„Nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2021 10:31 Berglind Ósk starfar sem forritari. Loddaralíðan er ástand sem mörg okkar þekkja hugsanlega án þess að gera okkur grein fyrir því að yfir það sé til heiti, og að mörgum ef ekki flestum í kringum okkur hefur liðið eins. Loddaralíðan er þýðinga Berglindar Óskar Bergsdóttur á enska hugtakinu imposter syndrome. Hún hefur nú skrifað bókina Loddaralíðan og haldið fyrirlestra víða um þessa tilfinningu sem margir kannast við. „Loddaralíðan er að finnast maður ekki eins klár og allir í kringum mann halda og vera alltaf að óttast um að það sé að komast upp um mann. Líðan er þrátt fyrir að maður nær árangri og sé að ganga vel þá er alltaf þessi ótti. Ég sé þetta fyrst fyrir fimm til sex árum þegar ég var að ná mér upp úr kulnun. Ég er forritari og rakst á þetta að þetta væri algengt í hugbúnaðarbransanum og tengdi rosalega við þetta. Það var strax mjög gott að vita til þess að ég væri ekki ein um að líða svona.“ Algjör vítahringur Berglind segir að það fyrsta sem fólk gerir þegar það upplifir eins og það sé ekki að standa sig nægilega vel er að vinna nægilega mikið til að ná að afkasta meira. „Svo verður þetta svo mikill vítahringur. Maður nær kannski að klára eitthvað en maður hugsar svo alltaf að maður hafi bara getað þetta því maður vann svo mikið. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað maður gerir, maður brenglast bara í hausnum á sér finnst manni aldrei nægilega klár.“ Hún segir að loddaralíðan virðist vera algengari hjá konum en körlum. „Ein ástæða fyrir því er að um leið og maður er í minnihluta á vinnustað er maður líklegri til að upplifa þessar tilfinningar. Ég kem úr forritun og tölvunarfræði og þar eru konur einmitt í miklum minnihluta. Svo eru konur oft með meiri fullkomnunaráráttu og finnast þær þurfa vita allt 110 prósent til að þykjast vita eitthvað en karlmenn kannski bara sjötíu prósent til að geta sagst vita eitthvað. Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég hef alveg heyrt í fullt af strákum sem hafa upplifað þetta en þetta er klárlega algengara, dýpra og kannski meira viðvarandi hjá konum.“ Berglind segist til að mynda oft hafa ímyndað sér að þegar menn gengu inn í fundarherbergi væru þeir að fara ræða hvað hún væri ekki að standa sig nægilega vel og í kjölfarið yrði hún rekin. „Það er þessi ótti, nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Fleiri fréttir Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Sjá meira
Loddaralíðan er þýðinga Berglindar Óskar Bergsdóttur á enska hugtakinu imposter syndrome. Hún hefur nú skrifað bókina Loddaralíðan og haldið fyrirlestra víða um þessa tilfinningu sem margir kannast við. „Loddaralíðan er að finnast maður ekki eins klár og allir í kringum mann halda og vera alltaf að óttast um að það sé að komast upp um mann. Líðan er þrátt fyrir að maður nær árangri og sé að ganga vel þá er alltaf þessi ótti. Ég sé þetta fyrst fyrir fimm til sex árum þegar ég var að ná mér upp úr kulnun. Ég er forritari og rakst á þetta að þetta væri algengt í hugbúnaðarbransanum og tengdi rosalega við þetta. Það var strax mjög gott að vita til þess að ég væri ekki ein um að líða svona.“ Algjör vítahringur Berglind segir að það fyrsta sem fólk gerir þegar það upplifir eins og það sé ekki að standa sig nægilega vel er að vinna nægilega mikið til að ná að afkasta meira. „Svo verður þetta svo mikill vítahringur. Maður nær kannski að klára eitthvað en maður hugsar svo alltaf að maður hafi bara getað þetta því maður vann svo mikið. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað maður gerir, maður brenglast bara í hausnum á sér finnst manni aldrei nægilega klár.“ Hún segir að loddaralíðan virðist vera algengari hjá konum en körlum. „Ein ástæða fyrir því er að um leið og maður er í minnihluta á vinnustað er maður líklegri til að upplifa þessar tilfinningar. Ég kem úr forritun og tölvunarfræði og þar eru konur einmitt í miklum minnihluta. Svo eru konur oft með meiri fullkomnunaráráttu og finnast þær þurfa vita allt 110 prósent til að þykjast vita eitthvað en karlmenn kannski bara sjötíu prósent til að geta sagst vita eitthvað. Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég hef alveg heyrt í fullt af strákum sem hafa upplifað þetta en þetta er klárlega algengara, dýpra og kannski meira viðvarandi hjá konum.“ Berglind segist til að mynda oft hafa ímyndað sér að þegar menn gengu inn í fundarherbergi væru þeir að fara ræða hvað hún væri ekki að standa sig nægilega vel og í kjölfarið yrði hún rekin. „Það er þessi ótti, nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Fleiri fréttir Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Sjá meira