Ekki spilað fyrir England eftir hótelheimsóknina á Íslandi og bað um frí Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 08:30 Mason Greenwood hefur ekki leikið annan A-landsleik eftir að hafa mætt Íslandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. VÍSIR/GETTY Hinn tvítugi Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, baðst undan því að taka þátt í verkefnum enska landsliðsins í fótbolta fyrri hluta þessarar leiktíðar. Frá þessu greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir að hafa í gær tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir lokaleikina í undankeppni HM. Southgate segir að Greenwood hafi viljað einbeita sér að því að festa sig í sessi í liði United og að hann hafi fullan skilning á því. Eini A-landsleikur Greenwood til þessa er leikurinn við Ísland á Laugardalsvelli 5. september í fyrra, í Þjóðadeildinni. Eftir þann leik fengu Greenwood og Phil Foden íslenskar stelpur í heimsókn á hótelherbergi, þvert á sóttvarnareglur, og voru þeir sendir heim í stað þess að fara með enska landsliðinu í næsta leik í Danmörku. „Skiljum hann fullkomlega“ Greenwood hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir United og ástæðan fyrir því að hann er ekki í landsliðinu er ekki sú að Southgate vilji ekki nýta krafta hans: „Við ræddum málin í september og komumst að samkomulagi. Við ákváðum í raun að taka hlé fram á næsta ár. Sleppa haustleikjunum. Ef að hann festir sig í sessi hjá Manchester United þá verður hann mjög nálægt landsliðshópnum, eða landsliðinu, og hann veit það. Hann vill spila fyrir England og er alveg skýr varðandi það. Við erum ekki að sleppa því að velja Mason af því að við teljum hann ekki nógu góðan eða af því að við séum óánægðir með þessa ósk hans. Við skiljum hann fullkomlega og munum glaðir bíða,“ sagði Southgate. England er á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Póllandi, og á aðeins eftir leiki við Albaníu og San Marínó nú í nóvember. Möguleikinn er því góður á að liðið tryggi sér farseðilinn á HM í Katar. Marcus Rashford og Jude Bellingham snúa aftur í enska landsliðshópinn, sem og Trent Alexander-Arnold sem síðast spilaði fyrir landsliðið í september. Jadon Sancho og Jesse Lingard, sem voru í landsliðinu í október, voru hins vegar ekki valdir núna. Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember. Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Frá þessu greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir að hafa í gær tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir lokaleikina í undankeppni HM. Southgate segir að Greenwood hafi viljað einbeita sér að því að festa sig í sessi í liði United og að hann hafi fullan skilning á því. Eini A-landsleikur Greenwood til þessa er leikurinn við Ísland á Laugardalsvelli 5. september í fyrra, í Þjóðadeildinni. Eftir þann leik fengu Greenwood og Phil Foden íslenskar stelpur í heimsókn á hótelherbergi, þvert á sóttvarnareglur, og voru þeir sendir heim í stað þess að fara með enska landsliðinu í næsta leik í Danmörku. „Skiljum hann fullkomlega“ Greenwood hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir United og ástæðan fyrir því að hann er ekki í landsliðinu er ekki sú að Southgate vilji ekki nýta krafta hans: „Við ræddum málin í september og komumst að samkomulagi. Við ákváðum í raun að taka hlé fram á næsta ár. Sleppa haustleikjunum. Ef að hann festir sig í sessi hjá Manchester United þá verður hann mjög nálægt landsliðshópnum, eða landsliðinu, og hann veit það. Hann vill spila fyrir England og er alveg skýr varðandi það. Við erum ekki að sleppa því að velja Mason af því að við teljum hann ekki nógu góðan eða af því að við séum óánægðir með þessa ósk hans. Við skiljum hann fullkomlega og munum glaðir bíða,“ sagði Southgate. England er á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Póllandi, og á aðeins eftir leiki við Albaníu og San Marínó nú í nóvember. Möguleikinn er því góður á að liðið tryggi sér farseðilinn á HM í Katar. Marcus Rashford og Jude Bellingham snúa aftur í enska landsliðshópinn, sem og Trent Alexander-Arnold sem síðast spilaði fyrir landsliðið í september. Jadon Sancho og Jesse Lingard, sem voru í landsliðinu í október, voru hins vegar ekki valdir núna. Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember.
Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember.
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira