Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 15:53 Najib Mikati forsætisráðherra Líbanon segist ekki ætla að skipta sér af rannsókn á sprengingunni í Beirút fyrr en samkomulag hafi náðst við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka vegna verstu kreppu síðari tíma. EPA-EFE/NABIL MOUNZER Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. Erfitt ástand hefur ríkt í Líbanon undanfarin misseri bæði vegna fjármálakreppunnar, sem Alþjóðabankinn segir þá verstu í nútímasögunni, og vegna stjórnmálakreppunnar sem ríkt hefur. Bráðabirðgastjórn hafði verið við stjórnvölinn í meira en ár og stjórnmálakreppa ríkt þar til Mikati tókst að mynda ríkisstjórn með hjálp Michels Aoun forseta. Líbanski gjaldmiðillinn hefur frá árinu 2019 fallið um 90 prósent í virði og rúm 70 prósent þjóðarinnar sögð búa við fátækt. Þá hefur mikill vöruskortur leikið landið grátt og eldsneytisskortur og lyfjaskortur gert landsmönnum lífið leitt. Mikati hefur frá upphafi forsætisráðherratíðar sinnar lofað því að halda þingkosningar á réttum tíma, sem alþjóðasamfélagið hefur hvatt til. Ríkisstjórn hans berst nú við að komast að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Þá hefur rannsókn á sprengingunni sem varð í Beirút í fyrra gert ríkisstjórninni erfitt fyrir. Miklar deilur hafa skapast vegna rannsóknarinnar en hún hefur verið stöðvuð nokkrum sinnum vegna kvartana fyrrverandi ráðherra og háttsettra stjórnmálamanna, sem hafa verið skaðir um að hafa hundsað viðvörunarbjöllur um vöruhúsið, sem sprakk, ítrekað. Stjórnmálamenn úr sömu flokkum og þeir sem hafa verið til rannsóknar hafa þá krafið ríkisstjórnina um að skipta Tarek Bitar, dómara og aðalrannsóknarmanninum, út fyrir annan. Síðan þær kröfur voru settar fram hefur Mikati tilkynnt að ríkisstjórnin muni ekki funda um málið fyrr en hún hafi komist að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Líbanon Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Sprenging í Beirút Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira
Erfitt ástand hefur ríkt í Líbanon undanfarin misseri bæði vegna fjármálakreppunnar, sem Alþjóðabankinn segir þá verstu í nútímasögunni, og vegna stjórnmálakreppunnar sem ríkt hefur. Bráðabirðgastjórn hafði verið við stjórnvölinn í meira en ár og stjórnmálakreppa ríkt þar til Mikati tókst að mynda ríkisstjórn með hjálp Michels Aoun forseta. Líbanski gjaldmiðillinn hefur frá árinu 2019 fallið um 90 prósent í virði og rúm 70 prósent þjóðarinnar sögð búa við fátækt. Þá hefur mikill vöruskortur leikið landið grátt og eldsneytisskortur og lyfjaskortur gert landsmönnum lífið leitt. Mikati hefur frá upphafi forsætisráðherratíðar sinnar lofað því að halda þingkosningar á réttum tíma, sem alþjóðasamfélagið hefur hvatt til. Ríkisstjórn hans berst nú við að komast að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Þá hefur rannsókn á sprengingunni sem varð í Beirút í fyrra gert ríkisstjórninni erfitt fyrir. Miklar deilur hafa skapast vegna rannsóknarinnar en hún hefur verið stöðvuð nokkrum sinnum vegna kvartana fyrrverandi ráðherra og háttsettra stjórnmálamanna, sem hafa verið skaðir um að hafa hundsað viðvörunarbjöllur um vöruhúsið, sem sprakk, ítrekað. Stjórnmálamenn úr sömu flokkum og þeir sem hafa verið til rannsóknar hafa þá krafið ríkisstjórnina um að skipta Tarek Bitar, dómara og aðalrannsóknarmanninum, út fyrir annan. Síðan þær kröfur voru settar fram hefur Mikati tilkynnt að ríkisstjórnin muni ekki funda um málið fyrr en hún hafi komist að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka.
Líbanon Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Sprenging í Beirút Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira