Þingmenn vilja ákæra Bannon Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2021 23:48 Steve Bannon gæti verið dæmdur í allt að árs fangelsi og gert að greiða allt að hundrað þúsund dala sekt. AP/Scott Applewhite Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna. 229 þingmenn greiddu atkvæði með ákæru og 202 gegn henni. Níu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði með Demókrötum. Ákvörðunin um það hvort Bannon verði formlega ákærður er nú í höndum ríkissaksóknara Washington DC og dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt frétt Politico. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, vildi ekki tjá sig um málið í dag að öðru leyti en að dómsmálaráðuneytið myndi fylgja lögum. Samkvæmt lögum gæti verið hægt að dæma Bannon til að greiða allt frá hundrað dölum til hundrað þúsund dala í sekt og sitja í fangelsi í allt að ár. Hvítþvottur eða stuðningur Það að einungis níu þingmenn hafi greitt atkvæði með ákæru er samkvæmt frétt New York Times til marks um það hve lítinn vilja Repúblikanar hafa til að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar. Þeir vilji frekar hvítþvo árásina, hunsa hana eða ýta undir þær ásakanir sem leiddu til hennar. Stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra. Það gerðu þau á grundvelli ítrekaðra og ósannra fullyrðinga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað forsetann fyrrverandi sigur. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins neita enn að segja opinberlega að Joe Biden sé réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Komu í veg fyrir stofnun hlutlausrar rannsóknarnefndar Í kjölfar árásarinnar stóð til að stofna ópólitíska rannsóknarnefnd en Repúblikanar komu í veg fyrir það. Demókratar stofnuðu því þingnefnd sem er að rannsaka árásina. Repúblikanar tilnefndu tvo þingmenn til þeirrar nefndar. Það voru þeir Jim Jordan og Jim Banks en áðir eru yfirlýstir og dyggir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og báðir greiddu atkvæði gegn því að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Þar að auki hafa þeir báðir tekið undir ósannar yfirlýsingar Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Liz Cheney er eini Repúblikaninn í rannsóknarnefnd þingsins. Hún er orðin utangarðs í Repúblikanaflokknum vegna andstöðu hennar við Donald Trump og ummæli Trump-liða um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur.AP/Andrew Harnik Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, neitaði að hleypa þeim í nefndina en samþykkti þrjá aðra. Repúblikanar neituðu því þó og sögðust ætla að stofna eigin nefnd. Sjá einnig: Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Fyrir atkvæðagreiðsluna í kvöld sendi Trump frá sér tilkynningu þar sem hann sagði forsetakosningarnar í fyrra hafa verið raunverulegu uppreisnuna. Árásin á þinghúsið í janúar hefði bara verið mótmæli. Bannon hefur um árabil verið bandamaður Trumps og var ráðgjafi hans í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar 2016 og þegar hann flutti í Hvíta húsið. Hann var þó rekinn úr Hvíta húsinu eftir nokkra mánuði. Trump rak Bannon eftir að haft var eftir honum í bókinn Fire and Fury eftir Michael Wolff, að Donald Trump yngri, sonur forsetans fyrrverandi, hefði framið landráð þegar hann fór á fund í Trump-turni í New York fyrir kosningarnar 2016. Rússneskur lögfræðingur boðaði til fundarins og sagði tilgang hans vera að koma upplýsingum til hans sem kæmu sér illa fyrir Hillary clinton, mótframbjóðanda Trumps. Lögfræðingurinn, sem heitir Natalia Veselnitskaya, sagði í tölvupóst til Trumps yngri að þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja við framboð Trumps. Haft var eftir Bannon að Trump yngri hefði aldrei átt að fara á þennan fund og þess í stað hefði hann átt að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Áður en hann var rekinn lýsti Bannon því yfir að hann hefði ekki verið að tala um Trump yngri heldur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, sem var einnig á fundinum. Sjá einnig: Trump vill ekki fyrirgefa Bannon Manafort var árið 2018 dæmdur í fangelsi fyrir bankasvik og önnur brot. Trump náðaði hann þó á síðustu vikum forsetatíðar sinnar. Trump náðaði Bannon Eitt af síðustu embættisverkum Trumps var að náða einnig Bannon. Hann hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröfluninni We Build the Wall. Bannon hafði safnað fúlgum fjár á þeim grundvelli að peningarnir ættu að fara í byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bannon hafði þó aldrei verið sakfelldur vegna þessa en réttarhöldin féllu niður vegna náðunarinnar. Sjá einnig: Trump náðaði Steve Bannon Sagði að allt yrði vitlaust Þingmennirnir í rannsóknarnefndin vilja ræða við Bannon um samskipti hans við Trump í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið og telja mögulegt að hann sitji á mikilvægum upplýsingum ætlanir Trump-liða varðandi það að grafa undan sigri Bidens og varðandi árásina sjálfa. Meðlimir nefndarinnar vísa sérstaklega til ummæla Bannons í útvarpsþætti sínum þann fimmta janúar, degi fyrir árásina á þinghúsið, þar sem hann sagði meðal annars: „Það verður allt vitlaust á morgun“. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23 Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02 Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar. 13. október 2021 21:28 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
229 þingmenn greiddu atkvæði með ákæru og 202 gegn henni. Níu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði með Demókrötum. Ákvörðunin um það hvort Bannon verði formlega ákærður er nú í höndum ríkissaksóknara Washington DC og dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt frétt Politico. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, vildi ekki tjá sig um málið í dag að öðru leyti en að dómsmálaráðuneytið myndi fylgja lögum. Samkvæmt lögum gæti verið hægt að dæma Bannon til að greiða allt frá hundrað dölum til hundrað þúsund dala í sekt og sitja í fangelsi í allt að ár. Hvítþvottur eða stuðningur Það að einungis níu þingmenn hafi greitt atkvæði með ákæru er samkvæmt frétt New York Times til marks um það hve lítinn vilja Repúblikanar hafa til að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar. Þeir vilji frekar hvítþvo árásina, hunsa hana eða ýta undir þær ásakanir sem leiddu til hennar. Stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra. Það gerðu þau á grundvelli ítrekaðra og ósannra fullyrðinga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað forsetann fyrrverandi sigur. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins neita enn að segja opinberlega að Joe Biden sé réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Komu í veg fyrir stofnun hlutlausrar rannsóknarnefndar Í kjölfar árásarinnar stóð til að stofna ópólitíska rannsóknarnefnd en Repúblikanar komu í veg fyrir það. Demókratar stofnuðu því þingnefnd sem er að rannsaka árásina. Repúblikanar tilnefndu tvo þingmenn til þeirrar nefndar. Það voru þeir Jim Jordan og Jim Banks en áðir eru yfirlýstir og dyggir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og báðir greiddu atkvæði gegn því að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Þar að auki hafa þeir báðir tekið undir ósannar yfirlýsingar Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Liz Cheney er eini Repúblikaninn í rannsóknarnefnd þingsins. Hún er orðin utangarðs í Repúblikanaflokknum vegna andstöðu hennar við Donald Trump og ummæli Trump-liða um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur.AP/Andrew Harnik Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, neitaði að hleypa þeim í nefndina en samþykkti þrjá aðra. Repúblikanar neituðu því þó og sögðust ætla að stofna eigin nefnd. Sjá einnig: Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Fyrir atkvæðagreiðsluna í kvöld sendi Trump frá sér tilkynningu þar sem hann sagði forsetakosningarnar í fyrra hafa verið raunverulegu uppreisnuna. Árásin á þinghúsið í janúar hefði bara verið mótmæli. Bannon hefur um árabil verið bandamaður Trumps og var ráðgjafi hans í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar 2016 og þegar hann flutti í Hvíta húsið. Hann var þó rekinn úr Hvíta húsinu eftir nokkra mánuði. Trump rak Bannon eftir að haft var eftir honum í bókinn Fire and Fury eftir Michael Wolff, að Donald Trump yngri, sonur forsetans fyrrverandi, hefði framið landráð þegar hann fór á fund í Trump-turni í New York fyrir kosningarnar 2016. Rússneskur lögfræðingur boðaði til fundarins og sagði tilgang hans vera að koma upplýsingum til hans sem kæmu sér illa fyrir Hillary clinton, mótframbjóðanda Trumps. Lögfræðingurinn, sem heitir Natalia Veselnitskaya, sagði í tölvupóst til Trumps yngri að þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja við framboð Trumps. Haft var eftir Bannon að Trump yngri hefði aldrei átt að fara á þennan fund og þess í stað hefði hann átt að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Áður en hann var rekinn lýsti Bannon því yfir að hann hefði ekki verið að tala um Trump yngri heldur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, sem var einnig á fundinum. Sjá einnig: Trump vill ekki fyrirgefa Bannon Manafort var árið 2018 dæmdur í fangelsi fyrir bankasvik og önnur brot. Trump náðaði hann þó á síðustu vikum forsetatíðar sinnar. Trump náðaði Bannon Eitt af síðustu embættisverkum Trumps var að náða einnig Bannon. Hann hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröfluninni We Build the Wall. Bannon hafði safnað fúlgum fjár á þeim grundvelli að peningarnir ættu að fara í byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bannon hafði þó aldrei verið sakfelldur vegna þessa en réttarhöldin féllu niður vegna náðunarinnar. Sjá einnig: Trump náðaði Steve Bannon Sagði að allt yrði vitlaust Þingmennirnir í rannsóknarnefndin vilja ræða við Bannon um samskipti hans við Trump í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið og telja mögulegt að hann sitji á mikilvægum upplýsingum ætlanir Trump-liða varðandi það að grafa undan sigri Bidens og varðandi árásina sjálfa. Meðlimir nefndarinnar vísa sérstaklega til ummæla Bannons í útvarpsþætti sínum þann fimmta janúar, degi fyrir árásina á þinghúsið, þar sem hann sagði meðal annars: „Það verður allt vitlaust á morgun“.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23 Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02 Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar. 13. október 2021 21:28 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23
Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02
Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31
Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33
Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar. 13. október 2021 21:28