„Nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2021 10:31 Berglind Ósk starfar sem forritari. Loddaralíðan er ástand sem mörg okkar þekkja hugsanlega án þess að gera okkur grein fyrir því að yfir það sé til heiti, og að mörgum ef ekki flestum í kringum okkur hefur liðið eins. Loddaralíðan er þýðinga Berglindar Óskar Bergsdóttur á enska hugtakinu imposter syndrome. Hún hefur nú skrifað bókina Loddaralíðan og haldið fyrirlestra víða um þessa tilfinningu sem margir kannast við. „Loddaralíðan er að finnast maður ekki eins klár og allir í kringum mann halda og vera alltaf að óttast um að það sé að komast upp um mann. Líðan er þrátt fyrir að maður nær árangri og sé að ganga vel þá er alltaf þessi ótti. Ég sé þetta fyrst fyrir fimm til sex árum þegar ég var að ná mér upp úr kulnun. Ég er forritari og rakst á þetta að þetta væri algengt í hugbúnaðarbransanum og tengdi rosalega við þetta. Það var strax mjög gott að vita til þess að ég væri ekki ein um að líða svona.“ Algjör vítahringur Berglind segir að það fyrsta sem fólk gerir þegar það upplifir eins og það sé ekki að standa sig nægilega vel er að vinna nægilega mikið til að ná að afkasta meira. „Svo verður þetta svo mikill vítahringur. Maður nær kannski að klára eitthvað en maður hugsar svo alltaf að maður hafi bara getað þetta því maður vann svo mikið. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað maður gerir, maður brenglast bara í hausnum á sér finnst manni aldrei nægilega klár.“ Hún segir að loddaralíðan virðist vera algengari hjá konum en körlum. „Ein ástæða fyrir því er að um leið og maður er í minnihluta á vinnustað er maður líklegri til að upplifa þessar tilfinningar. Ég kem úr forritun og tölvunarfræði og þar eru konur einmitt í miklum minnihluta. Svo eru konur oft með meiri fullkomnunaráráttu og finnast þær þurfa vita allt 110 prósent til að þykjast vita eitthvað en karlmenn kannski bara sjötíu prósent til að geta sagst vita eitthvað. Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég hef alveg heyrt í fullt af strákum sem hafa upplifað þetta en þetta er klárlega algengara, dýpra og kannski meira viðvarandi hjá konum.“ Berglind segist til að mynda oft hafa ímyndað sér að þegar menn gengu inn í fundarherbergi væru þeir að fara ræða hvað hún væri ekki að standa sig nægilega vel og í kjölfarið yrði hún rekin. „Það er þessi ótti, nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira
Loddaralíðan er þýðinga Berglindar Óskar Bergsdóttur á enska hugtakinu imposter syndrome. Hún hefur nú skrifað bókina Loddaralíðan og haldið fyrirlestra víða um þessa tilfinningu sem margir kannast við. „Loddaralíðan er að finnast maður ekki eins klár og allir í kringum mann halda og vera alltaf að óttast um að það sé að komast upp um mann. Líðan er þrátt fyrir að maður nær árangri og sé að ganga vel þá er alltaf þessi ótti. Ég sé þetta fyrst fyrir fimm til sex árum þegar ég var að ná mér upp úr kulnun. Ég er forritari og rakst á þetta að þetta væri algengt í hugbúnaðarbransanum og tengdi rosalega við þetta. Það var strax mjög gott að vita til þess að ég væri ekki ein um að líða svona.“ Algjör vítahringur Berglind segir að það fyrsta sem fólk gerir þegar það upplifir eins og það sé ekki að standa sig nægilega vel er að vinna nægilega mikið til að ná að afkasta meira. „Svo verður þetta svo mikill vítahringur. Maður nær kannski að klára eitthvað en maður hugsar svo alltaf að maður hafi bara getað þetta því maður vann svo mikið. Það skiptir í rauninni ekki máli hvað maður gerir, maður brenglast bara í hausnum á sér finnst manni aldrei nægilega klár.“ Hún segir að loddaralíðan virðist vera algengari hjá konum en körlum. „Ein ástæða fyrir því er að um leið og maður er í minnihluta á vinnustað er maður líklegri til að upplifa þessar tilfinningar. Ég kem úr forritun og tölvunarfræði og þar eru konur einmitt í miklum minnihluta. Svo eru konur oft með meiri fullkomnunaráráttu og finnast þær þurfa vita allt 110 prósent til að þykjast vita eitthvað en karlmenn kannski bara sjötíu prósent til að geta sagst vita eitthvað. Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég hef alveg heyrt í fullt af strákum sem hafa upplifað þetta en þetta er klárlega algengara, dýpra og kannski meira viðvarandi hjá konum.“ Berglind segist til að mynda oft hafa ímyndað sér að þegar menn gengu inn í fundarherbergi væru þeir að fara ræða hvað hún væri ekki að standa sig nægilega vel og í kjölfarið yrði hún rekin. „Það er þessi ótti, nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Berglind en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira