Fólk varð rosalega stressað við að heyra þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2021 10:30 Arna Ýr ætlar sér sjálf að verða ljósmóðir. Arna Ýr Jónsdóttir hjúkrunarfræðinemi ákvað snemma á sínum meðgöngum að fæða heima og segir neikvæðar fæðingarupplifanir of háværar í samfélaginu. Hún lét ekki gagnrýnisraddir á sig fá og vill opna augu fólks fyrir heimafæðingum og góðum upplifunum af fæðingum almennt, heima eða á sjúkrahúsi. Eva Laufey hitti Örnu nú á dögunum í Íslandi í dag og fékk að heyra hennar fæðingarsögur. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi fæðinguna. Upplifunin var svo róleg og það var svo töfrandi andrúmsloft að fæða heima. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta án þess að fólk upplifi þetta. Bara ótrúlega rólegt í sínu eigin umhverfi,“ segir Arna Ýr og heldur áfram. Fæðingin gekk eins og í sögu. „Ég vildi rosalega hafa ljósmyndara með til að geta átt þetta á myndbandi og á myndum og til að eiga minninguna. Ég hef svo mikinn áhuga á því að verða ljósmóðir í framtíðinni og það er svo æðisleg upplifun að hafa upplifað heimafæðingu eða á spítala líka.“ Arna segir að margir tengi deifingu, glaðloft eða keisara við eitthvað öryggi. „En eins og ljósmóðir mín útskýrði, þá er maður öruggur þar sem manni líður best. Það gæti vel verið að ég hefði lent í keisaraskurði, þurft deyfingu eða glaðloft eða eitthvað ef ég hefði verið á spítalanum. Ég var þarna rosalega mikil sófaklessa og elska að vera heima og það kom því í rauninni ekkert annað til greina en að vera heima í þetta skipti.“ Hún segist vera mjög meðvituð um það hvernig tilfinningin á að vera í fæðingu þar sem hún hefur áður gengið í gegnum ferlið. Því var alltaf á hreinu hvenær nauðsynlegt væri að fara upp á spítala ef eitthvað kæmi upp. „Svo er svo mikið fagfólk með manni sem grípur inn í ef eitthvað kemur upp. Á 37. viku er maður orðin löglegur að fæða heima og þá kemur fæðingarlaugin heim. Maður getur fengið að velja og mig langaði að fæða í laug og þess vegna var hún mætt. Það voru tvær fagmenneskjur viðstaddar, svo var ég með maka og ljósmyndara. Þegar maður er heima má maður í raun hafa þetta alveg eins og maður vill.“ Í innslaginu má sjá hvernig fæðingin gekk fyrir sig heima hjá parinu. „Þetta var örugglega eitt besta kvöld sem ég hef upplifað. Ég var með svo mikla stjórn og vissi hvað væri að gerast og gat notið augnabliksins.“ En fékk parið gagnrýni fyrir að fara þessa leið? „Nei reyndar ekki en fólk var rosalega stressað að heyra þetta. Það var bara ekki búið að kynna sér sömu hluti og við og ekki búið að mæta á þessa fundi með ljósmæðrum sem útskýra af hverju þetta sé öruggt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Hún lét ekki gagnrýnisraddir á sig fá og vill opna augu fólks fyrir heimafæðingum og góðum upplifunum af fæðingum almennt, heima eða á sjúkrahúsi. Eva Laufey hitti Örnu nú á dögunum í Íslandi í dag og fékk að heyra hennar fæðingarsögur. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi fæðinguna. Upplifunin var svo róleg og það var svo töfrandi andrúmsloft að fæða heima. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta án þess að fólk upplifi þetta. Bara ótrúlega rólegt í sínu eigin umhverfi,“ segir Arna Ýr og heldur áfram. Fæðingin gekk eins og í sögu. „Ég vildi rosalega hafa ljósmyndara með til að geta átt þetta á myndbandi og á myndum og til að eiga minninguna. Ég hef svo mikinn áhuga á því að verða ljósmóðir í framtíðinni og það er svo æðisleg upplifun að hafa upplifað heimafæðingu eða á spítala líka.“ Arna segir að margir tengi deifingu, glaðloft eða keisara við eitthvað öryggi. „En eins og ljósmóðir mín útskýrði, þá er maður öruggur þar sem manni líður best. Það gæti vel verið að ég hefði lent í keisaraskurði, þurft deyfingu eða glaðloft eða eitthvað ef ég hefði verið á spítalanum. Ég var þarna rosalega mikil sófaklessa og elska að vera heima og það kom því í rauninni ekkert annað til greina en að vera heima í þetta skipti.“ Hún segist vera mjög meðvituð um það hvernig tilfinningin á að vera í fæðingu þar sem hún hefur áður gengið í gegnum ferlið. Því var alltaf á hreinu hvenær nauðsynlegt væri að fara upp á spítala ef eitthvað kæmi upp. „Svo er svo mikið fagfólk með manni sem grípur inn í ef eitthvað kemur upp. Á 37. viku er maður orðin löglegur að fæða heima og þá kemur fæðingarlaugin heim. Maður getur fengið að velja og mig langaði að fæða í laug og þess vegna var hún mætt. Það voru tvær fagmenneskjur viðstaddar, svo var ég með maka og ljósmyndara. Þegar maður er heima má maður í raun hafa þetta alveg eins og maður vill.“ Í innslaginu má sjá hvernig fæðingin gekk fyrir sig heima hjá parinu. „Þetta var örugglega eitt besta kvöld sem ég hef upplifað. Ég var með svo mikla stjórn og vissi hvað væri að gerast og gat notið augnabliksins.“ En fékk parið gagnrýni fyrir að fara þessa leið? „Nei reyndar ekki en fólk var rosalega stressað að heyra þetta. Það var bara ekki búið að kynna sér sömu hluti og við og ekki búið að mæta á þessa fundi með ljósmæðrum sem útskýra af hverju þetta sé öruggt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira