Kolbeinn fékk leyfi á Íslandi en enn óvíst hvort hann snúi aftur til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 11:30 Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað 26 mörk í 64 A-landsleikjum en hann lék síðast með landsliðinu í byrjun júní. vísir/vilhelm Samkvæmt íþróttastjóra sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar er enn óljóst hvort að Kolbeinn Sigþórsson æfi eða spili aftur fyrir félagið. Íþróttastjórinn, Pontus Farnerud, segir við Göteborgs-Posten að Kolbeinn þurfi að sinna „líkamlegri og andlegri“ meðferð og að síðarnefnda meðferðin sé umtalsvert mikilvægari. Kolbeinn hefur ekki æft með Gautaborg frá því í lok ágúst. Þá varð opinbert að hann hefði greitt tveimur íslenskum konum miskabætur vorið 2018, eftir að þær kærðu hann fyrir meint kynferðisbrot og líkamsárás haustið 2017. Gautaborg rifti ekki samningi við Kolbein en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrir sex vikum að félagið hefði rætt ítarlega við leikmanninn og sett upp langtímaáætlun fyrir hann. Meðferðin átti meðal annars að byggja á gildum IFK Gautaborgar, ábyrgð félagsins og skyldum sem vinnuveitanda. Fannst hann þurfa að komast í burtu Farnerud segir að Kolbeinn hafi fengið leyfi til að dvelja á Íslandi í september, eftir að hafa gengist undir aðgerð, en sé nú kominn aftur til Svíþjóðar. Hann er þó enn ekki farinn að æfa með liðinu. Af hverju ekki? „Til að byrja með þá var mjög takmarkað hvað hann gat gert. Honum fannst hann þurfa að komast í burtu og að það væri mikilvægt fyrir okkur sem lið að geta einbeitt okkur að réttum hlutum. Að þjálfararnir gætu einbeitt sér að leikmönnum sem væru til taks,“ sagði Farnerud við GP. Farnerud gat ekki staðfest að Kolbeinn myndi mæta aftur á æfingar hjá Gautaborg. Tímabilinu í Svíþjóð lýkur í byrjun desember og samningur Kolbeins rennur út í lok árs. „Þegar það kemur að næsta skrefi, endurhæfingaræfingu í fótbolta, þá munum við sjá hver lendingin verður,“ sagði Farnerud. Líkaminn ekki orðinn klár en hitt mun mikilvægara Miðað við orð Farneruds er ólíklegt að Kolbeinn komi til greina í íslenska landsliðshópinn sem spilar síðar í þessum mánuði, hafi Arnar Þór Viðarsson þjálfari á annað borð áhuga á að velja leikmanninn eða Kolbeinn áhuga á að spila með landsliðinu. Hann talar um tvenns konar endurhæfingu Kolbeins; líkamlega og andlega. „Í augnablikinu er hann ekki hundrað prósent klár í slaginn líkamlega. Fyrr eða síðar verður hann kominn í lag líkamlega en það mikilvægasta fyrir okkur er seinni hlutinn. Ég held að menn verði að sýna virðingu gagnvart þessari stöðu. Fyrst og fremst varðandi Kolbein sem gengur í gegnum erfiða tíma en hefur sýnt metnað til að bæta sig bæði líkamlega og andlega,“ sagði Farnerud en vildi ekki tjá sig neitt nánar um andlega endurhæfingu leikmannsins eða hvað í henni fælist. Auðveldara ef samningur Kolbeins væri lengri Samningur Kolbeins við Gautaborg rennur út um áramótin og samkvæmt GP hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort honum verði boðinn nýr samningur: „Það gildir það sama og um aðra leikmenn sem eru með samning sem er að renna út. Við metum þetta allt til enda. Það hefði á vissan hátt verið auðveldara ef að samningur Kolbeins við okkur væri lengri. Þá væri auðveldara að segja til um hvernig við ættum að hafa framhaldið. Nú verður þetta sérstök staða bæði fyrir hann og okkur,“ sagði Farnerud. Uppfært: Sænskur umboðsmaður Kolbeins, Fredrik Risp, segir í bréfi til Vísis að Kolbeini hafi aldrei verið bannað að æfa með Gautaborg. Honum sé meira en velkomið að æfa með liðinu. Hann þurfi hins vegar að sinna sinni endurhæfingu og muni ekki spila meira með Gautaborg á þessu ári. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01 Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00 Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Íþróttastjórinn, Pontus Farnerud, segir við Göteborgs-Posten að Kolbeinn þurfi að sinna „líkamlegri og andlegri“ meðferð og að síðarnefnda meðferðin sé umtalsvert mikilvægari. Kolbeinn hefur ekki æft með Gautaborg frá því í lok ágúst. Þá varð opinbert að hann hefði greitt tveimur íslenskum konum miskabætur vorið 2018, eftir að þær kærðu hann fyrir meint kynferðisbrot og líkamsárás haustið 2017. Gautaborg rifti ekki samningi við Kolbein en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrir sex vikum að félagið hefði rætt ítarlega við leikmanninn og sett upp langtímaáætlun fyrir hann. Meðferðin átti meðal annars að byggja á gildum IFK Gautaborgar, ábyrgð félagsins og skyldum sem vinnuveitanda. Fannst hann þurfa að komast í burtu Farnerud segir að Kolbeinn hafi fengið leyfi til að dvelja á Íslandi í september, eftir að hafa gengist undir aðgerð, en sé nú kominn aftur til Svíþjóðar. Hann er þó enn ekki farinn að æfa með liðinu. Af hverju ekki? „Til að byrja með þá var mjög takmarkað hvað hann gat gert. Honum fannst hann þurfa að komast í burtu og að það væri mikilvægt fyrir okkur sem lið að geta einbeitt okkur að réttum hlutum. Að þjálfararnir gætu einbeitt sér að leikmönnum sem væru til taks,“ sagði Farnerud við GP. Farnerud gat ekki staðfest að Kolbeinn myndi mæta aftur á æfingar hjá Gautaborg. Tímabilinu í Svíþjóð lýkur í byrjun desember og samningur Kolbeins rennur út í lok árs. „Þegar það kemur að næsta skrefi, endurhæfingaræfingu í fótbolta, þá munum við sjá hver lendingin verður,“ sagði Farnerud. Líkaminn ekki orðinn klár en hitt mun mikilvægara Miðað við orð Farneruds er ólíklegt að Kolbeinn komi til greina í íslenska landsliðshópinn sem spilar síðar í þessum mánuði, hafi Arnar Þór Viðarsson þjálfari á annað borð áhuga á að velja leikmanninn eða Kolbeinn áhuga á að spila með landsliðinu. Hann talar um tvenns konar endurhæfingu Kolbeins; líkamlega og andlega. „Í augnablikinu er hann ekki hundrað prósent klár í slaginn líkamlega. Fyrr eða síðar verður hann kominn í lag líkamlega en það mikilvægasta fyrir okkur er seinni hlutinn. Ég held að menn verði að sýna virðingu gagnvart þessari stöðu. Fyrst og fremst varðandi Kolbein sem gengur í gegnum erfiða tíma en hefur sýnt metnað til að bæta sig bæði líkamlega og andlega,“ sagði Farnerud en vildi ekki tjá sig neitt nánar um andlega endurhæfingu leikmannsins eða hvað í henni fælist. Auðveldara ef samningur Kolbeins væri lengri Samningur Kolbeins við Gautaborg rennur út um áramótin og samkvæmt GP hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort honum verði boðinn nýr samningur: „Það gildir það sama og um aðra leikmenn sem eru með samning sem er að renna út. Við metum þetta allt til enda. Það hefði á vissan hátt verið auðveldara ef að samningur Kolbeins við okkur væri lengri. Þá væri auðveldara að segja til um hvernig við ættum að hafa framhaldið. Nú verður þetta sérstök staða bæði fyrir hann og okkur,“ sagði Farnerud. Uppfært: Sænskur umboðsmaður Kolbeins, Fredrik Risp, segir í bréfi til Vísis að Kolbeini hafi aldrei verið bannað að æfa með Gautaborg. Honum sé meira en velkomið að æfa með liðinu. Hann þurfi hins vegar að sinna sinni endurhæfingu og muni ekki spila meira með Gautaborg á þessu ári.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01 Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00 Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
„Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01
Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00
Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31
Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28