Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. október 2021 21:30 Haukar Valur Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ Hulda Margrét Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. Haukar byrjuðu leikinn betur og komu sér strax í góða forystu á fyrstu mínútum leiksins. Þegar stundarfjórðungur var liðinn voru Haukar komnir í 5 marka forystu, 4-9. Róðurinn var erfiður fyrir Gróttumenn sem voru að elta gott forskot Hauka í 25 mínútur. Á 25. mínútu missa Haukar boltann frá sér í einni sókninni. Við það tekur við kafli þar sem Haukar hálfpartinn missa hausinn og Grótta skorar á meðan og minnkar muninn í 2 mörk. Staðan 14-16 þegar að flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það voru ekki 5 mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar Haukar voru búnir að ná ágætis forskoti aftur og héldu því út allan leikinn. Þrátt fyrir áhlaup Gróttumanna að reyna minnka muninn gekk það ekki og sigurðu Haukar með 7 mörkum, 32-25. Afhverju unnu Haukar? Þeir náðu góðu forskoti strax á fyrstu mínútum leiksins þannig að það gerði Gróttumönnum erfiðara fyrir að koma sér inn í leikinn. Þrátt fyrir að hafa misst leikinn niður þá stigu þeir aftur upp og sóttu sigur í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Gróttu var það Andri Þór Helgason sem var atkvæðamestur með 9 mörk. Birgir Steinn Jónsson var með 5 mörk. Hjá Haukum var það Stefán Rafn Sigurmannsson með 8 mörk. Darri Aronsson var með 7 mörk. Hvað gekk illa? Gróttumenn áttu erfitt með að finna markið á fyrstu mínútunum og gerði það þeim ansi erfitt fyrir það sem eftir lifði leiksins. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og markvarslan hrökk ekki í gang í dag. Hvað gerist næst? Grótta sækir Selfoss heim föstudaginn 29. október kl 19:30. Haukar fá HK í heimsókn, einnig föstudaginn 29. október kl 20:00. Arnar Daði Arnarsson: Við áttum ekki neitt skilið úr þessum leik Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta var svekkur eftir frammistöðu sinna manna þegar þeir fengu Hauka í heimsókn í 5. umferð Olís-deild karla í dag. Gróttumenn með gott áhlaup í lok seinni hálfleiks sem dugði ekki til og sigruðu Haukar með sjö mörkum, 32-15. „Mér líður aldrei vel eftir tapleiki. Við áttum ekki neitt skilið úr þessum leik. Það var rosalega flöt byrjun hjá okkur, léleg vörn, ótrúlega óagaðir sóknarlega. Við erum að taka fyrsta séns og láta brjóta á okkur og stoppa sóknarleikinn trekk í trekk. Það var ekki fyrr en við fórum í 7 á 6 þar sem boltinn fékk aðeins að fljóta. Við vorum ekki að fara eftir uppleggi sóknarlega. Ég veit ekki hvort menn hafi ofpeppast eftir frammistöðunni í síðasta leik og haldið að menn gætu gert þetta með vinstri hendi. Þessi frammistaða hefði aldrei skilað okkur sigri á móti Haukum.“ Aðspurður hvað Arnar Daði hefði viljað sjá strákana gera í kvöld sagði Arnar þetta: „Ég vildi byggja ofan á það sem við gerðum vel á móti Aftureldingu, þar sem við vorum í beinskeittum árásum og vinnandi mann og láta boltann ganga. Við vorum að fara í árásir og láta stoppa okkur svo að boltinn gekk bara ekkert. Síðan vorum við að taka kannski eina hreyfingu og það var bara skot á mark úr contact. Eins og ég sagði við strákana í hálfleik við erum ekki nægilega góðir sem einstaklingar þannig við þurfum að spila betur sem lið. Það er ástæðan afhverju ég er svekktur með mína stráka, hversu mikið menn voru að spila upp á einstaklingsframmistöðu.“ Næsti leikur er á móti Selfossi og vill Arnar Daði bæta ýmsilegt fyrir næsta leik. „Vörnin, þetta er annar leikurinn í röð sem við fáum á okkur 30 mörk eða meira. Það á ekki að vera einkenni okkar þannig við þurfum heldur betur að fara yfir varnarleikinn. Þetta er svolítið upp og niður hjá okkur. Fyrstu leikina vorum við í erfiðleikum sóknarlega, svo þegar við setjum fókus á það þá hrynur vörninn. Ég veit ekki hvort við þurfum að æfa í 3 tíma og vídeofund í 2 tíma. Við erum bara með þannig lið að við þurfum að leggja áherslu á eiginlega alla hluti sem við ætlum að spila. Núna var áhersla lögð á sóknina og þá fer vörnin. Við þurfum aðeins að horfa í okkar barm hvað varðar varnarleikinn.“ Olís-deild karla Grótta Haukar
Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. Haukar byrjuðu leikinn betur og komu sér strax í góða forystu á fyrstu mínútum leiksins. Þegar stundarfjórðungur var liðinn voru Haukar komnir í 5 marka forystu, 4-9. Róðurinn var erfiður fyrir Gróttumenn sem voru að elta gott forskot Hauka í 25 mínútur. Á 25. mínútu missa Haukar boltann frá sér í einni sókninni. Við það tekur við kafli þar sem Haukar hálfpartinn missa hausinn og Grótta skorar á meðan og minnkar muninn í 2 mörk. Staðan 14-16 þegar að flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það voru ekki 5 mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar Haukar voru búnir að ná ágætis forskoti aftur og héldu því út allan leikinn. Þrátt fyrir áhlaup Gróttumanna að reyna minnka muninn gekk það ekki og sigurðu Haukar með 7 mörkum, 32-25. Afhverju unnu Haukar? Þeir náðu góðu forskoti strax á fyrstu mínútum leiksins þannig að það gerði Gróttumönnum erfiðara fyrir að koma sér inn í leikinn. Þrátt fyrir að hafa misst leikinn niður þá stigu þeir aftur upp og sóttu sigur í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Gróttu var það Andri Þór Helgason sem var atkvæðamestur með 9 mörk. Birgir Steinn Jónsson var með 5 mörk. Hjá Haukum var það Stefán Rafn Sigurmannsson með 8 mörk. Darri Aronsson var með 7 mörk. Hvað gekk illa? Gróttumenn áttu erfitt með að finna markið á fyrstu mínútunum og gerði það þeim ansi erfitt fyrir það sem eftir lifði leiksins. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og markvarslan hrökk ekki í gang í dag. Hvað gerist næst? Grótta sækir Selfoss heim föstudaginn 29. október kl 19:30. Haukar fá HK í heimsókn, einnig föstudaginn 29. október kl 20:00. Arnar Daði Arnarsson: Við áttum ekki neitt skilið úr þessum leik Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta var svekkur eftir frammistöðu sinna manna þegar þeir fengu Hauka í heimsókn í 5. umferð Olís-deild karla í dag. Gróttumenn með gott áhlaup í lok seinni hálfleiks sem dugði ekki til og sigruðu Haukar með sjö mörkum, 32-15. „Mér líður aldrei vel eftir tapleiki. Við áttum ekki neitt skilið úr þessum leik. Það var rosalega flöt byrjun hjá okkur, léleg vörn, ótrúlega óagaðir sóknarlega. Við erum að taka fyrsta séns og láta brjóta á okkur og stoppa sóknarleikinn trekk í trekk. Það var ekki fyrr en við fórum í 7 á 6 þar sem boltinn fékk aðeins að fljóta. Við vorum ekki að fara eftir uppleggi sóknarlega. Ég veit ekki hvort menn hafi ofpeppast eftir frammistöðunni í síðasta leik og haldið að menn gætu gert þetta með vinstri hendi. Þessi frammistaða hefði aldrei skilað okkur sigri á móti Haukum.“ Aðspurður hvað Arnar Daði hefði viljað sjá strákana gera í kvöld sagði Arnar þetta: „Ég vildi byggja ofan á það sem við gerðum vel á móti Aftureldingu, þar sem við vorum í beinskeittum árásum og vinnandi mann og láta boltann ganga. Við vorum að fara í árásir og láta stoppa okkur svo að boltinn gekk bara ekkert. Síðan vorum við að taka kannski eina hreyfingu og það var bara skot á mark úr contact. Eins og ég sagði við strákana í hálfleik við erum ekki nægilega góðir sem einstaklingar þannig við þurfum að spila betur sem lið. Það er ástæðan afhverju ég er svekktur með mína stráka, hversu mikið menn voru að spila upp á einstaklingsframmistöðu.“ Næsti leikur er á móti Selfossi og vill Arnar Daði bæta ýmsilegt fyrir næsta leik. „Vörnin, þetta er annar leikurinn í röð sem við fáum á okkur 30 mörk eða meira. Það á ekki að vera einkenni okkar þannig við þurfum heldur betur að fara yfir varnarleikinn. Þetta er svolítið upp og niður hjá okkur. Fyrstu leikina vorum við í erfiðleikum sóknarlega, svo þegar við setjum fókus á það þá hrynur vörninn. Ég veit ekki hvort við þurfum að æfa í 3 tíma og vídeofund í 2 tíma. Við erum bara með þannig lið að við þurfum að leggja áherslu á eiginlega alla hluti sem við ætlum að spila. Núna var áhersla lögð á sóknina og þá fer vörnin. Við þurfum aðeins að horfa í okkar barm hvað varðar varnarleikinn.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti