Hrósaði söngfuglunum í stúkunni og sagði leikmenn sína þá heppnustu í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2021 21:46 Solskjær var sáttur með sína menn en segir þá verða að hætta að gefa mörk. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United var hátt uppi er hann mætti í viðtal eftir magnaðan endurkomu sigur Man United gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. „Það er svo stór hluti af félaginu. Þetta horn þarna uppi, söngur þeirra hélt leikmönnum gangandi í kvöld. Þessir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi. Það kemur fyrir sem stuðningsmaður að maður er langt niðri en þessi hópur heldur alltaf áfram að syngja.“ „Þrátt fyrir allt fannst mér við spila nokkuð vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Það verður að hætta ef við ætlum að lifa fram yfir fimmtugt,“ sagði hinn 48 ára gamli Solskjær. „Við eigum þetta til hjá þessu félagi, þetta er góður ávani að hafa. Persónulega fannst mér við spila vel. Þeir skora fyrra markið upp úr þurru og það síðara kemur úr föstu leikatriði en leikmennirnir gáfust aldrei upp í kvöld,“ sagði Norðmaðurinn um endurkomu kvöldsins. „Ekki vanvirða leikmenn félagsins, þeir eru að spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu leikmenn í heimi. Allavega þeir 11 sem byrjuðu leikinn og þeir sem komu inn af bekknum. Það eru margar milljónir krakka, stráka og stelpna, þarna úti í heimi sem dreymir um það.“ Þá fékk Marcus Rashford mikið hrós en hann byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld og skoraði fyrsta mark Man Utd. Hann skoraði einnig í tapinu gegn Leicester City um síðustu helgi og verður mjög mikilvægur í vetur sagði Solskjær. Rashford fór á endanum af velli eftir að hafa fengið högg en þjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur. Hann var þó ekki viss með Fred sem haltraði af velli. Hann gæti verið frá í nokkrar vikur. „Sjáið til þess að þið skorið næsta mark því þá vinnum við leikinn. Ég var viss um að ef við myndum skora þriðja mark leiksins þá myndum við vinna þar sem við vorum að skapa fín færi,“ sagði Solskjær að endingu aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
„Það er svo stór hluti af félaginu. Þetta horn þarna uppi, söngur þeirra hélt leikmönnum gangandi í kvöld. Þessir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi. Það kemur fyrir sem stuðningsmaður að maður er langt niðri en þessi hópur heldur alltaf áfram að syngja.“ „Þrátt fyrir allt fannst mér við spila nokkuð vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Það verður að hætta ef við ætlum að lifa fram yfir fimmtugt,“ sagði hinn 48 ára gamli Solskjær. „Við eigum þetta til hjá þessu félagi, þetta er góður ávani að hafa. Persónulega fannst mér við spila vel. Þeir skora fyrra markið upp úr þurru og það síðara kemur úr föstu leikatriði en leikmennirnir gáfust aldrei upp í kvöld,“ sagði Norðmaðurinn um endurkomu kvöldsins. „Ekki vanvirða leikmenn félagsins, þeir eru að spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu leikmenn í heimi. Allavega þeir 11 sem byrjuðu leikinn og þeir sem komu inn af bekknum. Það eru margar milljónir krakka, stráka og stelpna, þarna úti í heimi sem dreymir um það.“ Þá fékk Marcus Rashford mikið hrós en hann byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld og skoraði fyrsta mark Man Utd. Hann skoraði einnig í tapinu gegn Leicester City um síðustu helgi og verður mjög mikilvægur í vetur sagði Solskjær. Rashford fór á endanum af velli eftir að hafa fengið högg en þjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur. Hann var þó ekki viss með Fred sem haltraði af velli. Hann gæti verið frá í nokkrar vikur. „Sjáið til þess að þið skorið næsta mark því þá vinnum við leikinn. Ég var viss um að ef við myndum skora þriðja mark leiksins þá myndum við vinna þar sem við vorum að skapa fín færi,“ sagði Solskjær að endingu aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira