Guardiola: Brugge leikurinn er miklu mikilvægari en leikurinn við Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 16:00 Pep Guardiola í tapleik Manchester City á móti Crystal Palace á Etihad leikvanginum um helgina. Getty/Naomi Baker Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City hefur meiri áhyggjur af Meistaradeildarleik liðsins á móti Club Brugge heldur en Manchester slagnum á laugardaginn. Manchester City er í öðru sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar á eftir Paris Saint-Germain og getur tekið stórt skref í átt að sæti í sextán liða úrslitunum með sigri á belgíska liðinu á heimavelli á morgun. „Þessi leikur er miklu mikilvægari en United leikurinn,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir Club Brugge leikinn. Pep Guardiola believes #ManCity's upcoming #UCL match vs Club Brugge is 'more important' than the Manchester derby this weekend:https://t.co/NlG4EDkc6H— City Xtra (@City_Xtra) November 2, 2021 „Þarna er möguleiki fyrir okkur að taka ótrúlegt skref í átt að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola. „Í ensku úrvalsdeildinni eru margir leikir en hér eru bara sex og það eru bara þrír eftir. Það er ekki mikið og hver þeirra skiptir því svo miklu máli ekki síst þriðji og fjórði leikurinn. Þetta eru mikilvægustu leikirnir og við þurfum að taka þá alvarlega,“ sagði Guardiola. „Á morgun fáum við tækifæri en þetta verður erfiðara með hverju árinu. Þetta eru bara sex leikir, það er erfitt ef lið tapa meira en einum leik og við erum þegar búnir að tapa í París,“ sagði Guardiola. Manchester City átti ekki góða viku því liðið datt út úr enska deildarbikarnum eftir tap á móti West Ham í vítakeppni og steinlá síðan 2-0 á heimavelli á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það búast flestir við auðveldum Manchester City sigri í kvöld eftir að City vann 5-1 sigur í fyrri leik liðanna í Belgíu. „Við erum einbeittir á það að vinna Brugge. Ef þú gerir nógu marga góða hluti þá getur þú unnið leiki. Við erum ennþá að gera mistök, í fjögurra manna varnarlínunni og í pressunni. Það er eðlilegt. Ég horfði aftur á leikinn á móti Brugge og sá hversu marga hluti við gerðum ekki nógu vel. Við vorum aftur á móti góðir í sókninni,“ sagði Guardiola. „Ég er nokkuð viss um það að þeir muni aðlaga sinn leik og reyna að refsa okkur. Við þurfum líka að aðlaga okkur til að verða betri. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Sjá meira
Manchester City er í öðru sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar á eftir Paris Saint-Germain og getur tekið stórt skref í átt að sæti í sextán liða úrslitunum með sigri á belgíska liðinu á heimavelli á morgun. „Þessi leikur er miklu mikilvægari en United leikurinn,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir Club Brugge leikinn. Pep Guardiola believes #ManCity's upcoming #UCL match vs Club Brugge is 'more important' than the Manchester derby this weekend:https://t.co/NlG4EDkc6H— City Xtra (@City_Xtra) November 2, 2021 „Þarna er möguleiki fyrir okkur að taka ótrúlegt skref í átt að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola. „Í ensku úrvalsdeildinni eru margir leikir en hér eru bara sex og það eru bara þrír eftir. Það er ekki mikið og hver þeirra skiptir því svo miklu máli ekki síst þriðji og fjórði leikurinn. Þetta eru mikilvægustu leikirnir og við þurfum að taka þá alvarlega,“ sagði Guardiola. „Á morgun fáum við tækifæri en þetta verður erfiðara með hverju árinu. Þetta eru bara sex leikir, það er erfitt ef lið tapa meira en einum leik og við erum þegar búnir að tapa í París,“ sagði Guardiola. Manchester City átti ekki góða viku því liðið datt út úr enska deildarbikarnum eftir tap á móti West Ham í vítakeppni og steinlá síðan 2-0 á heimavelli á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það búast flestir við auðveldum Manchester City sigri í kvöld eftir að City vann 5-1 sigur í fyrri leik liðanna í Belgíu. „Við erum einbeittir á það að vinna Brugge. Ef þú gerir nógu marga góða hluti þá getur þú unnið leiki. Við erum ennþá að gera mistök, í fjögurra manna varnarlínunni og í pressunni. Það er eðlilegt. Ég horfði aftur á leikinn á móti Brugge og sá hversu marga hluti við gerðum ekki nógu vel. Við vorum aftur á móti góðir í sókninni,“ sagði Guardiola. „Ég er nokkuð viss um það að þeir muni aðlaga sinn leik og reyna að refsa okkur. Við þurfum líka að aðlaga okkur til að verða betri. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Sjá meira