Meistararnir úr leik eftir vítaspyrnukeppni | Tottenham marði Burnley Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2021 21:04 Leikmenn West Ham fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Fimm leikir fóru fram í enska deildarbikarnum í fótbolta í kvöld og þar með er ljóst hvaða lið eru komin áfram í átta liða úrslit. Ríkjandi meistarar í Manchester City eru úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn West Ham. Eftir reglubundnar 90 mínútur var staðan markalaus í leik Manchester City og West Ham United og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Phil Foden klikkaði á fyrstu spyrnu City, en allar fimm spyrnur West Ham enduðu í netinu. Niðurstaðan að vítaspyrnukeppni lokinni varð því 5-3 sigur West Ham og liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit á laugardaginn. Meistararnir í Manchester City eru hins vegar úr leik. WE MAKE IT THROUGH ON PENALTIES! 💪COME ON YOU IRONS!#WHUMCI pic.twitter.com/xOKjN5uW6q— West Ham United (@WestHam) October 27, 2021 Lucas Moura skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur gegn Jóhanni Berg og félögum í Burnley. Markið kom á 68. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Emerson Royal. Sergi Canos og Ivan Toney sáu um markaskorun Brentford sem vann 2-1 sigur gegn Stoke, en Romaine Sawyers minnkaði muninn fyrir heimamenn eftir tæplega klukkutíma leik. Þá mættust Leicester og Brighton einnig í kvöld, en þar þurfti einnig að grípa til vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 2-2 að 90 mínútum loknum. Harvey Barnes og Adamola Lookman skoruðu mörk Leicester, en Adam Webster og Enock Mwepu skoruðu mörk Brighton. Enock Mwepu og Neal Maupay klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Brighton, en leikmenn Leicester skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum og fara því áfram. WE'RE THROUGH! 🙌Ricardo is on target from 12 yards, before Ward saves Mwepu's penalty! 👏City: ✅✅✅✅Brighton: ✅❌✅❌#LeiBha— Leicester City (@LCFC) October 27, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur. 27. október 2021 20:36 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Eftir reglubundnar 90 mínútur var staðan markalaus í leik Manchester City og West Ham United og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Phil Foden klikkaði á fyrstu spyrnu City, en allar fimm spyrnur West Ham enduðu í netinu. Niðurstaðan að vítaspyrnukeppni lokinni varð því 5-3 sigur West Ham og liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit á laugardaginn. Meistararnir í Manchester City eru hins vegar úr leik. WE MAKE IT THROUGH ON PENALTIES! 💪COME ON YOU IRONS!#WHUMCI pic.twitter.com/xOKjN5uW6q— West Ham United (@WestHam) October 27, 2021 Lucas Moura skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur gegn Jóhanni Berg og félögum í Burnley. Markið kom á 68. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Emerson Royal. Sergi Canos og Ivan Toney sáu um markaskorun Brentford sem vann 2-1 sigur gegn Stoke, en Romaine Sawyers minnkaði muninn fyrir heimamenn eftir tæplega klukkutíma leik. Þá mættust Leicester og Brighton einnig í kvöld, en þar þurfti einnig að grípa til vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 2-2 að 90 mínútum loknum. Harvey Barnes og Adamola Lookman skoruðu mörk Leicester, en Adam Webster og Enock Mwepu skoruðu mörk Brighton. Enock Mwepu og Neal Maupay klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Brighton, en leikmenn Leicester skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum og fara því áfram. WE'RE THROUGH! 🙌Ricardo is on target from 12 yards, before Ward saves Mwepu's penalty! 👏City: ✅✅✅✅Brighton: ✅❌✅❌#LeiBha— Leicester City (@LCFC) October 27, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur. 27. október 2021 20:36 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur. 27. október 2021 20:36