Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 14:30 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, fær það krefjandi verkefni að útfæra tillögur starfshópsins ásamt stjórn og starfsmönnum sambandsins. Vísir/Hulda Margrét Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. Á fundi stjórnar KSÍ 29. ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp „til að leiða vinnu með utanaðkomandi fagaðilum til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar“. Fram voru lagðar fjórar tillögur og undir hverri tillögu eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Tillaga eitt er að uppfæra siðareglur og samninga. Skýrt skal kveðið þar á um ofbeldismál. Í henni er lagt sérstök áhersla á að uppfæra siðareglur KSÍ þar sem á að koma inn sér grein um ofbeldi í siðareglurnar sem og að opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi. Sambandið er líka hvatt eindregið til þess að gera samning fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum en starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Tillaga tvö er að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum innan KSÍ og hjá aðildarfélögum. Tillaga þrjú er að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. Tillaga fjögur er að KSÍ geri átak í og verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Í lokaorðunum kemur fram starfshópurinn hvetur KSÍ til þess að taka ábyrgðarhlutverki sínu alvarlega og um leið fagnandi. „Sambandið mun ekki eitt og sér breyta samfélaginu, en það er í einstakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif. Skilaboð, stefnur og sýnileiki KSÍ skipta sköpum. Með því að ráðast í framkvæmd og útfærslu á ofangreindum tillögum og með því að nýta sér þekkingu sérfræðinga á sviði jafnréttis- og ofbeldismála getur KSÍ sýnt það í verki hvað sambandið stendur fyrir og að það ætlar sér að axla ábyrgð,“ segir í lokaorðunum. Það má nálgast alla skýrsluna hér. KSÍ Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15 Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19 The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51 Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ 29. ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp „til að leiða vinnu með utanaðkomandi fagaðilum til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar“. Fram voru lagðar fjórar tillögur og undir hverri tillögu eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Tillaga eitt er að uppfæra siðareglur og samninga. Skýrt skal kveðið þar á um ofbeldismál. Í henni er lagt sérstök áhersla á að uppfæra siðareglur KSÍ þar sem á að koma inn sér grein um ofbeldi í siðareglurnar sem og að opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi. Sambandið er líka hvatt eindregið til þess að gera samning fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum en starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Tillaga tvö er að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum innan KSÍ og hjá aðildarfélögum. Tillaga þrjú er að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. Tillaga fjögur er að KSÍ geri átak í og verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Í lokaorðunum kemur fram starfshópurinn hvetur KSÍ til þess að taka ábyrgðarhlutverki sínu alvarlega og um leið fagnandi. „Sambandið mun ekki eitt og sér breyta samfélaginu, en það er í einstakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif. Skilaboð, stefnur og sýnileiki KSÍ skipta sköpum. Með því að ráðast í framkvæmd og útfærslu á ofangreindum tillögum og með því að nýta sér þekkingu sérfræðinga á sviði jafnréttis- og ofbeldismála getur KSÍ sýnt það í verki hvað sambandið stendur fyrir og að það ætlar sér að axla ábyrgð,“ segir í lokaorðunum. Það má nálgast alla skýrsluna hér.
KSÍ Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15 Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19 The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51 Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15
Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19
The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51
Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00