Að kona leiði kvennastétt! Unnur Gísladóttir og Einar Ómarsson skrifa 2. nóvember 2021 18:04 Að vera kennari, vinna með börnum og ungmennum, vakna snemma til að taka glaðhlakkalega á móti einstaklingum með soðið kaffi í hendi og bros á vör eru algjör forréttindi. Það er krefjandi að vinna sem kennari, það er stundum flókið en oftast nær er það gefandi. Til að endast í starfi sem þessu þarftu eldmóð, þú þarft hlýju, umhyggju og hugrekki. Kennarar sem sitja vel í sér, geta gefið af sér, eru með skýr mörk og skýra rödd eru öðrum í samfélaginu til fyrirmyndar og eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir starfandi kennara eins og okkur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er þannig fyrirmynd, hún er ekki bara einstaklega vönduð kennslukona, heldur er hún baráttukona fyrir minnihlutahópa, leiðandi fagvísir á vettvangi, lóðsi og feminísk kanóna. Hún er okkur mörgum uppspretta orku í að halda áfram, gefast ekki upp þegar móti blæs. Hún stendur fremst meðal jafningja á sínu sviði og er ósérhlýfin þegar kemur að því að deila og gefa af sér. Við viljum sjá konu sem þessa leiða okkar starf, við viljum sjá ósérhlífna konu sem stendur skýrt fyrir málstaðinn um bætt samfélag. Sem er ófeimin við að vera umdeild þegar hjartans mál eru í fyrirrúmi, sem lætur í sér heyra og stendur upp fyrir ekki bara nemendum og kennurum heldur samfélaginu og einstaklingunum. Konu sem þekkir starf kennara, hefur verið á gólfinu ólíkum faghópum til aðstoðar, sem situr í fagráðum og lætur sig málin varða. Hanna Björg er ekki bara sú kona sem við viljum í þetta verk, hún er konan sem við þurfum í þetta verk. Hún hefur trú á því að kennarar eiga að vera leiðandi afl í samfélagslegri umræðu, að kennarar séu fagfólk sem þarf að hlusta á og virða. Hún getur talað þvert á skólastig og hún getur blásið okkur krafti og elju í brjósti, staðið með okkur, verið beitt og ákveðin. Hún er konan til að leiða þessa kvennastétt! Unnur er framhaldsskólakennari og Einar er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Að vera kennari, vinna með börnum og ungmennum, vakna snemma til að taka glaðhlakkalega á móti einstaklingum með soðið kaffi í hendi og bros á vör eru algjör forréttindi. Það er krefjandi að vinna sem kennari, það er stundum flókið en oftast nær er það gefandi. Til að endast í starfi sem þessu þarftu eldmóð, þú þarft hlýju, umhyggju og hugrekki. Kennarar sem sitja vel í sér, geta gefið af sér, eru með skýr mörk og skýra rödd eru öðrum í samfélaginu til fyrirmyndar og eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir starfandi kennara eins og okkur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er þannig fyrirmynd, hún er ekki bara einstaklega vönduð kennslukona, heldur er hún baráttukona fyrir minnihlutahópa, leiðandi fagvísir á vettvangi, lóðsi og feminísk kanóna. Hún er okkur mörgum uppspretta orku í að halda áfram, gefast ekki upp þegar móti blæs. Hún stendur fremst meðal jafningja á sínu sviði og er ósérhlýfin þegar kemur að því að deila og gefa af sér. Við viljum sjá konu sem þessa leiða okkar starf, við viljum sjá ósérhlífna konu sem stendur skýrt fyrir málstaðinn um bætt samfélag. Sem er ófeimin við að vera umdeild þegar hjartans mál eru í fyrirrúmi, sem lætur í sér heyra og stendur upp fyrir ekki bara nemendum og kennurum heldur samfélaginu og einstaklingunum. Konu sem þekkir starf kennara, hefur verið á gólfinu ólíkum faghópum til aðstoðar, sem situr í fagráðum og lætur sig málin varða. Hanna Björg er ekki bara sú kona sem við viljum í þetta verk, hún er konan sem við þurfum í þetta verk. Hún hefur trú á því að kennarar eiga að vera leiðandi afl í samfélagslegri umræðu, að kennarar séu fagfólk sem þarf að hlusta á og virða. Hún getur talað þvert á skólastig og hún getur blásið okkur krafti og elju í brjósti, staðið með okkur, verið beitt og ákveðin. Hún er konan til að leiða þessa kvennastétt! Unnur er framhaldsskólakennari og Einar er grunnskólakennari.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar