Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki gefið kost á sér í síðustu tvö verkefni landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. Jóhann Berg gaf ekki kost á sér fyrir landsleikina í október vegna nárameiðsla. Hann kvaðst þó vera ósáttur við vinnubrögð KSÍ án þess þó að skýra það frekar. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is í síðasta mánuði. Jóhann Berg gaf heldur ekki kost á sér í landsleikina í þessum mánuði þar sem hann vildi einbeita sér að því að komast á fulla ferð með sínu félagsliði, Burnley á Englandi. „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í gær. Svava Kristín Grétarsdóttir spurði Arnar Þór út í gagnrýni Jóhanns Berg á vinnubrögð KSÍ í viðtali eftir blaðamannafundinn. „Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að Jói hefði eitthvað út á hópinn eða mig að setja. Okkar samskipti hafa alltaf verið mjög góð,“ sagði Arnar Þór. Hann segist að Jóhann Berg vilji festa sig almennilega í sessi hjá Burnley áður en hann snýr aftur í landsliðið. Hann segir að stundum sé ástríðan og áhuginn fyrir landsliðinu mismikill hjá leikmönnum. „Hann er í þeirri stöðu sem hann er í hjá sínu félagi. Ég þekki það sem leikmaður, ég var oft frekar þreyttur á landsliðinu eða mínu félagsliði. Langaði mikið að komast í landsliðið eða nennti ekkert að koma í landsliðið. Þetta eru bara hlutir sem gerast á ferli,“ sagði Arnar Þór. „Þetta getur haft með meiðsli að gera, þetta getur haft með fjölskylduástæður að gera, andlega líðan. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er akkúrat þetta, ef stemmningin er góð og árangurinn er góður eru meiri líkur á að menn gefi eitt prósent í viðbót fyrir landið. Og aftur, þetta eru ekki bara leikmenn, heldur ég, Eiður Smári [Guðjohnsen], allt starfsliðið og öll þjóðin.“ Klippa: Arnar Þór um Jóhann Berg Jóhann Berg hefur leikið 81 landsleik og skorað átta mörk. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi 8. september. Ísland mætir Rúmeníu 8. nóvember og Norður-Makedóníu 11. nóvember í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Jóhann Berg gaf ekki kost á sér fyrir landsleikina í október vegna nárameiðsla. Hann kvaðst þó vera ósáttur við vinnubrögð KSÍ án þess þó að skýra það frekar. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is í síðasta mánuði. Jóhann Berg gaf heldur ekki kost á sér í landsleikina í þessum mánuði þar sem hann vildi einbeita sér að því að komast á fulla ferð með sínu félagsliði, Burnley á Englandi. „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í gær. Svava Kristín Grétarsdóttir spurði Arnar Þór út í gagnrýni Jóhanns Berg á vinnubrögð KSÍ í viðtali eftir blaðamannafundinn. „Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að Jói hefði eitthvað út á hópinn eða mig að setja. Okkar samskipti hafa alltaf verið mjög góð,“ sagði Arnar Þór. Hann segist að Jóhann Berg vilji festa sig almennilega í sessi hjá Burnley áður en hann snýr aftur í landsliðið. Hann segir að stundum sé ástríðan og áhuginn fyrir landsliðinu mismikill hjá leikmönnum. „Hann er í þeirri stöðu sem hann er í hjá sínu félagi. Ég þekki það sem leikmaður, ég var oft frekar þreyttur á landsliðinu eða mínu félagsliði. Langaði mikið að komast í landsliðið eða nennti ekkert að koma í landsliðið. Þetta eru bara hlutir sem gerast á ferli,“ sagði Arnar Þór. „Þetta getur haft með meiðsli að gera, þetta getur haft með fjölskylduástæður að gera, andlega líðan. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er akkúrat þetta, ef stemmningin er góð og árangurinn er góður eru meiri líkur á að menn gefi eitt prósent í viðbót fyrir landið. Og aftur, þetta eru ekki bara leikmenn, heldur ég, Eiður Smári [Guðjohnsen], allt starfsliðið og öll þjóðin.“ Klippa: Arnar Þór um Jóhann Berg Jóhann Berg hefur leikið 81 landsleik og skorað átta mörk. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi 8. september. Ísland mætir Rúmeníu 8. nóvember og Norður-Makedóníu 11. nóvember í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira