Útlit fyrir 3,2 til 3,3 milljarða króna hagnað Kviku Eiður Þór Árnason skrifar 21. október 2021 11:58 Samþykkt var að sameina Kviku, TM og Lykil í mars. Vísir/Vilhelm Hagnaður Kviku banka var á bilinu 3,2 til 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi samkvæmt drögum að uppgjöri samstæðunnar. Samsvarar það 32,9 til 34 prósent árlegri arðsemi á efnislegt eigið fé. Uppgjörið er talsvert umfram áætlanir samstæðunnar fyrir tímabilið. Afkoma TM nam um 1,8 milljörðum króna fyrir skatta og var samsett hlutfall tryggingafélagsins 83,3 prósent á þriðja ársfjórðungi og 89,1 prósent frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samkvæmt drögunum námu hreinar þóknanatekjur samstæðunnar 1,6 milljörðum króna á ársfjórðungnum en hreinar vaxtatekjur voru 1,1 milljarður. Jákvæð breyting varð á virðisrýrnun útlána upp á 80 milljónir króna. Hreinar fjárfestingatekjur á fjórðungnum námu 1,6 milljörðum króna en þar af eru 1,2 milljarðar króna vegna TM. Ávöxtun fjáreigna TM nam 3,6% á tímabilinu. Rekstrarkostnaður samstæðunnar var 2,6 milljarðar á tímabilinu en það er um 21 prósent lækkun frá öðrum ársfjórðungi. Uppgjör bankans er enn í vinnslu og getur því tekið breytingum fram að birtingardegi. Lætur af störfum Fram kemur í tilkynningu frá Kviku að Markús Hörður Árnason, framkvæmdastjóri fjárfestinga TM, hafi óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Markús hefur starfað hjá TM frá árinu 2008, fyrst sem sérfræðingur á sviði fjárfestinga og síðar forstöðumaður fjárfestinga. Frá árinu 2020 hefur hann gengt stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og setið í framkvæmdastjórn TM. Markús lætur af störfum á næstu vikum. Ásgeir Baldurs hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá TM. Ásgeir hefur meðal annars verið forstjóri VÍS, forstöðumaður í fyrirtækjaráðgjöf, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga og fjárfestingastjóri hjá Kviku og dótturfélögum. Ásgeir hefur störf hjá TM á næstu dögum. Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Afkoma TM nam um 1,8 milljörðum króna fyrir skatta og var samsett hlutfall tryggingafélagsins 83,3 prósent á þriðja ársfjórðungi og 89,1 prósent frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samkvæmt drögunum námu hreinar þóknanatekjur samstæðunnar 1,6 milljörðum króna á ársfjórðungnum en hreinar vaxtatekjur voru 1,1 milljarður. Jákvæð breyting varð á virðisrýrnun útlána upp á 80 milljónir króna. Hreinar fjárfestingatekjur á fjórðungnum námu 1,6 milljörðum króna en þar af eru 1,2 milljarðar króna vegna TM. Ávöxtun fjáreigna TM nam 3,6% á tímabilinu. Rekstrarkostnaður samstæðunnar var 2,6 milljarðar á tímabilinu en það er um 21 prósent lækkun frá öðrum ársfjórðungi. Uppgjör bankans er enn í vinnslu og getur því tekið breytingum fram að birtingardegi. Lætur af störfum Fram kemur í tilkynningu frá Kviku að Markús Hörður Árnason, framkvæmdastjóri fjárfestinga TM, hafi óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Markús hefur starfað hjá TM frá árinu 2008, fyrst sem sérfræðingur á sviði fjárfestinga og síðar forstöðumaður fjárfestinga. Frá árinu 2020 hefur hann gengt stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og setið í framkvæmdastjórn TM. Markús lætur af störfum á næstu vikum. Ásgeir Baldurs hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá TM. Ásgeir hefur meðal annars verið forstjóri VÍS, forstöðumaður í fyrirtækjaráðgjöf, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga og fjárfestingastjóri hjá Kviku og dótturfélögum. Ásgeir hefur störf hjá TM á næstu dögum.
Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira