Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 15:53 Najib Mikati forsætisráðherra Líbanon segist ekki ætla að skipta sér af rannsókn á sprengingunni í Beirút fyrr en samkomulag hafi náðst við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka vegna verstu kreppu síðari tíma. EPA-EFE/NABIL MOUNZER Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. Erfitt ástand hefur ríkt í Líbanon undanfarin misseri bæði vegna fjármálakreppunnar, sem Alþjóðabankinn segir þá verstu í nútímasögunni, og vegna stjórnmálakreppunnar sem ríkt hefur. Bráðabirðgastjórn hafði verið við stjórnvölinn í meira en ár og stjórnmálakreppa ríkt þar til Mikati tókst að mynda ríkisstjórn með hjálp Michels Aoun forseta. Líbanski gjaldmiðillinn hefur frá árinu 2019 fallið um 90 prósent í virði og rúm 70 prósent þjóðarinnar sögð búa við fátækt. Þá hefur mikill vöruskortur leikið landið grátt og eldsneytisskortur og lyfjaskortur gert landsmönnum lífið leitt. Mikati hefur frá upphafi forsætisráðherratíðar sinnar lofað því að halda þingkosningar á réttum tíma, sem alþjóðasamfélagið hefur hvatt til. Ríkisstjórn hans berst nú við að komast að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Þá hefur rannsókn á sprengingunni sem varð í Beirút í fyrra gert ríkisstjórninni erfitt fyrir. Miklar deilur hafa skapast vegna rannsóknarinnar en hún hefur verið stöðvuð nokkrum sinnum vegna kvartana fyrrverandi ráðherra og háttsettra stjórnmálamanna, sem hafa verið skaðir um að hafa hundsað viðvörunarbjöllur um vöruhúsið, sem sprakk, ítrekað. Stjórnmálamenn úr sömu flokkum og þeir sem hafa verið til rannsóknar hafa þá krafið ríkisstjórnina um að skipta Tarek Bitar, dómara og aðalrannsóknarmanninum, út fyrir annan. Síðan þær kröfur voru settar fram hefur Mikati tilkynnt að ríkisstjórnin muni ekki funda um málið fyrr en hún hafi komist að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Líbanon Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Sprenging í Beirút Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Erfitt ástand hefur ríkt í Líbanon undanfarin misseri bæði vegna fjármálakreppunnar, sem Alþjóðabankinn segir þá verstu í nútímasögunni, og vegna stjórnmálakreppunnar sem ríkt hefur. Bráðabirðgastjórn hafði verið við stjórnvölinn í meira en ár og stjórnmálakreppa ríkt þar til Mikati tókst að mynda ríkisstjórn með hjálp Michels Aoun forseta. Líbanski gjaldmiðillinn hefur frá árinu 2019 fallið um 90 prósent í virði og rúm 70 prósent þjóðarinnar sögð búa við fátækt. Þá hefur mikill vöruskortur leikið landið grátt og eldsneytisskortur og lyfjaskortur gert landsmönnum lífið leitt. Mikati hefur frá upphafi forsætisráðherratíðar sinnar lofað því að halda þingkosningar á réttum tíma, sem alþjóðasamfélagið hefur hvatt til. Ríkisstjórn hans berst nú við að komast að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Þá hefur rannsókn á sprengingunni sem varð í Beirút í fyrra gert ríkisstjórninni erfitt fyrir. Miklar deilur hafa skapast vegna rannsóknarinnar en hún hefur verið stöðvuð nokkrum sinnum vegna kvartana fyrrverandi ráðherra og háttsettra stjórnmálamanna, sem hafa verið skaðir um að hafa hundsað viðvörunarbjöllur um vöruhúsið, sem sprakk, ítrekað. Stjórnmálamenn úr sömu flokkum og þeir sem hafa verið til rannsóknar hafa þá krafið ríkisstjórnina um að skipta Tarek Bitar, dómara og aðalrannsóknarmanninum, út fyrir annan. Síðan þær kröfur voru settar fram hefur Mikati tilkynnt að ríkisstjórnin muni ekki funda um málið fyrr en hún hafi komist að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka.
Líbanon Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Sprenging í Beirút Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent