Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19 Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2021 22:03 Heilbrigðisstarfsfólk við vinnu í kórónuveirufaraldrinum. Landspítali/Þorkell Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. Læknirinn umræddi er Guðmundur Karl Snæbjörnsson samkvæmt frétt Rúv.is en Guðmundur hafði áður leitað til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum sínum lyfinu. Lyfjastofnun féllst ekki á beiðnina og kærði hann því úrskurðinn til heilbrigðisráðuneytisins. Guðmundur sagði rannsóknir staðfesta virkni lyfsins gegn Covid-19 en hann vildi nota lyfið, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og til meðferðar þeirra sem glíma við væg einkenni sjúkdómsins. Þá taldi hann að Lyfjastofnun hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið vísað til áreiðanlegra gagna Lyfjastofnun vísaði meðal annars til umsagna sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild en þeir veittu ekki jákvæða umsögn um notkun lyfsins til meðferðar gegn kórónuveirunni. Þó að vísbendingar væru um, að notkun Ivermectins hamli fjölgunar veirunnar í tilraunarglasi, séu gögnin sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi. Það væri mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Heilbrigðisráðuneytið var sammála Lyfjastofnun í úrskurðinum og taldi að Guðmundi hafi ekki tekist að vísa til neinna áreiðanlegra gagna, sem gætu orðið grundvöllur fyrir því að fallast mætti á umsókn hans um að ávísa lyfinu. Lyfið verið umdeilt í tengslum við Covid-19 Lyfið Ivermectin hefur lengi verið notað gegn sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrar stofnanir hafa mælt gegn notkun lyfsins en einstaka læknar segja lyfið hafa gefið góða raun. BBC greindu frá því nýlega að niðurstöður meira en þriðjungs rannsókna, sem farið hafa fram á notkun lyfsins gegn veirunni, hafi verið gallaðar eða sýnt merki um að brögð hafi verið í tafli. Nánar í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Læknirinn umræddi er Guðmundur Karl Snæbjörnsson samkvæmt frétt Rúv.is en Guðmundur hafði áður leitað til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum sínum lyfinu. Lyfjastofnun féllst ekki á beiðnina og kærði hann því úrskurðinn til heilbrigðisráðuneytisins. Guðmundur sagði rannsóknir staðfesta virkni lyfsins gegn Covid-19 en hann vildi nota lyfið, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og til meðferðar þeirra sem glíma við væg einkenni sjúkdómsins. Þá taldi hann að Lyfjastofnun hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið vísað til áreiðanlegra gagna Lyfjastofnun vísaði meðal annars til umsagna sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild en þeir veittu ekki jákvæða umsögn um notkun lyfsins til meðferðar gegn kórónuveirunni. Þó að vísbendingar væru um, að notkun Ivermectins hamli fjölgunar veirunnar í tilraunarglasi, séu gögnin sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi. Það væri mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Heilbrigðisráðuneytið var sammála Lyfjastofnun í úrskurðinum og taldi að Guðmundi hafi ekki tekist að vísa til neinna áreiðanlegra gagna, sem gætu orðið grundvöllur fyrir því að fallast mætti á umsókn hans um að ávísa lyfinu. Lyfið verið umdeilt í tengslum við Covid-19 Lyfið Ivermectin hefur lengi verið notað gegn sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrar stofnanir hafa mælt gegn notkun lyfsins en einstaka læknar segja lyfið hafa gefið góða raun. BBC greindu frá því nýlega að niðurstöður meira en þriðjungs rannsókna, sem farið hafa fram á notkun lyfsins gegn veirunni, hafi verið gallaðar eða sýnt merki um að brögð hafi verið í tafli. Nánar í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira