Ástardrama skekur sænska skíðaskotfimiliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2021 11:01 Jesper Nelin og Hanna Öberg kyssast á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang 2018. Þau eru ekki lengur par en leituðu ekki langt yfir skammt að nýjum mökum. getty/Nils Petter Nilsson Ástardramatík hefur raskað jafnvæginu innan sænska landsliðsins í skíðaskotfimi. Hanna Öberg og Jesper Nelin voru eitt af þekktustu pörum vetraríþróttanna. Öberg vann meðal annars til gullverðlauna í einstaklingskeppni skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrir þremur árum. Á sömu leikum var Nelin hluti af sænska liðinu sem vann gull í boðhlaupskeppninni. Leiðir skildu hjá Öberg og Nelin síðasta sumar. Dramatíkin var þá bara rétt að byrja. Öberg byrjaði nefnilega með Martin Ponsiluoma, félaga Nelins í sænska landsliðinu. „Við vorum mjög þétt og samheldið lið. En það er ekki þannig lengur,“ sagði Nelin við Aftonbladet. Ponsiluoma hætti með kærustu sinni, Fanny Johansson, eftir HM í Pokljuka í Slóveníu fyrr á þessu ári og tók saman við Öberg. Skömmu síðar fóru sænsku skíðaskotfimiskapparnir á mót í Tékklandi. Martin Ponsiluoma mundar byssuna á HM í Pokljuka í Slóveníu.getty/Sven Hoppe „Þar var glundroði. Mér leið ekki vel. Það er ekki algengt að vinur þinn byrji með fyrrverandi kærustu þinni. En eftir á að hyggja skil ég það,“ sagði Nelin. „Þetta hefur verið sérstakt en svona er þetta núna. Ég held að öllum finnist þetta ganga ágætlega en ég veit ekki hvort við Martin getum aftur orðið vinir.“ Dramatíkinni var langt því frá lokið því Nelin og Johannsson heilluðust af hvort öðru og eru nú par. Öberg telur að þessi ástarþríhyrningur hafi ekki skapað sundrungu innan sænska skíðaskotfimisliðsins. „Lífið heldur áfram og samband okkar Jespers er gott eins og sakir standa. Mér finnst þetta ganga vel og við erum öll fagfólk þegar við erum saman í landsliðinu,“ sagði Öberg. Skíðaíþróttir Svíþjóð Ástin og lífið Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Hanna Öberg og Jesper Nelin voru eitt af þekktustu pörum vetraríþróttanna. Öberg vann meðal annars til gullverðlauna í einstaklingskeppni skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrir þremur árum. Á sömu leikum var Nelin hluti af sænska liðinu sem vann gull í boðhlaupskeppninni. Leiðir skildu hjá Öberg og Nelin síðasta sumar. Dramatíkin var þá bara rétt að byrja. Öberg byrjaði nefnilega með Martin Ponsiluoma, félaga Nelins í sænska landsliðinu. „Við vorum mjög þétt og samheldið lið. En það er ekki þannig lengur,“ sagði Nelin við Aftonbladet. Ponsiluoma hætti með kærustu sinni, Fanny Johansson, eftir HM í Pokljuka í Slóveníu fyrr á þessu ári og tók saman við Öberg. Skömmu síðar fóru sænsku skíðaskotfimiskapparnir á mót í Tékklandi. Martin Ponsiluoma mundar byssuna á HM í Pokljuka í Slóveníu.getty/Sven Hoppe „Þar var glundroði. Mér leið ekki vel. Það er ekki algengt að vinur þinn byrji með fyrrverandi kærustu þinni. En eftir á að hyggja skil ég það,“ sagði Nelin. „Þetta hefur verið sérstakt en svona er þetta núna. Ég held að öllum finnist þetta ganga ágætlega en ég veit ekki hvort við Martin getum aftur orðið vinir.“ Dramatíkinni var langt því frá lokið því Nelin og Johannsson heilluðust af hvort öðru og eru nú par. Öberg telur að þessi ástarþríhyrningur hafi ekki skapað sundrungu innan sænska skíðaskotfimisliðsins. „Lífið heldur áfram og samband okkar Jespers er gott eins og sakir standa. Mér finnst þetta ganga vel og við erum öll fagfólk þegar við erum saman í landsliðinu,“ sagði Öberg.
Skíðaíþróttir Svíþjóð Ástin og lífið Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira