Skóli og samfélag Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 30. október 2021 15:30 Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt. Við erum að horfast í augu við ágjafirnar af einhverjum mestu samfélagsbreytingum sem nokkur kynslóð hefur þurft að gera, loftslagsbreytingar, tækniþróun og heimsfaraldur svo eitthvað sé nefnt. Í þessu árferði hefur skólakerfið og kennarar sýnt mikinn sveigjanleika, hugmyndaauðgi og kraft í að koma til móts við og takast á við þessar breytingar. Áskoranirnar eru margskonar, krefjandi og jafnvel ófyrirséðar. Hlutverk skóla og þar með talið kennara markast vitaskuld af þessu starfsumhverfi og hefur ýmsar afleiðingar. Sú staðreynd að kulunum í kennarahópum er svo útbreidd, að líkja má við faraldur. Við þessu þarf að bregðast. Vinnuaðstæður kennara eru gjarnan þannig að að hætta er á kulnun. Þetta er afleiðing værukærðar í sviptingum undanfarinna ára, og í samfélagslegum krefjandi áskorunum. Hversu oft höfum við heyrt sönginn ,,skólakerfið þarf að taka á þessu”? Skólakerfið og kennarar hafa þurft að búa við ásókn úr mörgum áttum með allskyns kröfur og jafnvel ásakanir. Kennarar eru alltumvefjandi í starfi sínu og bera ekki bara ábyrgð á skólastofunni heldur þurfa að sjá fyrir viðbrögð ólíkra nemanda og bregðast stöðugt við óvæntum atburðum. Þá eru alls konar nemendur í hópum sem þurfa sérstaka aðstoð og þrátt fyrir að kennarar séu sérfræðingar í menntun eru þeir ekki endilega ekki sérfræðingar í þeim sértæku fræðum sem nemendahópurinn þarf oft á tíðum. Það þarf sérfræðinga á sviði talmeinafræði, sálfræði og félagsráðgjafar inn í skólana, til handleiðslu og samvinnu með kennurum og að taka á sérhæfðum vanda sem skapast í fjölbreyttum nemendahópum. Kennarastéttina þarf að styrkja með raunverulegum aðgerðum. Ekki með bútasaumi og plástri, heldur með víðtæku samráði um lausnir til frambúðar. Lausnir við tilteknum vandamálum sem snúa að vinnuaðstæðum og álagi kennara á að leysa þar sem sitja við borð kennarar á vettvangi, fulltrúar samninganefnda, ráðuneytis menntamála og sveitarfélaga. Á breiðum grundvelli finnum við saman bestu lausnirnar, sem verða að veruleika. Starfsþróun kennara þarf að haldast í hendur við þær áskoranir sem samfélagsbreytingar kalla eftir. Skóli án aðgreiningar er dæmi um jákvæða þróun en honum þurfa að fylgja bjargir og úrræði. Saman þurfum við að fara í gegnum öldurót breytinga sem samstilltur hópur kennara og forystu, fara í gegnum ágjafirnar með samtakamætti, skilningi og víðsýni. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er frambjóðandi til formanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Tengdar fréttir Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt. Við erum að horfast í augu við ágjafirnar af einhverjum mestu samfélagsbreytingum sem nokkur kynslóð hefur þurft að gera, loftslagsbreytingar, tækniþróun og heimsfaraldur svo eitthvað sé nefnt. Í þessu árferði hefur skólakerfið og kennarar sýnt mikinn sveigjanleika, hugmyndaauðgi og kraft í að koma til móts við og takast á við þessar breytingar. Áskoranirnar eru margskonar, krefjandi og jafnvel ófyrirséðar. Hlutverk skóla og þar með talið kennara markast vitaskuld af þessu starfsumhverfi og hefur ýmsar afleiðingar. Sú staðreynd að kulunum í kennarahópum er svo útbreidd, að líkja má við faraldur. Við þessu þarf að bregðast. Vinnuaðstæður kennara eru gjarnan þannig að að hætta er á kulnun. Þetta er afleiðing værukærðar í sviptingum undanfarinna ára, og í samfélagslegum krefjandi áskorunum. Hversu oft höfum við heyrt sönginn ,,skólakerfið þarf að taka á þessu”? Skólakerfið og kennarar hafa þurft að búa við ásókn úr mörgum áttum með allskyns kröfur og jafnvel ásakanir. Kennarar eru alltumvefjandi í starfi sínu og bera ekki bara ábyrgð á skólastofunni heldur þurfa að sjá fyrir viðbrögð ólíkra nemanda og bregðast stöðugt við óvæntum atburðum. Þá eru alls konar nemendur í hópum sem þurfa sérstaka aðstoð og þrátt fyrir að kennarar séu sérfræðingar í menntun eru þeir ekki endilega ekki sérfræðingar í þeim sértæku fræðum sem nemendahópurinn þarf oft á tíðum. Það þarf sérfræðinga á sviði talmeinafræði, sálfræði og félagsráðgjafar inn í skólana, til handleiðslu og samvinnu með kennurum og að taka á sérhæfðum vanda sem skapast í fjölbreyttum nemendahópum. Kennarastéttina þarf að styrkja með raunverulegum aðgerðum. Ekki með bútasaumi og plástri, heldur með víðtæku samráði um lausnir til frambúðar. Lausnir við tilteknum vandamálum sem snúa að vinnuaðstæðum og álagi kennara á að leysa þar sem sitja við borð kennarar á vettvangi, fulltrúar samninganefnda, ráðuneytis menntamála og sveitarfélaga. Á breiðum grundvelli finnum við saman bestu lausnirnar, sem verða að veruleika. Starfsþróun kennara þarf að haldast í hendur við þær áskoranir sem samfélagsbreytingar kalla eftir. Skóli án aðgreiningar er dæmi um jákvæða þróun en honum þurfa að fylgja bjargir og úrræði. Saman þurfum við að fara í gegnum öldurót breytinga sem samstilltur hópur kennara og forystu, fara í gegnum ágjafirnar með samtakamætti, skilningi og víðsýni. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er frambjóðandi til formanns Kennarasambands Íslands.
Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19
Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar