Veltir fyrir sér hvort Sancho og Grealish væru betur settir hjá hinu Manchester-liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2021 08:00 Jadon Sancho og Jack Grealish í leik með enska landsliðinu. Mike Egertonl/Getty Images Manchester City og Manchester United festu bæði kaup á enskum landsliðsmönnum í sumar. Jack Grealish kom til Man City frá Aston Villa og Jadon Sancho kom til Man Utd frá Borussia Dortmund. Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Ef til vill er ósanngjarnt að setja Grealish og Sancho í sama flokk þessa stundina þar sem annar fær þó allavega að spila hjá sínu liði. Jonathan Wilson, penni hjá The Guardian, veltir fyrir sér hvort leikmennirnir væru betur settir ef þeir væru í hinu Manchester-liðinu. With Sancho struggling at United and Grealish yet really to excel at City, could it be they joined the wrong clubs?https://t.co/WUzP472Ybr— Jonathan Wilson (@jonawils) November 5, 2021 Grealish hefur spilað töluvert með Man City á leiktíðinni en ekki alveg fundið taktinn, í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Meistaradeild Evrópu, þar hefur hann skorað eitt og lagt upp annað. Wilson bendir á að þegar lið Pep Guardiola þurfti mark gegn Crystal Palace, París Saint-Germain og Liverpool var Grealish tekinn af velli. Markið hans í deildinni kom í 5-0 sigri á Norwich á meðan stoðsendingarnar komu í 5-0 sigri á Arsenal og 4-1 sigri á Brighton & Hove Albion. Sancho fær ekki nema nokkrar mínútur hér og þar í liði Ole Gunnar Solskjær og hefur ekki enn komið að marki í rauðri treyju Manchester United. Baráttan um Manchester verður háð í hádeginu óvíst er hvort þessir tveir rándýru leikmenn muni geta sett mark sitt á leikinn, í bókstaflegri merkingu. Wilson bendir á að það sé þó óþarfi að hafa áhyggjur af Grealish þar sem það tekur nýja vængmenn í liðum Pep Guardiola oftar en ekki dágóðan tíma að finna taktinn. Það er hins vegar áhyggjuefni að João Cancelo – sem hefur aðeins spilað 149 mínútur í deildinni til þessa – hefur átt fleiri snertingar á sóknarþriðjungi heldur en Grealish. Pep Guardiola hefur engar áhyggjur og mögulega er Grealish að gera nákvæmlega það sem hann á að gera. Það sem gerði hann hins vegar að svona mögnuðum leikmanni hjá Aston Villa, þessi ótrúlegu hlaup með boltann og snilldar augnablik virðast mögulega horfin. "I think that they've joined the wrong clubs" @jonawils has an interesting take on Grealish and Sancho's underwhelming starts to the season Do you agree? pic.twitter.com/9brdTQ8HTk— WhoScored.com (@WhoScored) November 5, 2021 Hinum megin í borginni fá sóknarþenkjandi leikmenn hins vegar leyfi til að gera nær hvað sem þeim dettur í hug. Það er eitthvað sem Sancho hefur átt erfitt með að aðlagast. Hjá Dortmund var hann hluti af liði sem spilaði mjög skipulagðan sóknarleik. Nú er hann í liði þar sem allt byggist á einstaklingsgæðum og leikmenn fá frjálsræði til að gera það sem þeir vilja sóknarlega. Það má vel vera að báðir leikmenn aðlagist á endanum en sem stendur virðist mögulega sem að Manchester-liðin séu með rangan enskan landsliðsmann í sínum röðum Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Ef til vill er ósanngjarnt að setja Grealish og Sancho í sama flokk þessa stundina þar sem annar fær þó allavega að spila hjá sínu liði. Jonathan Wilson, penni hjá The Guardian, veltir fyrir sér hvort leikmennirnir væru betur settir ef þeir væru í hinu Manchester-liðinu. With Sancho struggling at United and Grealish yet really to excel at City, could it be they joined the wrong clubs?https://t.co/WUzP472Ybr— Jonathan Wilson (@jonawils) November 5, 2021 Grealish hefur spilað töluvert með Man City á leiktíðinni en ekki alveg fundið taktinn, í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Meistaradeild Evrópu, þar hefur hann skorað eitt og lagt upp annað. Wilson bendir á að þegar lið Pep Guardiola þurfti mark gegn Crystal Palace, París Saint-Germain og Liverpool var Grealish tekinn af velli. Markið hans í deildinni kom í 5-0 sigri á Norwich á meðan stoðsendingarnar komu í 5-0 sigri á Arsenal og 4-1 sigri á Brighton & Hove Albion. Sancho fær ekki nema nokkrar mínútur hér og þar í liði Ole Gunnar Solskjær og hefur ekki enn komið að marki í rauðri treyju Manchester United. Baráttan um Manchester verður háð í hádeginu óvíst er hvort þessir tveir rándýru leikmenn muni geta sett mark sitt á leikinn, í bókstaflegri merkingu. Wilson bendir á að það sé þó óþarfi að hafa áhyggjur af Grealish þar sem það tekur nýja vængmenn í liðum Pep Guardiola oftar en ekki dágóðan tíma að finna taktinn. Það er hins vegar áhyggjuefni að João Cancelo – sem hefur aðeins spilað 149 mínútur í deildinni til þessa – hefur átt fleiri snertingar á sóknarþriðjungi heldur en Grealish. Pep Guardiola hefur engar áhyggjur og mögulega er Grealish að gera nákvæmlega það sem hann á að gera. Það sem gerði hann hins vegar að svona mögnuðum leikmanni hjá Aston Villa, þessi ótrúlegu hlaup með boltann og snilldar augnablik virðast mögulega horfin. "I think that they've joined the wrong clubs" @jonawils has an interesting take on Grealish and Sancho's underwhelming starts to the season Do you agree? pic.twitter.com/9brdTQ8HTk— WhoScored.com (@WhoScored) November 5, 2021 Hinum megin í borginni fá sóknarþenkjandi leikmenn hins vegar leyfi til að gera nær hvað sem þeim dettur í hug. Það er eitthvað sem Sancho hefur átt erfitt með að aðlagast. Hjá Dortmund var hann hluti af liði sem spilaði mjög skipulagðan sóknarleik. Nú er hann í liði þar sem allt byggist á einstaklingsgæðum og leikmenn fá frjálsræði til að gera það sem þeir vilja sóknarlega. Það má vel vera að báðir leikmenn aðlagist á endanum en sem stendur virðist mögulega sem að Manchester-liðin séu með rangan enskan landsliðsmann í sínum röðum
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira