Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 21:53 Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla og auðugasti maður heims. EPA/Patrick Pleul Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. SpaceX, sem er ekki á hlutabréfamarkaði, var nýverið metið á hundrað milljarða dala en starfsmenn Morgan Stanley telja að leiðin liggi áfram upp á við. Musk hafi skapað mjög álitlegt fyrirtæki með þróun endurnýtanlegra eldflauga og Starlink-gervihnatta, sem eiga að dreifa nettengingu um allan heim. Með því að lenda eldflaugum og nota þær aftur hefur SpaceX dregið verulega úr kostnaði við geimskot. Framtíðarsýn Musks snýr þó að þróun Starship-geimfarsins. Það vill Musk nota til að flytja menn og birgðir út í geim. Bæði til tunglsins og til Mars. Hann hefur einnig lýst því yfir að hann vilji að eldflaugarnar virki í raun eins og flugvélar. Hægt væri að stíga upp í eldflaug í Reykjavík og lenda í Tókíó nokkrum mínútum síðar. Þar þyrftu starfsmenn einungis að bæta eldsneyti á eldflaugina og hægt væri að fljúga henni á næsta áfangastað. Síðasta sumar sendi Musk tölvupóst á starfsmenn þar sem hann sagði þróun Starship-geimfara væri í forgangi hjá SpaceX. Hér má sjá myndband af síðasta tilraunaskoti SpaceX þar sem frumgerð Starship var skotið á loft. Þessi frumgerð bar titilinn SN15 og var henni skotið í um tíu kílómetra hæð. Sex mínútum eftir skotið, lenti eldflaugin aftur á skotstaðnum. Geimfarið féll lárétt til jarðar en skömmu fyrir lendingu er kveikt aftur á hreyflum þess, því snúið og geimfarinu lent. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og geimfarið getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugustu eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni. Í minnisblaði sem sent var til fjárfesta í gær og CNBC segir frá, skrifaði greinandi Stanley Morgan að þróun Starship gæti gjörbreytt væntingum fjárfesta til geimiðnaðarins. Það sem SpaceX væri að gera í Texas væri að kollvarpa fyrirframgefnum ályktunum um alla tímaramma varðandi þróun og framleiðslu eldflauga og geimfara. Með ódýrum geimskotum og Starlink-gervihnöttum hefði SpaceX mikla tekjuöflunarmöguleika mörg ár fram í tímann. Eins og bent er á í frétt CNBC spáðu starfsmenn Morgan Stanley því í fyrra að SpaceX yrði metið á hundrað milljarða dala en þá var það einungis metið á tæpa 44 milljarða. „Fleiri en einn viðskiptavinur hefur sagt okkur að ef Elon Musk verði fyrsti billjónamæringurinn (e. trillionaire) verður það ekki vegna Tesla. Aðrir hafa sagt að SpaceX gæti orði verðmætasta fyrirtæki heimsins,“ stóð í áðurnefndu minnisblaði. SpaceX Tesla Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07 Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur. 3. febrúar 2021 08:32 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
SpaceX, sem er ekki á hlutabréfamarkaði, var nýverið metið á hundrað milljarða dala en starfsmenn Morgan Stanley telja að leiðin liggi áfram upp á við. Musk hafi skapað mjög álitlegt fyrirtæki með þróun endurnýtanlegra eldflauga og Starlink-gervihnatta, sem eiga að dreifa nettengingu um allan heim. Með því að lenda eldflaugum og nota þær aftur hefur SpaceX dregið verulega úr kostnaði við geimskot. Framtíðarsýn Musks snýr þó að þróun Starship-geimfarsins. Það vill Musk nota til að flytja menn og birgðir út í geim. Bæði til tunglsins og til Mars. Hann hefur einnig lýst því yfir að hann vilji að eldflaugarnar virki í raun eins og flugvélar. Hægt væri að stíga upp í eldflaug í Reykjavík og lenda í Tókíó nokkrum mínútum síðar. Þar þyrftu starfsmenn einungis að bæta eldsneyti á eldflaugina og hægt væri að fljúga henni á næsta áfangastað. Síðasta sumar sendi Musk tölvupóst á starfsmenn þar sem hann sagði þróun Starship-geimfara væri í forgangi hjá SpaceX. Hér má sjá myndband af síðasta tilraunaskoti SpaceX þar sem frumgerð Starship var skotið á loft. Þessi frumgerð bar titilinn SN15 og var henni skotið í um tíu kílómetra hæð. Sex mínútum eftir skotið, lenti eldflaugin aftur á skotstaðnum. Geimfarið féll lárétt til jarðar en skömmu fyrir lendingu er kveikt aftur á hreyflum þess, því snúið og geimfarinu lent. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og geimfarið getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugustu eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni. Í minnisblaði sem sent var til fjárfesta í gær og CNBC segir frá, skrifaði greinandi Stanley Morgan að þróun Starship gæti gjörbreytt væntingum fjárfesta til geimiðnaðarins. Það sem SpaceX væri að gera í Texas væri að kollvarpa fyrirframgefnum ályktunum um alla tímaramma varðandi þróun og framleiðslu eldflauga og geimfara. Með ódýrum geimskotum og Starlink-gervihnöttum hefði SpaceX mikla tekjuöflunarmöguleika mörg ár fram í tímann. Eins og bent er á í frétt CNBC spáðu starfsmenn Morgan Stanley því í fyrra að SpaceX yrði metið á hundrað milljarða dala en þá var það einungis metið á tæpa 44 milljarða. „Fleiri en einn viðskiptavinur hefur sagt okkur að ef Elon Musk verði fyrsti billjónamæringurinn (e. trillionaire) verður það ekki vegna Tesla. Aðrir hafa sagt að SpaceX gæti orði verðmætasta fyrirtæki heimsins,“ stóð í áðurnefndu minnisblaði.
SpaceX Tesla Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07 Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur. 3. febrúar 2021 08:32 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07
Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47
SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur. 3. febrúar 2021 08:32