Ole Gunnar talaði um Michael Jordan eftir leikinn í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 09:30 Cristiano Ronaldo og Michael Jordan eru báðir einstakir leikmenn í sinni íþrótt. Samsett/AP&Getty Norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær fór að tala um besta körfuboltamann allra tíma eftir jafnteflisleik Manchester United og Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo kom Solskjær enn á ný til bjargar en Portúgalinn jafnaði metin í tvígang og skoraði í uppbótatíma beggja hálfleikja. Jöfnunarmarkið hans í lok leiksins kom með frábæru skoti fyrir utan teig og var gríðarlega mikilvægt í baráttunni um að komast áfram í sextán liða úrslitin. "That must be a Michael Jordan moment, when he wins championships in extra-time!" Ole Gunnar Solskjær compared that late CR7 goal to MJ! Adding that his side will be ready for the derby! @adriandelmonte #beINUCL #UCL Watch Now https://t.co/hkoevnV6B4 pic.twitter.com/3kCpDcEUl2— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) November 2, 2021 Ronaldo hefur nú skorað 9 mörk í 12 leikjum með Manchester United á tímabilinu þar af fimm mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Ronaldo hefur skoraði tvö sigurmörk og þetta mark sem tryggði liðinu jafntefli í þessum fjórum leikjum og hefur komist á blað í þeim öllum. Ole Gunnar kallaði Ronaldo besta markaskorarann á lífi eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur og ef þú vilt að boltinn falli fyrir einhvern á síðustu mínútunni þá er það hann. Hann er besti markaskorari á lífi og það er erfitt fyrir mig að segja það því með þessum tveimur mörkum komst hann fram úr mér. Hann hefur nú skorað einu marki meira en ég fyrir Manchester United,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Cristiano is my Michael Jordan Solskjaer lauds Ronaldo as icon rescues Man Utd again with last-gasp Atalanta heroics https://t.co/kFjHNECo57— The Sun - Man Utd (@SunManUtd) November 2, 2021 Solskjær skoraði á sínum tíma 126 mörk fyrir Manchester United og mörg þeirra eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Seinna markið hans var eins og stundin þegar Michael Jordan vann NBA-titilinn í framlengingu. Cristiano er fyrir okkur eins og Jordan var fyrir Chicago Bulls á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar. „Svona er fótboltinn og það getur enginn efast um karakter þessara leikmanna af því að þeir gefast aldrei upp og gefa aldrei eftir. Þeir halda alltaf áfram. Við uðrum að gera breytingar og þær gengu upp,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn sendi þá Jadon Sancho og Donny van de Beek inn á völlinn undir lokin en þeir hafa verið í frystinum hjá honum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Cristiano Ronaldo kom Solskjær enn á ný til bjargar en Portúgalinn jafnaði metin í tvígang og skoraði í uppbótatíma beggja hálfleikja. Jöfnunarmarkið hans í lok leiksins kom með frábæru skoti fyrir utan teig og var gríðarlega mikilvægt í baráttunni um að komast áfram í sextán liða úrslitin. "That must be a Michael Jordan moment, when he wins championships in extra-time!" Ole Gunnar Solskjær compared that late CR7 goal to MJ! Adding that his side will be ready for the derby! @adriandelmonte #beINUCL #UCL Watch Now https://t.co/hkoevnV6B4 pic.twitter.com/3kCpDcEUl2— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) November 2, 2021 Ronaldo hefur nú skorað 9 mörk í 12 leikjum með Manchester United á tímabilinu þar af fimm mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Ronaldo hefur skoraði tvö sigurmörk og þetta mark sem tryggði liðinu jafntefli í þessum fjórum leikjum og hefur komist á blað í þeim öllum. Ole Gunnar kallaði Ronaldo besta markaskorarann á lífi eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur og ef þú vilt að boltinn falli fyrir einhvern á síðustu mínútunni þá er það hann. Hann er besti markaskorari á lífi og það er erfitt fyrir mig að segja það því með þessum tveimur mörkum komst hann fram úr mér. Hann hefur nú skorað einu marki meira en ég fyrir Manchester United,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Cristiano is my Michael Jordan Solskjaer lauds Ronaldo as icon rescues Man Utd again with last-gasp Atalanta heroics https://t.co/kFjHNECo57— The Sun - Man Utd (@SunManUtd) November 2, 2021 Solskjær skoraði á sínum tíma 126 mörk fyrir Manchester United og mörg þeirra eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Seinna markið hans var eins og stundin þegar Michael Jordan vann NBA-titilinn í framlengingu. Cristiano er fyrir okkur eins og Jordan var fyrir Chicago Bulls á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar. „Svona er fótboltinn og það getur enginn efast um karakter þessara leikmanna af því að þeir gefast aldrei upp og gefa aldrei eftir. Þeir halda alltaf áfram. Við uðrum að gera breytingar og þær gengu upp,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn sendi þá Jadon Sancho og Donny van de Beek inn á völlinn undir lokin en þeir hafa verið í frystinum hjá honum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira