einhverju bara við að vera. Gekk illa að fá vinnu á almennum markaði, menn eru ekkert æstir í að ráða gamla kalla, öryrkja, í almenna vinnu. Þannig að ég ákvað bara að búa mér hana til sjálfur og búa mér til stað sjálfur til að vera á og á eftir mér kom alveg halarófa af mönnum í svipaðri stöðu,“ segir Guðni Sveinsson, fyrrverandi lögreglumaður. Henda lærum og sviðakjömmum í Guðna Hjá Guðna í Himnaríki er ýmislegt hægt að gera. „Fyrst og fremst drekka kaffi, segja grobbsögur og tala um bíla og veðrið. Og spekúlera í stjórnmálum og þjóðmálum bara almennt,“ segir Guðni. Guðni býður mönnum einnig upp á bæði aðstöðu og aðstoð við bílaviðgerðir og það endurgjaldslaust. Þeir verða aðeins að greiða fyrir þá hluti sem þarf að kaupa til viðgerðanna, varaparta, lakk og slíkt, og auðvitað að mæta með góða skapið. „En þeir koma í staðinn með kaffipakka, henda í mig læri eða einhverjum sviðakjamma eða eitthvað skilurðu, en eins og ég segi; þetta á bara að vera skemmtilegt.“ Hundurinn Guðna, eins og Siglfirðingar gætu margir hverjir komist að orði, fær oft að fylgja honum niður á verkstæði.vísir/óttar Staðurinn ber nafn með rentu Þar er sérstakt áhugamál Guðna að taka við gömlum Suzuki bílum og gera þá að frábærum fjallajeppum, sem komast allan fjandann, eins og Guðni kemst að orði. Þeir eru nefnilega þannig gerðir að það er auðvelt að breyta þeim og svo eru þeir svo léttir að þeir fljóta gjarnan ofan á snjó í færð sem þyngri jeppar komast alls ekki. „Í mínum huga er þetta þá bara Himnaríki, fyrir mann sem hefur gaman að bílum og gaman að gömlu dóti og hefur gaman af að bjarga gömlu dóti og gera upp gamla bíla, að þá finnst mér þessi staður bera þetta nafn með rentu og réttu,“ segir Guðni. Fjallabyggð Bílar Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Og yfir þessu Himnaríki ríkir enginn guð, heldur hann Guðni, fyrrverandi lögga í bænum sem varð að láta af störfum eftir vinnuslys. „Eftir það fór ég að leita mér að einhverju bara við að vera. Gekk illa að fá vinnu á almennum markaði, menn eru ekkert æstir í að ráða gamla kalla, öryrkja, í almenna vinnu. Þannig að ég ákvað bara að búa mér hana til sjálfur og búa mér til stað sjálfur til að vera á og á eftir mér kom alveg halarófa af mönnum í svipaðri stöðu,“ segir Guðni Sveinsson, fyrrverandi lögreglumaður. Henda lærum og sviðakjömmum í Guðna Hjá Guðna í Himnaríki er ýmislegt hægt að gera. „Fyrst og fremst drekka kaffi, segja grobbsögur og tala um bíla og veðrið. Og spekúlera í stjórnmálum og þjóðmálum bara almennt,“ segir Guðni. Guðni býður mönnum einnig upp á bæði aðstöðu og aðstoð við bílaviðgerðir og það endurgjaldslaust. Þeir verða aðeins að greiða fyrir þá hluti sem þarf að kaupa til viðgerðanna, varaparta, lakk og slíkt, og auðvitað að mæta með góða skapið. „En þeir koma í staðinn með kaffipakka, henda í mig læri eða einhverjum sviðakjamma eða eitthvað skilurðu, en eins og ég segi; þetta á bara að vera skemmtilegt.“ Hundurinn Guðna, eins og Siglfirðingar gætu margir hverjir komist að orði, fær oft að fylgja honum niður á verkstæði.vísir/óttar Staðurinn ber nafn með rentu Þar er sérstakt áhugamál Guðna að taka við gömlum Suzuki bílum og gera þá að frábærum fjallajeppum, sem komast allan fjandann, eins og Guðni kemst að orði. Þeir eru nefnilega þannig gerðir að það er auðvelt að breyta þeim og svo eru þeir svo léttir að þeir fljóta gjarnan ofan á snjó í færð sem þyngri jeppar komast alls ekki. „Í mínum huga er þetta þá bara Himnaríki, fyrir mann sem hefur gaman að bílum og gaman að gömlu dóti og hefur gaman af að bjarga gömlu dóti og gera upp gamla bíla, að þá finnst mér þessi staður bera þetta nafn með rentu og réttu,“ segir Guðni.
Fjallabyggð Bílar Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira