„Nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2021 10:31 Berglind Ósk starfar sem forritari. Loddaralíðan er ástand sem mörg okkar þekkja hugsanlega án þess að gera okkur grein fyrir því að yfir það sé til heiti, og að mörgum ef ekki flestum í kringum okkur hefur liðið eins. Loddaralíðan er þýðinga Berglindar Óskar Bergsdóttur á enska hugtakinu imposter syndrome. Hún hefur nú skrifað bókina Loddaralíðan og haldið fyrirlestra víða um þessa tilfinningu sem margir kannast við. „Loddaralíðan er að finnast maður ekki eins klár og allir í kringum mann halda og vera alltaf að óttast um að það sé að komast upp um mann. Líðan er þrátt fyrir að maður nær árangri og sé að ganga vel þá er alltaf þessi ótti. Ég sé þetta fyrst fyrir fimm til sex árum þegar ég var að ná mér upp úr kulnun. Ég er forritari og rakst á þetta að þetta væri algengt í hugbúnaðarbransanum og tengdi rosalega við þetta. Það var strax mjög gott að vita til þess að ég væri ekki ein um að líða svona.“ Algjör vítahringur Berglind segir að það fyrsta sem fólk gerir þegar það upplifir eins og það sé ekki að standa sig nægilega vel er að vinna nægilega mikið til að ná að afkasta meira. „Svo verður þetta svo mikill vítahringur. Maður nær kannski að klára eitthvað en maður hugsar svo alltaf að maður hafi bara getað þetta því maður vann svo mikið. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað maður gerir, maður brenglast bara í hausnum á sér finnst manni aldrei nægilega klár.“ Hún segir að loddaralíðan virðist vera algengari hjá konum en körlum. „Ein ástæða fyrir því er að um leið og maður er í minnihluta á vinnustað er maður líklegri til að upplifa þessar tilfinningar. Ég kem úr forritun og tölvunarfræði og þar eru konur einmitt í miklum minnihluta. Svo eru konur oft með meiri fullkomnunaráráttu og finnast þær þurfa vita allt 110 prósent til að þykjast vita eitthvað en karlmenn kannski bara sjötíu prósent til að geta sagst vita eitthvað. Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég hef alveg heyrt í fullt af strákum sem hafa upplifað þetta en þetta er klárlega algengara, dýpra og kannski meira viðvarandi hjá konum.“ Berglind segist til að mynda oft hafa ímyndað sér að þegar menn gengu inn í fundarherbergi væru þeir að fara ræða hvað hún væri ekki að standa sig nægilega vel og í kjölfarið yrði hún rekin. „Það er þessi ótti, nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Loddaralíðan er þýðinga Berglindar Óskar Bergsdóttur á enska hugtakinu imposter syndrome. Hún hefur nú skrifað bókina Loddaralíðan og haldið fyrirlestra víða um þessa tilfinningu sem margir kannast við. „Loddaralíðan er að finnast maður ekki eins klár og allir í kringum mann halda og vera alltaf að óttast um að það sé að komast upp um mann. Líðan er þrátt fyrir að maður nær árangri og sé að ganga vel þá er alltaf þessi ótti. Ég sé þetta fyrst fyrir fimm til sex árum þegar ég var að ná mér upp úr kulnun. Ég er forritari og rakst á þetta að þetta væri algengt í hugbúnaðarbransanum og tengdi rosalega við þetta. Það var strax mjög gott að vita til þess að ég væri ekki ein um að líða svona.“ Algjör vítahringur Berglind segir að það fyrsta sem fólk gerir þegar það upplifir eins og það sé ekki að standa sig nægilega vel er að vinna nægilega mikið til að ná að afkasta meira. „Svo verður þetta svo mikill vítahringur. Maður nær kannski að klára eitthvað en maður hugsar svo alltaf að maður hafi bara getað þetta því maður vann svo mikið. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað maður gerir, maður brenglast bara í hausnum á sér finnst manni aldrei nægilega klár.“ Hún segir að loddaralíðan virðist vera algengari hjá konum en körlum. „Ein ástæða fyrir því er að um leið og maður er í minnihluta á vinnustað er maður líklegri til að upplifa þessar tilfinningar. Ég kem úr forritun og tölvunarfræði og þar eru konur einmitt í miklum minnihluta. Svo eru konur oft með meiri fullkomnunaráráttu og finnast þær þurfa vita allt 110 prósent til að þykjast vita eitthvað en karlmenn kannski bara sjötíu prósent til að geta sagst vita eitthvað. Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég hef alveg heyrt í fullt af strákum sem hafa upplifað þetta en þetta er klárlega algengara, dýpra og kannski meira viðvarandi hjá konum.“ Berglind segist til að mynda oft hafa ímyndað sér að þegar menn gengu inn í fundarherbergi væru þeir að fara ræða hvað hún væri ekki að standa sig nægilega vel og í kjölfarið yrði hún rekin. „Það er þessi ótti, nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira