Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 18:31 Þórólfur Guðnason hefur áhyggjur af uppsveiflu í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. „Hundrað tilfelli á dag er bara of mikið fyrir Landspítalann. Þetta er oft mjög veikt fólk sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu, kannski á öndunarvélar og þarf kannski að vera í nokkrar vikur inni á spítalanum. Þessi hópur hleðst upp og það að fá að meðaltali tvær til þrjár innlagnir á dag held ég að sé of mikið fyrir spítalann,“ segir Þórólfur. Yfirstandandi bylgja virðist vera ein sú skæðasta til þessa, jafnvel þó langflestir séu bólusettir, eða um 90 prósent tólf ára og eldri. Óbólusettir eru 31 þúsund talsins - og til að setja það í samhengi þá eru það aðeins fleiri heldur en allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru í kringum 29 þúsund. Tæplega 1500 manns hafa greinst með Covid19 síðustu tvær vikurnar, eða um 100 manns á dag. Líkt og Þórólfur bendir á gerir Landspítalinn ráð fyrir að þrír muni þurfa á innlögn að halda á degi hverjum líkt og staðan er nú, en verkefnastjóri farsóttanefndar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að spítalinn ráði illa við það álag. Til að setja það í samhengi hversu margir landsmenn eru óbólusettir, þá eru þeir aðeins fleiri en allir íbúar Hafnarfjarðar. Neyðarástand á spítölum Þórólfur segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að sjá heilbrigðiskerfi í molum vegna kórónuveirunnar. Þannig sé það til dæmis víða í Austur-Evrópu, en þar hefur smituðum fjölgað gríðarlega, en aldrei hafa fleiri látist af völdum veirunnar í Rúmeníu í gær, þegar þeir voru sex hundruð talsins. „Við sjáum hvað er að gerast erlendis, til dæmis í Rúmeníu og Lettlandi. Þar er bara neyðarástand á spítölum, fólk fær ekki þjónustu, það er verið að senda gjörgæslusjúklinga á milli landa, það er verið að kalla eftir lækningatækjum. Við viljum ekki komst þangað, í þá stöðu,“ segir hann. Hins vegar geti það vel gerst hér, með áframhaldandi fjölgun smitaðra og því þurfi að bregðast við áður en neyðarástand skapist innan heilbrigðiskerfisins. „Ef við förum að fá kannski 300 til 400 sjúklinga á dag með smit, þá fáum við sex til átta innlagnir á dag af völdum covid. Við erum með í heildina hér á Reykjavíkursvæðinu á Landspítalanum fjórtán gjörgæslupláss, við erum með þrjú, fjögur gjörgæslupláss á Akureyri – þetta eru einu gjörgæsluplássin í landinu, sem þurfa að sinna öllum sjúklingahópum. Þannig að við höfum ekkert mikla getu og það er það sem málið snýst um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
„Hundrað tilfelli á dag er bara of mikið fyrir Landspítalann. Þetta er oft mjög veikt fólk sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu, kannski á öndunarvélar og þarf kannski að vera í nokkrar vikur inni á spítalanum. Þessi hópur hleðst upp og það að fá að meðaltali tvær til þrjár innlagnir á dag held ég að sé of mikið fyrir spítalann,“ segir Þórólfur. Yfirstandandi bylgja virðist vera ein sú skæðasta til þessa, jafnvel þó langflestir séu bólusettir, eða um 90 prósent tólf ára og eldri. Óbólusettir eru 31 þúsund talsins - og til að setja það í samhengi þá eru það aðeins fleiri heldur en allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru í kringum 29 þúsund. Tæplega 1500 manns hafa greinst með Covid19 síðustu tvær vikurnar, eða um 100 manns á dag. Líkt og Þórólfur bendir á gerir Landspítalinn ráð fyrir að þrír muni þurfa á innlögn að halda á degi hverjum líkt og staðan er nú, en verkefnastjóri farsóttanefndar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að spítalinn ráði illa við það álag. Til að setja það í samhengi hversu margir landsmenn eru óbólusettir, þá eru þeir aðeins fleiri en allir íbúar Hafnarfjarðar. Neyðarástand á spítölum Þórólfur segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að sjá heilbrigðiskerfi í molum vegna kórónuveirunnar. Þannig sé það til dæmis víða í Austur-Evrópu, en þar hefur smituðum fjölgað gríðarlega, en aldrei hafa fleiri látist af völdum veirunnar í Rúmeníu í gær, þegar þeir voru sex hundruð talsins. „Við sjáum hvað er að gerast erlendis, til dæmis í Rúmeníu og Lettlandi. Þar er bara neyðarástand á spítölum, fólk fær ekki þjónustu, það er verið að senda gjörgæslusjúklinga á milli landa, það er verið að kalla eftir lækningatækjum. Við viljum ekki komst þangað, í þá stöðu,“ segir hann. Hins vegar geti það vel gerst hér, með áframhaldandi fjölgun smitaðra og því þurfi að bregðast við áður en neyðarástand skapist innan heilbrigðiskerfisins. „Ef við förum að fá kannski 300 til 400 sjúklinga á dag með smit, þá fáum við sex til átta innlagnir á dag af völdum covid. Við erum með í heildina hér á Reykjavíkursvæðinu á Landspítalanum fjórtán gjörgæslupláss, við erum með þrjú, fjögur gjörgæslupláss á Akureyri – þetta eru einu gjörgæsluplássin í landinu, sem þurfa að sinna öllum sjúklingahópum. Þannig að við höfum ekkert mikla getu og það er það sem málið snýst um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent